Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk ekki fyrirmæli frá Hreiðari og hefur aldrei hitt Sigurð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 12:49 Pétur Kristinn Guðmarsson vísir Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni, sem er einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. „Vorum ekki að starfa í einhverju tómarúmi“ Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, spurði hann út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu sem ákæran nær til og hegðun hans á markaði. Lagði Pétur áherslu á það að ekki væri hægt að taka viðskipti hans með bréf í Kaupþingi út; horfa yrði á markaðinn í heild. „Við hjá eigin viðskiptum vorum ekki að starfa í einhverju tómarúmi, eins og saksóknari virðist halda. Við vorum að vinna á öllum markaðnum.“Enginn gerði athugasemdir við störf hans Vífill spurði Pétur út í eftirlit með starfi eigin viðskipta Kaupþings og kom meðal annars fram að hann og fleiri hjá deildinni hafi átt í reglulegum samskiptum við regluvörð bankans, Ólöfu Emblu Einarsdóttur. Pétur minntist þess ekki að hún hafi einhvern tímann gert athugasemdir við viðskiptin með bréf Kaupþings en auk hennar fylgdust áhættustýring og innra eftirlit bankans með deild eigin viðskipta. Enginn gerði neinar athugasemdir við störf Péturs.Kauphöllin og FME vissu hvert hlutverk eigin viðskipta var Þegar Vífill hafði lokið við að spyrja skjólstæðing sinn spurðu aðrir verjendur nokkurra spurninga. Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, spurði hvort að Pétur hafi einhvern tíma fengið fyrirmæli frá Ingólfi um að hækka gengi hlutabréfa í Kaupþingi eða mynda verðgólf á markaði. Sagðist Pétur ekki hafa fengið fyrirmæli um slíkt. Þá spurði Grímur hann um hlutverk eigin viðskipta varðandi að mynda seljanleika með bréf Kaupþings og hvort að það hafi verið þekkt á markaði. „Ég held að það hafi verið alþekkt á markaði. Eigin viðskipti Kaupþings voru gríðarlega stór í Kauphöllinni og þessar veltubækur stóru bankanna voru að veita seljanleika. Það tíðkaðist löngu fyrir ákærutímabilið og áður en ég byrjaði hjá bankanum 2005.“ Pétur var þá spurður hvort að Kauphöllin hafi vitað af þessu hlutverki. „Algjörlega,“ svaraði hann. Þá kvaðst hann aðspurður búast við því að Fjármálaeftirlitið hafi einnig þekkt hlutverk eigin viðskipta.„CC í einhverjum tölvupóstum“ Verjandi Hreiðars Más, Hörður Felix Harðarson, spurði Pétur að því hvort hann hafi einhvern tíma fengið bein fyrirmæli frá Hreiðari. „Ég minnist þess ekki,“ svaraði Pétur. Þá spurði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, hvaða samskipti hann og Sigurður hafi átt á ákærutímabilinu. „Hann var cc í einhverjum tölvupóstum.“ Gestur spurði þá hvort hann hefði einhvern tíma hitt eða talað við Sigurð. „Aldrei.“Fyrirmæli um að kaupa á hærra verði Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði svo nánar út í fyrirmæli Ingólfs Helgasonar til Péturs. Vildi hann vita hvort að Ingólfur hafi fyrirskipað að setja fram hærra kauptilboð í bankann en síðustu viðskipti með bréf í bankann. Svaraði Pétur því til að hann hefði fengið slík fyrirmæli frá forstjóranum. Eftir hádegi hefst skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni, sem einnig var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni, sem er einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. „Vorum ekki að starfa í einhverju tómarúmi“ Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, spurði hann út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu sem ákæran nær til og hegðun hans á markaði. Lagði Pétur áherslu á það að ekki væri hægt að taka viðskipti hans með bréf í Kaupþingi út; horfa yrði á markaðinn í heild. „Við hjá eigin viðskiptum vorum ekki að starfa í einhverju tómarúmi, eins og saksóknari virðist halda. Við vorum að vinna á öllum markaðnum.“Enginn gerði athugasemdir við störf hans Vífill spurði Pétur út í eftirlit með starfi eigin viðskipta Kaupþings og kom meðal annars fram að hann og fleiri hjá deildinni hafi átt í reglulegum samskiptum við regluvörð bankans, Ólöfu Emblu Einarsdóttur. Pétur minntist þess ekki að hún hafi einhvern tímann gert athugasemdir við viðskiptin með bréf Kaupþings en auk hennar fylgdust áhættustýring og innra eftirlit bankans með deild eigin viðskipta. Enginn gerði neinar athugasemdir við störf Péturs.Kauphöllin og FME vissu hvert hlutverk eigin viðskipta var Þegar Vífill hafði lokið við að spyrja skjólstæðing sinn spurðu aðrir verjendur nokkurra spurninga. Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, spurði hvort að Pétur hafi einhvern tíma fengið fyrirmæli frá Ingólfi um að hækka gengi hlutabréfa í Kaupþingi eða mynda verðgólf á markaði. Sagðist Pétur ekki hafa fengið fyrirmæli um slíkt. Þá spurði Grímur hann um hlutverk eigin viðskipta varðandi að mynda seljanleika með bréf Kaupþings og hvort að það hafi verið þekkt á markaði. „Ég held að það hafi verið alþekkt á markaði. Eigin viðskipti Kaupþings voru gríðarlega stór í Kauphöllinni og þessar veltubækur stóru bankanna voru að veita seljanleika. Það tíðkaðist löngu fyrir ákærutímabilið og áður en ég byrjaði hjá bankanum 2005.“ Pétur var þá spurður hvort að Kauphöllin hafi vitað af þessu hlutverki. „Algjörlega,“ svaraði hann. Þá kvaðst hann aðspurður búast við því að Fjármálaeftirlitið hafi einnig þekkt hlutverk eigin viðskipta.„CC í einhverjum tölvupóstum“ Verjandi Hreiðars Más, Hörður Felix Harðarson, spurði Pétur að því hvort hann hafi einhvern tíma fengið bein fyrirmæli frá Hreiðari. „Ég minnist þess ekki,“ svaraði Pétur. Þá spurði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, hvaða samskipti hann og Sigurður hafi átt á ákærutímabilinu. „Hann var cc í einhverjum tölvupóstum.“ Gestur spurði þá hvort hann hefði einhvern tíma hitt eða talað við Sigurð. „Aldrei.“Fyrirmæli um að kaupa á hærra verði Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði svo nánar út í fyrirmæli Ingólfs Helgasonar til Péturs. Vildi hann vita hvort að Ingólfur hafi fyrirskipað að setja fram hærra kauptilboð í bankann en síðustu viðskipti með bréf í bankann. Svaraði Pétur því til að hann hefði fengið slík fyrirmæli frá forstjóranum. Eftir hádegi hefst skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni, sem einnig var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12
Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10