Náttúrupassinn er dauður á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2015 13:36 Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa er dautt og verður ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi. Formaður nefndarinnar segir ráðherra hafa boðað aðrar leiðir til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða, en þær hafa enn ekki litið dagsins ljós. Frumvarp Ragnheiðrar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur vægast sagt verið umdeilt á Alþingi og í raun hvorki notið meirihlutastuðnings innan stjórnarandstöðu- né stjórnarflokkanna. Frumvarpið hefur verið til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar hefur áður sagt að frumvarpið færi ekki út úr nefnd án mikilla breytinga. „Ég er sammála því sem fram kom hjá ráðherranum í viðtali á Bylgjunni í síðustu viku að það er ólíklegt að við afgreiðum náttúrupassann á þessu þingi eins og hann lítur út í dag,“ segir Jón.Hvað verður þá um þá nauðsynlegu fjáröflun sem allir eru að tala um að þurfi til að byggja upp ferðamannastaði landsins? „Ráðherrann verður að svara því. Hún hefur málið til skoðunar og það er á hennar verksviði. Þannig að við göfum ekki fengið nein skilaboð ennþá um hvað hún hyggst gera í þeim efnum,“ segir Jón. Náttúrupassafrumvarpið eins og það var lagt fram sé hins vegar dautt. Náttúrupassinn átti að skila milljörðum króna á næstu árum til uppbyggingar ferðamannastaða, sem allir eru sammála um að sé nauðsynleg og jafnvel bráðaðkallandi, vegna vaxandi ágangs ferðamanna á helstu ferðamannastöðum landsins. Mjög stuttur tími er eftir af vorþingi og formlegur frestur til að leggja fram þingmál án afbrigða runninn út. „Það er náttúrlega allt hægt hér á þinginu, sérstaklega ef það er sátt um málið, og um þetta mál hefur verið almenn sátt. Það er að segja um einhvers konar gjaldtöku. Þannig að ef koma fram einhverjar hugmyndir sem er víðtæk sátt um pólitískt, reikna ég með að þingið gæti brugðist við með þeim hætti að hægt væri að afgreiða það. En það eru auðvitað aðrar leiðir og þetta er ráðherrann væntanlega að skoða og hún verður að gefa upplýsingar um hvar það stendur í ráðuneytinu,“ segir Jón. Ef ekki takist sátt um aðrar leiðir á Alþingi á vorþinginu verði ekki mikið um nýjar fjárveitingar í þennan málaflokk eftir þessum leiðum. Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa er dautt og verður ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi. Formaður nefndarinnar segir ráðherra hafa boðað aðrar leiðir til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða, en þær hafa enn ekki litið dagsins ljós. Frumvarp Ragnheiðrar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur vægast sagt verið umdeilt á Alþingi og í raun hvorki notið meirihlutastuðnings innan stjórnarandstöðu- né stjórnarflokkanna. Frumvarpið hefur verið til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar hefur áður sagt að frumvarpið færi ekki út úr nefnd án mikilla breytinga. „Ég er sammála því sem fram kom hjá ráðherranum í viðtali á Bylgjunni í síðustu viku að það er ólíklegt að við afgreiðum náttúrupassann á þessu þingi eins og hann lítur út í dag,“ segir Jón.Hvað verður þá um þá nauðsynlegu fjáröflun sem allir eru að tala um að þurfi til að byggja upp ferðamannastaði landsins? „Ráðherrann verður að svara því. Hún hefur málið til skoðunar og það er á hennar verksviði. Þannig að við göfum ekki fengið nein skilaboð ennþá um hvað hún hyggst gera í þeim efnum,“ segir Jón. Náttúrupassafrumvarpið eins og það var lagt fram sé hins vegar dautt. Náttúrupassinn átti að skila milljörðum króna á næstu árum til uppbyggingar ferðamannastaða, sem allir eru sammála um að sé nauðsynleg og jafnvel bráðaðkallandi, vegna vaxandi ágangs ferðamanna á helstu ferðamannastöðum landsins. Mjög stuttur tími er eftir af vorþingi og formlegur frestur til að leggja fram þingmál án afbrigða runninn út. „Það er náttúrlega allt hægt hér á þinginu, sérstaklega ef það er sátt um málið, og um þetta mál hefur verið almenn sátt. Það er að segja um einhvers konar gjaldtöku. Þannig að ef koma fram einhverjar hugmyndir sem er víðtæk sátt um pólitískt, reikna ég með að þingið gæti brugðist við með þeim hætti að hægt væri að afgreiða það. En það eru auðvitað aðrar leiðir og þetta er ráðherrann væntanlega að skoða og hún verður að gefa upplýsingar um hvar það stendur í ráðuneytinu,“ segir Jón. Ef ekki takist sátt um aðrar leiðir á Alþingi á vorþinginu verði ekki mikið um nýjar fjárveitingar í þennan málaflokk eftir þessum leiðum.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira