Deilt um eftirmál lekamálsins á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 19:30 Minnihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis telur að fyrrverandi innanríkisráðherra skuldi þinginu enn skýringar á misvísandi upplýsingum sem ráðherrann hafi gefið þinginu í lekamálinu. Meirihlutinn telur hins vegar varhugavert að nefndin setji sig í dómarasæti gagnvart einstökum ráðherrum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd bauð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra að mæta fyrir nefndina og svara fyrir samskipti hennar við Alþingi. Hún varð ekki við því en var hins vegar viðstödd umræðu um málið á Alþingi í dag. Þar var til umræðu skýrsla minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við Alþingi. Efasemdir eru settar fram um að ráðherrann hafi alltaf sagt Alþingi satt allt frá því lekamálið kom upp. Stjórnarþingmenn í nefndinni telja hins vegar enga þörf á skýrslu frá nefndinni um málið. Því hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis, eins og segir í áliti meirihluta nefndarinnar, sem Vigdís hauksdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins mælti fyrir á þinginu í dag. „Að auki hefur viðkomandi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. Rétt er að geta þess að fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi, tilvitnun lýkur,“ sagði Vigdís. Hanna Birna tók ekki til máls í umræðunni en fylgdist með. Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar segir ráðherrann fyrrverandi enn skulda þinginu útskýringar á ýmsu í málflutningi hennar á meðan á lekamálinu stóð sem skýrsla Umboðsmanns taki ekki á. Ráðherrann fyrrverandi ætti þó sinn rétt eins og skjólstæðingar stjórnsýslunnar og starfsmenn hennar. „Og Alþingi á sinn rétt. Þingmenn eiga sinn rétt. Þingmenn sem eru að beina spurningum til framkvæmdavaldsins, til ráðherra; þeir eiga sinn rétt líka. Og Alþingi þarf að standa á þeirra rétti ekki síður en annarra,“ sagði Ögmundur. Brynjar Níelsson varaformaður nefndarinnar segir það ekki hlutverk hennar að dæma. Enda hefði hún engar forsendur til þess. Ómögulegt væri að fullyrða um hvað ráðherrann fyrrverandi vissi á hverjum tíma um lekamálið. „Viðkomandi er ekki einu sinni ráðherra lengur og ég held að menn eigi almennt að fara mjög varlega í að setja nefndina í slíkt dómarasæti. Sem gerir ekkert annað en setja hér allt í uppnám,“ sagði Brynjar Níelsson. Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Minnihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis telur að fyrrverandi innanríkisráðherra skuldi þinginu enn skýringar á misvísandi upplýsingum sem ráðherrann hafi gefið þinginu í lekamálinu. Meirihlutinn telur hins vegar varhugavert að nefndin setji sig í dómarasæti gagnvart einstökum ráðherrum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd bauð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra að mæta fyrir nefndina og svara fyrir samskipti hennar við Alþingi. Hún varð ekki við því en var hins vegar viðstödd umræðu um málið á Alþingi í dag. Þar var til umræðu skýrsla minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við Alþingi. Efasemdir eru settar fram um að ráðherrann hafi alltaf sagt Alþingi satt allt frá því lekamálið kom upp. Stjórnarþingmenn í nefndinni telja hins vegar enga þörf á skýrslu frá nefndinni um málið. Því hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis, eins og segir í áliti meirihluta nefndarinnar, sem Vigdís hauksdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins mælti fyrir á þinginu í dag. „Að auki hefur viðkomandi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. Rétt er að geta þess að fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi, tilvitnun lýkur,“ sagði Vigdís. Hanna Birna tók ekki til máls í umræðunni en fylgdist með. Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar segir ráðherrann fyrrverandi enn skulda þinginu útskýringar á ýmsu í málflutningi hennar á meðan á lekamálinu stóð sem skýrsla Umboðsmanns taki ekki á. Ráðherrann fyrrverandi ætti þó sinn rétt eins og skjólstæðingar stjórnsýslunnar og starfsmenn hennar. „Og Alþingi á sinn rétt. Þingmenn eiga sinn rétt. Þingmenn sem eru að beina spurningum til framkvæmdavaldsins, til ráðherra; þeir eiga sinn rétt líka. Og Alþingi þarf að standa á þeirra rétti ekki síður en annarra,“ sagði Ögmundur. Brynjar Níelsson varaformaður nefndarinnar segir það ekki hlutverk hennar að dæma. Enda hefði hún engar forsendur til þess. Ómögulegt væri að fullyrða um hvað ráðherrann fyrrverandi vissi á hverjum tíma um lekamálið. „Viðkomandi er ekki einu sinni ráðherra lengur og ég held að menn eigi almennt að fara mjög varlega í að setja nefndina í slíkt dómarasæti. Sem gerir ekkert annað en setja hér allt í uppnám,“ sagði Brynjar Níelsson.
Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira