Alþingi eða gaggó? Valgerður Árnadóttir skrifar 5. maí 2015 10:06 Ég er að ala upp ungling og það vita allir sem það hafa reynt að það tekur oft á, skilningur margra unglinga á heiminn er takmarkaður og sjálfmiðaður og nær ekki langt útfyrir eigin rass.Eftir því sem ég rekst á fleiri misskilninga og takmarkanir í skilningi unglingsins míns, þeim mun meira finnst mér átök mín líkjast þeim sem almenningur á við ríkisstjórnina þessa dagana. Segjum að við færum í frí í nokkrar vikur og létum unglingnum í té ábyrgðina fyrir heimilinu og yngri systkinunum, hvernig færi það? Unglingurinn fengi vissa upphæð til að dekka útgjöld, myndi hann fara skynsamlega með þann pening? Hann fengi plan til að framfylgja varðandi þrif og annað, færi hann eftir því? Er hægt að ætlast til þess að manneskja sem aldrei hefur dýft hendi í skúringafötu fari að skúra? Er líklegt að unglingurinn kaupi hollan mat og eldi handa yngri systkinum eða fer hann og kaupir örbylgjupizzur og eyðir rest í gos og snakk handa sér og félögunum? Það veit hvert foreldri að ef hann skilur ungling eftir heima með ábyrgðina að hann má ekki búast við miklu, hann kemur líklega heim í klístrað gólf, kúgfullan þvottastamp og skítug börn í sykursjokki. En þó treysti ég unglingnum mínum frekar fyrir heimilinu heldur en núverandi ríkisstjórn. Önnur líkindi með unglingi og núverandi ríkisstjórn er vinsældakeppnin, það skiptir mestu máli að vera vinsæll og passa inn í hópinn sem manni finnst kúl, hópþrýstingurinn er gífurlegur og eldri krakkarnir sem litið er upp til geta fengið krakkann sem dáir þá til að gera tóma vitleysu, hann fær kjörið tækifæri til að halda flottasta partýið þegar mamma og pabbi eru ekki heima. Þar sem hann er líka með óvænt peningaforráð þá er lítið mál að lána (eða gefa) vinunum pening fyrir veigum og því sem hugurinn girnist. Unglingurinn hefur voða litlar áhyggjur af því að vasapeningurinn klárist því mamma og pabbi hafa alltaf reddað málum, það er á þeirra ábyrgð að vinna fyrir heimilinu og sjá fyrir börnunum. Afhverju ættum við að búast við að ráðamenn þessarar þjóðar skilji kröfur launafólks þegar þeir sjálfir hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af næstu mánaðamótum? Hvernig getum við ætlast til þess að þeir skilji hvernig það er að vera fastur í skuldafangelsi með íbúðalán langt yfir sölumati og þurfa taka afleiðingum þess þegar það tíðkast í þeirra röðum að afskrifa skuldir hvors annars. Þeirra prívat og persónulega kennitala verður aldrei ónýt því þeir passa sig á að félög í þeirra eigu taki skellinn en ekki þeir sjálfir. Þeir eru snillingar í að færa tölur hingað og þangað en aldrei lækkar upphæðin á eigin útgjaldareikning og aldrei er hætta á því að þeir missi heimili sín eða að börnin þeirra fái ekki að borða. Ég veit ekki með ykkur en ég er búin að fá nóg af þessum ungling, að halda honum uppi þar sem hann gerir ekkert fyrir mig annað en að heimta meiri vasapening og flottustu merkjafötin án þess að þurfa lyfta fingri, það er kominn tími til að reka hann að heiman og láta hann læra á lífið, vinna fyrir sér og borga reikninga. Síðustu kosningar eru klassískt dæmi þess að vinsælu krakkarnir lofuðu að bjóða lúðunum í flottu partýin og lúðarnir trúðu því, það vilja allir vera með, vera töff og kúl, en vinsælu krakkarnir sviku þessi loforð, ekki séns að þau vildu hafa þessa lúða í partýinu þegar vinsældakosningin var unnin og þeir orðnir „Prom Kings“. Því miður er það nú svo að gott og frambærilegt fólk forðast að fara í stjórnmál því það er komið yfir það að vera í gaggó, það nennir ekki þessum skrípaleik, en ég vona og biðla til ykkar sem vitið að þið gætuð gert þetta betur að láta að ykkur kveða, við þurfum að breyta þessu öllu og gera krökkunum sem sitja inni á þingi grein fyrir að þau eru fallinn, þau stóðust ekki prófin og eru rekin.P.S. Til unglinganna sem þetta lesa, ég er alls ekki að setja út á ykkur, þetta er bara myndlíking, ef þið eruð sjálfhverf núna þá er það bara þroskastig og mestar líkur að þið vaxið uppúr því þó ekki geri það allir eins og dæmin sanna.Vil mæla með því við alla unglinga og fullorðna að þið hugið að framtíðinni ykkar strax í dag og skrifið undir þetta, takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Valgerður Árnadóttir Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég er að ala upp ungling og það vita allir sem það hafa reynt að það tekur oft á, skilningur margra unglinga á heiminn er takmarkaður og sjálfmiðaður og nær ekki langt útfyrir eigin rass.Eftir því sem ég rekst á fleiri misskilninga og takmarkanir í skilningi unglingsins míns, þeim mun meira finnst mér átök mín líkjast þeim sem almenningur á við ríkisstjórnina þessa dagana. Segjum að við færum í frí í nokkrar vikur og létum unglingnum í té ábyrgðina fyrir heimilinu og yngri systkinunum, hvernig færi það? Unglingurinn fengi vissa upphæð til að dekka útgjöld, myndi hann fara skynsamlega með þann pening? Hann fengi plan til að framfylgja varðandi þrif og annað, færi hann eftir því? Er hægt að ætlast til þess að manneskja sem aldrei hefur dýft hendi í skúringafötu fari að skúra? Er líklegt að unglingurinn kaupi hollan mat og eldi handa yngri systkinum eða fer hann og kaupir örbylgjupizzur og eyðir rest í gos og snakk handa sér og félögunum? Það veit hvert foreldri að ef hann skilur ungling eftir heima með ábyrgðina að hann má ekki búast við miklu, hann kemur líklega heim í klístrað gólf, kúgfullan þvottastamp og skítug börn í sykursjokki. En þó treysti ég unglingnum mínum frekar fyrir heimilinu heldur en núverandi ríkisstjórn. Önnur líkindi með unglingi og núverandi ríkisstjórn er vinsældakeppnin, það skiptir mestu máli að vera vinsæll og passa inn í hópinn sem manni finnst kúl, hópþrýstingurinn er gífurlegur og eldri krakkarnir sem litið er upp til geta fengið krakkann sem dáir þá til að gera tóma vitleysu, hann fær kjörið tækifæri til að halda flottasta partýið þegar mamma og pabbi eru ekki heima. Þar sem hann er líka með óvænt peningaforráð þá er lítið mál að lána (eða gefa) vinunum pening fyrir veigum og því sem hugurinn girnist. Unglingurinn hefur voða litlar áhyggjur af því að vasapeningurinn klárist því mamma og pabbi hafa alltaf reddað málum, það er á þeirra ábyrgð að vinna fyrir heimilinu og sjá fyrir börnunum. Afhverju ættum við að búast við að ráðamenn þessarar þjóðar skilji kröfur launafólks þegar þeir sjálfir hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af næstu mánaðamótum? Hvernig getum við ætlast til þess að þeir skilji hvernig það er að vera fastur í skuldafangelsi með íbúðalán langt yfir sölumati og þurfa taka afleiðingum þess þegar það tíðkast í þeirra röðum að afskrifa skuldir hvors annars. Þeirra prívat og persónulega kennitala verður aldrei ónýt því þeir passa sig á að félög í þeirra eigu taki skellinn en ekki þeir sjálfir. Þeir eru snillingar í að færa tölur hingað og þangað en aldrei lækkar upphæðin á eigin útgjaldareikning og aldrei er hætta á því að þeir missi heimili sín eða að börnin þeirra fái ekki að borða. Ég veit ekki með ykkur en ég er búin að fá nóg af þessum ungling, að halda honum uppi þar sem hann gerir ekkert fyrir mig annað en að heimta meiri vasapening og flottustu merkjafötin án þess að þurfa lyfta fingri, það er kominn tími til að reka hann að heiman og láta hann læra á lífið, vinna fyrir sér og borga reikninga. Síðustu kosningar eru klassískt dæmi þess að vinsælu krakkarnir lofuðu að bjóða lúðunum í flottu partýin og lúðarnir trúðu því, það vilja allir vera með, vera töff og kúl, en vinsælu krakkarnir sviku þessi loforð, ekki séns að þau vildu hafa þessa lúða í partýinu þegar vinsældakosningin var unnin og þeir orðnir „Prom Kings“. Því miður er það nú svo að gott og frambærilegt fólk forðast að fara í stjórnmál því það er komið yfir það að vera í gaggó, það nennir ekki þessum skrípaleik, en ég vona og biðla til ykkar sem vitið að þið gætuð gert þetta betur að láta að ykkur kveða, við þurfum að breyta þessu öllu og gera krökkunum sem sitja inni á þingi grein fyrir að þau eru fallinn, þau stóðust ekki prófin og eru rekin.P.S. Til unglinganna sem þetta lesa, ég er alls ekki að setja út á ykkur, þetta er bara myndlíking, ef þið eruð sjálfhverf núna þá er það bara þroskastig og mestar líkur að þið vaxið uppúr því þó ekki geri það allir eins og dæmin sanna.Vil mæla með því við alla unglinga og fullorðna að þið hugið að framtíðinni ykkar strax í dag og skrifið undir þetta, takk!
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun