Einar K.: Halldór var afkastamaður og ósérhlífinn, glöggskyggn og sanngjarn Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2015 14:04 Forseti þingsins rakti stjórnmálaferil Halldórs og sagði hann hafa aflað sér mikils trausts á fyrstu þingmannsárum sínum. Vísir/Stefán/Norden Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, minntist Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra, við upphaf þingfundar í dag. Halldór lést í gær. Forseti þingsins rakti stjórnmálaferil Halldórs og sagði hann hafa aflað sér mikils trausts á fyrstu þingmannsárum sínum, ekki aðeins meðal flokksmanna sinna, heldur langt út fyrir raðir þeirra. „Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á efnahags- og atvinnumálum og þótti stefnufastur stjórnmálamaður og var stundum líkt við klett í hafi.“ Einar sagði að í dagfari sínu hafi Halldór verið hægur og yfirvegaður og farið vel með sitt mikla skap og kappsemi. „Hann var hlýr í viðmóti, drenglundaður og vinur vina sinna. Þótt alvörugefinn væri var jafnan stutt í glensið og hann hafði gaman af því að gleðjast með mönnum þegar honum þótti það við eiga.“ Einar hélt áfram og sagði að það hafi einkennt störf Halldórs mest á farsælum ferli hans í stjórnmálum að hann hafi verið afkastamaður og ósérhlífinn, en jafnframt óvenjulega glöggskyggn og sanngjarn. „Sem foringi var hann óvílinn og tók af skarið þótt mál væru umdeild. Þeir sem þekktu og unnu með Halldóri Ásgrímssyni hér á Alþingi og í ríkisstjórn sakna nú góðs vinar og öflugs samstarfsmanns sem alltaf var hægt að treysta. Við hið óvænta og ótímabæra fráfall Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á þjóðin að baki að sjá einum helsta stjórnmálaforingja sínum um áratugaskeið.“ Að lokum bað Einar K. þingheim að minnast Halldórs Ásgrímssonar með því að rísa úr sætum. Alþingi Tengdar fréttir Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson látinn Lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir hjartaáfall. 19. maí 2015 06:12 „Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minnist Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, í kveðju á vef forsætisráðuneytisins. 19. maí 2015 13:42 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, minntist Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra, við upphaf þingfundar í dag. Halldór lést í gær. Forseti þingsins rakti stjórnmálaferil Halldórs og sagði hann hafa aflað sér mikils trausts á fyrstu þingmannsárum sínum, ekki aðeins meðal flokksmanna sinna, heldur langt út fyrir raðir þeirra. „Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á efnahags- og atvinnumálum og þótti stefnufastur stjórnmálamaður og var stundum líkt við klett í hafi.“ Einar sagði að í dagfari sínu hafi Halldór verið hægur og yfirvegaður og farið vel með sitt mikla skap og kappsemi. „Hann var hlýr í viðmóti, drenglundaður og vinur vina sinna. Þótt alvörugefinn væri var jafnan stutt í glensið og hann hafði gaman af því að gleðjast með mönnum þegar honum þótti það við eiga.“ Einar hélt áfram og sagði að það hafi einkennt störf Halldórs mest á farsælum ferli hans í stjórnmálum að hann hafi verið afkastamaður og ósérhlífinn, en jafnframt óvenjulega glöggskyggn og sanngjarn. „Sem foringi var hann óvílinn og tók af skarið þótt mál væru umdeild. Þeir sem þekktu og unnu með Halldóri Ásgrímssyni hér á Alþingi og í ríkisstjórn sakna nú góðs vinar og öflugs samstarfsmanns sem alltaf var hægt að treysta. Við hið óvænta og ótímabæra fráfall Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á þjóðin að baki að sjá einum helsta stjórnmálaforingja sínum um áratugaskeið.“ Að lokum bað Einar K. þingheim að minnast Halldórs Ásgrímssonar með því að rísa úr sætum.
Alþingi Tengdar fréttir Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson látinn Lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir hjartaáfall. 19. maí 2015 06:12 „Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minnist Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, í kveðju á vef forsætisráðuneytisins. 19. maí 2015 13:42 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. 19. maí 2015 12:30
Halldór Ásgrímsson látinn Lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir hjartaáfall. 19. maí 2015 06:12
„Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minnist Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, í kveðju á vef forsætisráðuneytisins. 19. maí 2015 13:42