„Kletturinn í hafinu“ kvaddur Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 20:00 Útför Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins var gerð frá Hallgrímskirkju í dag að viðstöddum forseta Íslands, ráðherrum og þingmönnum. Enginn maður hefur gengt ráðherraembættum lengur en Halldór en hann sat á Alþingi í rúm þrjátíu ár. Halldór Ásgrímsson lést hinn 18. maí síðast liðinn en hann fæddist á Vopnafirði hinn 8. september árið 1947 og hefði því orðið sextíu og átta ára gamall í haust. Fjölmenni var við jarðarförina en auk eiginkonu, barna og annarra fjölskyldumeðlima og vina mættu forsetahjónin, núverandi og fyrrverandi ráðherrar og þingmenn. Þá mátti sjá sendiherra fjölmargra ríkja við útförina, eins og Bandaríkjanna, Kína og Bretlands enda gengdi Halldór embætti utanríkisráðherra í níu ár þar til hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2004 sem hann gengdi til ársins 2006. Þar áður hafði hann verið ráðherra margra málaflokka en hann sat í ráðherrastóli í 19 ár af þeim rúmu þrjátíu árum sem hann sat á Alþingi. Útförin var gerð að hálfu ríkisins og var hin virðulegasta en það var séra Pálmi Matthíasson sem jarðsöng. Í minningarorðum sínum sagði hann Halldór oft hafa verið kallaðan “klettinn í hafinu” bæði af samherjum og andstæðingum í stjórnmálum, enda hafi hann bæði verið traustur maður og fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Félagar Halldórs í Oddfellow stóðu heiðursvörð við kistu hans en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra ásamt ráðherrum úr ríkisstjórnum hans og Halldórs og fyrrverandi ráðuneytisstjóri báru kistu hans úr kirkju að lokinni athöfn. Alþingi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Sjá meira
Útför Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins var gerð frá Hallgrímskirkju í dag að viðstöddum forseta Íslands, ráðherrum og þingmönnum. Enginn maður hefur gengt ráðherraembættum lengur en Halldór en hann sat á Alþingi í rúm þrjátíu ár. Halldór Ásgrímsson lést hinn 18. maí síðast liðinn en hann fæddist á Vopnafirði hinn 8. september árið 1947 og hefði því orðið sextíu og átta ára gamall í haust. Fjölmenni var við jarðarförina en auk eiginkonu, barna og annarra fjölskyldumeðlima og vina mættu forsetahjónin, núverandi og fyrrverandi ráðherrar og þingmenn. Þá mátti sjá sendiherra fjölmargra ríkja við útförina, eins og Bandaríkjanna, Kína og Bretlands enda gengdi Halldór embætti utanríkisráðherra í níu ár þar til hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2004 sem hann gengdi til ársins 2006. Þar áður hafði hann verið ráðherra margra málaflokka en hann sat í ráðherrastóli í 19 ár af þeim rúmu þrjátíu árum sem hann sat á Alþingi. Útförin var gerð að hálfu ríkisins og var hin virðulegasta en það var séra Pálmi Matthíasson sem jarðsöng. Í minningarorðum sínum sagði hann Halldór oft hafa verið kallaðan “klettinn í hafinu” bæði af samherjum og andstæðingum í stjórnmálum, enda hafi hann bæði verið traustur maður og fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Félagar Halldórs í Oddfellow stóðu heiðursvörð við kistu hans en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra ásamt ráðherrum úr ríkisstjórnum hans og Halldórs og fyrrverandi ráðuneytisstjóri báru kistu hans úr kirkju að lokinni athöfn.
Alþingi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Sjá meira