Fær 400 þúsund í bætur frá ríkinu vegna ólögmætrar handtöku Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2015 16:42 Lögreglan stóð vaktina við Alþingishúsið þegar mótmæli hófust í kjölfar efnahagshrunsins. Vísir/Arnþór Hæstiréttur Íslands hefur gert íslenska ríkinu að greiða konu á þrítugsaldri 400 þúsund krónur vegna ólöglegrar handtökusem hún varð fyrir árið 2009. Konan hafði farið fram á þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna harðrar framgöngu lögreglu við hana en hún var handtekin tvisvar þetta ár, annars vegar fyrir utan Alþingishúsið í Búsáhaldabyltingunni 20. janúar og svo við Laugaveg 21. maí síðar sama ár.Sjá umfjöllun um munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti í síðustu viku hér. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sýknaði íslenska ríkið af kröfum konunnar en hún skaut málinu til Hæstaréttar sem hefur dæmt henni 400 þúsund krónur í skaðabætur. Málskostnaður fellur niður og var ríkissjóður dæmdur til að greiða gjafsókn og þóknun lögmanns konunnar. Dæmdar skaðabætur fyrir aðra handtökuna Hæstiréttur dæmir henni þó einungis skaðabætur fyrir aðra handtökuna. Konan var á meðal 22 sem voru handteknir 20. janúar árið 2009 við Alþingishúsið og taldi Hæstiréttur að handtaka hennar og annarra mótmælenda hefði verið nauðsynleg þegar þeir neituðu að fara að fyrirmælum lögreglu um að fara frá Alþingishúsinu en þeir hefðu haft það hlutverk að vernda stjórnarskrárbundna friðhelgi Alþingis sem var að störfum þennan dag. Verjandi ríkisins í málinu sagði aðgerðir lögreglu við Alþingi þennan dag hafa verið þær umfangsmestu síðari ár og að forgangsröðun lögreglu hefði verið að verja Alþingi en ekki handtaka þá sem voru með óspektir. Þeir sem hefðu verið handteknir voru þeir sem höfðu gengið hvað harðast fram og var konan á meðal þeirra.Sjá einnig:Lögregla beitti Orminum á mótmælendur Þá taldi rétturinn að frelsissvipting konunnar hefði ekki varað lengur en óhjákvæmilegt var og ósannað væri að handtaka hennar hefði varað lengur en óhjákvæmilegt var og að ósannað væri að handtak hennar hefði af hálfu lögreglu falið í sér meira harðræði eða vanvirðu en nauðsyn bar til vegna hinna óvenjulega aðstæðna. Hæstiréttur taldi hins vegar handtöku konunnar aðfaranótt 21. maí árið 2009 vera ólögmæta. Konan hélt því fram að hún hefði verið handtekin á réttmæts tilefnis og færð á lögreglustöð þar sem hún var svipt frelsi sínu til hádegis sama dag. Hæstiréttur vísaði til þess að konan hefði verið sýknuð af ákæru um brot gegn almennum hegningarlögum vegna háttsemi hennar gagnvart lögreglumönnum sem voru við skyldustörf umrætt sinn og leiddi til handtökunnar. Taldi Hæstiréttur að ekki hefði legið fyrir lögmætt tilefni til handtköku konunnar og eftirfarandi flutnings hennar á lögreglustöð að því virtu að konan hefði ekki verið drukkin þegar atvik urðu og að leggja yrði til grundvallar að ósannað væri að hún hefði reynt að tálma því að lögreglumennirnir gegndu skyldustörfum sínum. Fékk konan því dæmdar 400 þúsund krónur í bætur vegna þessarar ólögmætu handtöku en hún hafði farið fram á eina og hálfa milljón fyrir hvora handtökuna.Vildu veita vini hennar tiltal Tildrög seinni handtökunnar voru þau að konan var þá stödd í húsasundi við Laugaveg 64 ásamt vini sínum. Höfðu þau verið að skemmta sér og var konan að sækja reiðhjól sem hún hafði skilið þar eftir. Kom þá lögreglubíll aðvífandi með tveimur lögreglumönnum á vettvang. Fóru lögreglumennirnir þess á leit við vin konunnar að hann kæmi með þeim inn í lögreglubílinn þar sem þeir vildu ræða við hann um meinta framkomu hans fyrr um kvöldið. Hafði vinur konunnar, að sögn lögreglumanna, ítrekað hrækt í átt að lögreglubifreiðinni þar sem hún hafi verið við vettvangseftirlit í miðbæ Reykjavíkur.Gerði athugasemdir við framferði lögreglu Bæði konan og vinur hennar báru því við að vinurinn hafi verið snúinn niður af lögreglumönnum á vettvangi og hann síðan dreginn inn í lögreglubifreiðina. Lögreglumennirnir lýstu hins vegar atvikinu á þá leið að vinurinn hefði fylgt lögreglumönnunum á nokkurra átaka við þá. Lögreglan segir konuna hafa hins vegar lent harkalega saman við þá. Kom fram í máli lögreglumanna að konan hefði í engu sinnt fyrirmælum þeirra um að leyfa lögreglu að sinna starfi sínu og að endingu hafi hún veist að þeim og hún þá verið handtekin á vettvangi. Konan sagði hins vegar að hún hefði gert athugasemdir við framferði lögreglunnar gagnvart vini sínum, en fyrir vikið sjálf sætt harkalegri meðferð og handtöku þar sem hún var keyrð niður í jörðina og snúið upp á hendur hennar fyrir aftan bak á meðan annar lögreglumannanna hafi rekið hné harkalega í bak hennar við handtökuna. Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur gert íslenska ríkinu að greiða konu á þrítugsaldri 400 þúsund krónur vegna ólöglegrar handtökusem hún varð fyrir árið 2009. Konan hafði farið fram á þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna harðrar framgöngu lögreglu við hana en hún var handtekin tvisvar þetta ár, annars vegar fyrir utan Alþingishúsið í Búsáhaldabyltingunni 20. janúar og svo við Laugaveg 21. maí síðar sama ár.Sjá umfjöllun um munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti í síðustu viku hér. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sýknaði íslenska ríkið af kröfum konunnar en hún skaut málinu til Hæstaréttar sem hefur dæmt henni 400 þúsund krónur í skaðabætur. Málskostnaður fellur niður og var ríkissjóður dæmdur til að greiða gjafsókn og þóknun lögmanns konunnar. Dæmdar skaðabætur fyrir aðra handtökuna Hæstiréttur dæmir henni þó einungis skaðabætur fyrir aðra handtökuna. Konan var á meðal 22 sem voru handteknir 20. janúar árið 2009 við Alþingishúsið og taldi Hæstiréttur að handtaka hennar og annarra mótmælenda hefði verið nauðsynleg þegar þeir neituðu að fara að fyrirmælum lögreglu um að fara frá Alþingishúsinu en þeir hefðu haft það hlutverk að vernda stjórnarskrárbundna friðhelgi Alþingis sem var að störfum þennan dag. Verjandi ríkisins í málinu sagði aðgerðir lögreglu við Alþingi þennan dag hafa verið þær umfangsmestu síðari ár og að forgangsröðun lögreglu hefði verið að verja Alþingi en ekki handtaka þá sem voru með óspektir. Þeir sem hefðu verið handteknir voru þeir sem höfðu gengið hvað harðast fram og var konan á meðal þeirra.Sjá einnig:Lögregla beitti Orminum á mótmælendur Þá taldi rétturinn að frelsissvipting konunnar hefði ekki varað lengur en óhjákvæmilegt var og ósannað væri að handtaka hennar hefði varað lengur en óhjákvæmilegt var og að ósannað væri að handtak hennar hefði af hálfu lögreglu falið í sér meira harðræði eða vanvirðu en nauðsyn bar til vegna hinna óvenjulega aðstæðna. Hæstiréttur taldi hins vegar handtöku konunnar aðfaranótt 21. maí árið 2009 vera ólögmæta. Konan hélt því fram að hún hefði verið handtekin á réttmæts tilefnis og færð á lögreglustöð þar sem hún var svipt frelsi sínu til hádegis sama dag. Hæstiréttur vísaði til þess að konan hefði verið sýknuð af ákæru um brot gegn almennum hegningarlögum vegna háttsemi hennar gagnvart lögreglumönnum sem voru við skyldustörf umrætt sinn og leiddi til handtökunnar. Taldi Hæstiréttur að ekki hefði legið fyrir lögmætt tilefni til handtköku konunnar og eftirfarandi flutnings hennar á lögreglustöð að því virtu að konan hefði ekki verið drukkin þegar atvik urðu og að leggja yrði til grundvallar að ósannað væri að hún hefði reynt að tálma því að lögreglumennirnir gegndu skyldustörfum sínum. Fékk konan því dæmdar 400 þúsund krónur í bætur vegna þessarar ólögmætu handtöku en hún hafði farið fram á eina og hálfa milljón fyrir hvora handtökuna.Vildu veita vini hennar tiltal Tildrög seinni handtökunnar voru þau að konan var þá stödd í húsasundi við Laugaveg 64 ásamt vini sínum. Höfðu þau verið að skemmta sér og var konan að sækja reiðhjól sem hún hafði skilið þar eftir. Kom þá lögreglubíll aðvífandi með tveimur lögreglumönnum á vettvang. Fóru lögreglumennirnir þess á leit við vin konunnar að hann kæmi með þeim inn í lögreglubílinn þar sem þeir vildu ræða við hann um meinta framkomu hans fyrr um kvöldið. Hafði vinur konunnar, að sögn lögreglumanna, ítrekað hrækt í átt að lögreglubifreiðinni þar sem hún hafi verið við vettvangseftirlit í miðbæ Reykjavíkur.Gerði athugasemdir við framferði lögreglu Bæði konan og vinur hennar báru því við að vinurinn hafi verið snúinn niður af lögreglumönnum á vettvangi og hann síðan dreginn inn í lögreglubifreiðina. Lögreglumennirnir lýstu hins vegar atvikinu á þá leið að vinurinn hefði fylgt lögreglumönnunum á nokkurra átaka við þá. Lögreglan segir konuna hafa hins vegar lent harkalega saman við þá. Kom fram í máli lögreglumanna að konan hefði í engu sinnt fyrirmælum þeirra um að leyfa lögreglu að sinna starfi sínu og að endingu hafi hún veist að þeim og hún þá verið handtekin á vettvangi. Konan sagði hins vegar að hún hefði gert athugasemdir við framferði lögreglunnar gagnvart vini sínum, en fyrir vikið sjálf sætt harkalegri meðferð og handtöku þar sem hún var keyrð niður í jörðina og snúið upp á hendur hennar fyrir aftan bak á meðan annar lögreglumannanna hafi rekið hné harkalega í bak hennar við handtökuna.
Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira