Stjórnarandstaðan gagnrýnir agaleysi í ríkisfjármálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 15:10 Oddný Harðardóttir. Stjórnarandstaðan segir skyndiákvarðanir einstakra ráðherra um lögnu fyrirsjáanleg fjárútlát einkenna störf ríkisstjórnarinnar. vísir/stefán Tveir fyrrverandi fjármálaráðherrar gagnrýndu agaleysi og lausung í ríkisfjármálum á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin gripi til skyndiákvarðana um tæplega þriggja milljarða fjárveitinga til verkefna sem hægt hefði verið að gera ráð fyrir í fjárlögum. Þá væri umfangsmikil samgönguáætlun til fjögurra ára kynnt á lokadögum þings. Þingmenn gerðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukafjárveitingar til ferðamannastaða og vegagerðar upp á tæpa þrjá milljarða nú á lokadögum þingsins að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í dag. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar talaði um rassvasabókhald í þessum efnum. Það væri einnig undarlegt að leggja fram þingsályktun um samgönguáætlun til fjögurra ára á lokadögum þings. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar talaði um agaleysi. „Agaleysi í ríkisfjármálum, skortur á langtímaáætlunum og skammsýni hefur slæmar afleiðingar bæði fyrir fólk og fyrirtæki í lanindu,“ segir Oddný. Skortur á vandaðri stefnumótun einkenni störf núverandi ráðherra og ljóst að fjárlög þessa árs muni ekki ganga eftir. „Og nýlegasta vísbendingin var kynnt í fjárlaganefnd í gær. Í fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir 145 milljónum króna í í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þótt hver maður hafi séð þegar stjórnarmeirihlutinn samþykkti fjárlög að það myndi ekki duga nema fyrir örfáuum verkefnum,“ segir Oddný. Nú sé tilkynnt að bæta eigi 850 milljónum í uppbyggingu ferðamannastaða og 1,8 milljörðum í viðhald vega á þessu ári. Minnihlutinn hafi lagt þetta til við fjárlagagerðina sjálfa í desember en það hafi verið fellt. Skammtímahugsun ríkisstjórnarinnar muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna tók undir þessa gagnrýni Oddnýjar. Legið hafi fyrir við fjárlagagerð að fjármunir til þessara mála væru ófullnægjandi. Steingrímur sagði ríkisstjórnina deila fjármunum á einstök verkefni án aðkomu Alþingis og spurði Vigdísi Hauksdóttur formann fjárlaganefndar hvort hún í teldi þetta góð vinnubrögð. „Hvernig rímar þetta við markmiðinn um að bæta stjórnsýslu og aga vinnubrögð samkvæmt frumvarpi um opinber fjármál sem er einmitt hér til meðhöndlunar í þinginu,“ spurði Steingrímur formann fjárlaganefndar. Vigdís sagði ríkisstjórnina forgangsraða í þágu innviða og fjölmargir ferðamannastaðir lægju undir skemmdum. Þessar fjárveitingar væru nauðsynlegar eftir að frumvarp um náttúrupassa náði ekki fram að ganga. Þá bæri að fagna auknum framlögum til vegagerðar. „Því ástandið á vegakerfi landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum. Því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli annarrar og þriðju umræðu hér í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir," segir Vigdís Hauksdóttir. Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tveir fyrrverandi fjármálaráðherrar gagnrýndu agaleysi og lausung í ríkisfjármálum á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin gripi til skyndiákvarðana um tæplega þriggja milljarða fjárveitinga til verkefna sem hægt hefði verið að gera ráð fyrir í fjárlögum. Þá væri umfangsmikil samgönguáætlun til fjögurra ára kynnt á lokadögum þings. Þingmenn gerðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukafjárveitingar til ferðamannastaða og vegagerðar upp á tæpa þrjá milljarða nú á lokadögum þingsins að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í dag. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar talaði um rassvasabókhald í þessum efnum. Það væri einnig undarlegt að leggja fram þingsályktun um samgönguáætlun til fjögurra ára á lokadögum þings. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar talaði um agaleysi. „Agaleysi í ríkisfjármálum, skortur á langtímaáætlunum og skammsýni hefur slæmar afleiðingar bæði fyrir fólk og fyrirtæki í lanindu,“ segir Oddný. Skortur á vandaðri stefnumótun einkenni störf núverandi ráðherra og ljóst að fjárlög þessa árs muni ekki ganga eftir. „Og nýlegasta vísbendingin var kynnt í fjárlaganefnd í gær. Í fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir 145 milljónum króna í í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þótt hver maður hafi séð þegar stjórnarmeirihlutinn samþykkti fjárlög að það myndi ekki duga nema fyrir örfáuum verkefnum,“ segir Oddný. Nú sé tilkynnt að bæta eigi 850 milljónum í uppbyggingu ferðamannastaða og 1,8 milljörðum í viðhald vega á þessu ári. Minnihlutinn hafi lagt þetta til við fjárlagagerðina sjálfa í desember en það hafi verið fellt. Skammtímahugsun ríkisstjórnarinnar muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna tók undir þessa gagnrýni Oddnýjar. Legið hafi fyrir við fjárlagagerð að fjármunir til þessara mála væru ófullnægjandi. Steingrímur sagði ríkisstjórnina deila fjármunum á einstök verkefni án aðkomu Alþingis og spurði Vigdísi Hauksdóttur formann fjárlaganefndar hvort hún í teldi þetta góð vinnubrögð. „Hvernig rímar þetta við markmiðinn um að bæta stjórnsýslu og aga vinnubrögð samkvæmt frumvarpi um opinber fjármál sem er einmitt hér til meðhöndlunar í þinginu,“ spurði Steingrímur formann fjárlaganefndar. Vigdís sagði ríkisstjórnina forgangsraða í þágu innviða og fjölmargir ferðamannastaðir lægju undir skemmdum. Þessar fjárveitingar væru nauðsynlegar eftir að frumvarp um náttúrupassa náði ekki fram að ganga. Þá bæri að fagna auknum framlögum til vegagerðar. „Því ástandið á vegakerfi landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum. Því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli annarrar og þriðju umræðu hér í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir," segir Vigdís Hauksdóttir.
Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira