Bjarni segir nauðsynlegt að ná sátt um virkjanamálin Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 19:30 Fjármálaráðherra vonar að sátt náist á Alþingi um afgreiðslu virkjanamálanna sem forseti tók af dagskrá þingsins í gærkvöldi til að skapa svigrúm til samninga. Stund skapaðist milli stríða þegar forseti Alþingis tók virkjanamálin af dagskrá í gærkvöldi. Fjöldi annarra mála bíður hins vegar afgreiðslu eins og sjá mátti á dagskrá þingsins í dag þegar þrjátíu og þrjú mál voru á dagskránni og önnur stór mál eru á leið til þings. „Mér finnst aðalatriðið við þessar aðstæður að það eru margir tugir mála sem hafa verið í vinnslu í þinginu í allan vetur sem hafa í raun verið lögð til hliðar.Þau mál sem eru fullunnin þurfa auðvitað að klárast,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þannig að mikil vinna nefnda og umsagnaraðila fari ekki til spillis. En síðan eru það stóru málin sem munu vafalaust taka drjúgan tíma í umræðum á Alþingi. „Augljóslega erum við með gjaldeyrishöftin. Við erum mögulega með einhverjar aðgerðir í húsnæðismálum, þótt þær gætu mögulega komið fram í haust. Við erum með frumvarp um opinber fjármál. Ég er með nokkur mál sem tengjast fjármálamarkaðnum. Aðrir ráðherrar eru með sín mál allt frá Þróunarsamvinnustofnun yfir í ólík önnur ráðuneyti, menntamál og annað þess háttar,“ segir Bjarni. En þótt stund sé milli stríða á Alþingi segir Bjarni virkjanamálunum ekki lokið þótt vonandi náist sátt um þau þannig að rammaáætlun haldi. „Þetta er ákveðin spegilmynd af því sem gerðist á síðasta kjörtímabili. Við þurfum flokkarnir í raun og veru að gera það upp við okkur hvort við ætlum að halda í þetta fyrirkomulag eða bara leggja það til hliðar. Því hafi ranglega verið haldið fram að meirihlutinn sé að rjúfa sátt. Það þurfi að taka grundvallarumræðuna upp á nýtt eins og tillaga meirihlutans feli í sér. Þannig að í þínum huga gæti alveg eins komið til greina að fara bara gömlu leiðina að Alþingi tæki ákvörðun um hverja virkjun fyrir sig? „Nei, ég er ekki tilbúinn til að mæla með því.Ég tel að við höfum einfaldlega náð það miklum árangri hingað til í að ná þverpólitískri sátt að við getum ekki látið þessa stöðu sem snýst um nokkra tiltekna kosti valda því að heildarsamkomulagið hrynji allt til grunna,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fjármálaráðherra vonar að sátt náist á Alþingi um afgreiðslu virkjanamálanna sem forseti tók af dagskrá þingsins í gærkvöldi til að skapa svigrúm til samninga. Stund skapaðist milli stríða þegar forseti Alþingis tók virkjanamálin af dagskrá í gærkvöldi. Fjöldi annarra mála bíður hins vegar afgreiðslu eins og sjá mátti á dagskrá þingsins í dag þegar þrjátíu og þrjú mál voru á dagskránni og önnur stór mál eru á leið til þings. „Mér finnst aðalatriðið við þessar aðstæður að það eru margir tugir mála sem hafa verið í vinnslu í þinginu í allan vetur sem hafa í raun verið lögð til hliðar.Þau mál sem eru fullunnin þurfa auðvitað að klárast,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þannig að mikil vinna nefnda og umsagnaraðila fari ekki til spillis. En síðan eru það stóru málin sem munu vafalaust taka drjúgan tíma í umræðum á Alþingi. „Augljóslega erum við með gjaldeyrishöftin. Við erum mögulega með einhverjar aðgerðir í húsnæðismálum, þótt þær gætu mögulega komið fram í haust. Við erum með frumvarp um opinber fjármál. Ég er með nokkur mál sem tengjast fjármálamarkaðnum. Aðrir ráðherrar eru með sín mál allt frá Þróunarsamvinnustofnun yfir í ólík önnur ráðuneyti, menntamál og annað þess háttar,“ segir Bjarni. En þótt stund sé milli stríða á Alþingi segir Bjarni virkjanamálunum ekki lokið þótt vonandi náist sátt um þau þannig að rammaáætlun haldi. „Þetta er ákveðin spegilmynd af því sem gerðist á síðasta kjörtímabili. Við þurfum flokkarnir í raun og veru að gera það upp við okkur hvort við ætlum að halda í þetta fyrirkomulag eða bara leggja það til hliðar. Því hafi ranglega verið haldið fram að meirihlutinn sé að rjúfa sátt. Það þurfi að taka grundvallarumræðuna upp á nýtt eins og tillaga meirihlutans feli í sér. Þannig að í þínum huga gæti alveg eins komið til greina að fara bara gömlu leiðina að Alþingi tæki ákvörðun um hverja virkjun fyrir sig? „Nei, ég er ekki tilbúinn til að mæla með því.Ég tel að við höfum einfaldlega náð það miklum árangri hingað til í að ná þverpólitískri sátt að við getum ekki látið þessa stöðu sem snýst um nokkra tiltekna kosti valda því að heildarsamkomulagið hrynji allt til grunna,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira