Bjarni segir nauðsynlegt að ná sátt um virkjanamálin Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 19:30 Fjármálaráðherra vonar að sátt náist á Alþingi um afgreiðslu virkjanamálanna sem forseti tók af dagskrá þingsins í gærkvöldi til að skapa svigrúm til samninga. Stund skapaðist milli stríða þegar forseti Alþingis tók virkjanamálin af dagskrá í gærkvöldi. Fjöldi annarra mála bíður hins vegar afgreiðslu eins og sjá mátti á dagskrá þingsins í dag þegar þrjátíu og þrjú mál voru á dagskránni og önnur stór mál eru á leið til þings. „Mér finnst aðalatriðið við þessar aðstæður að það eru margir tugir mála sem hafa verið í vinnslu í þinginu í allan vetur sem hafa í raun verið lögð til hliðar.Þau mál sem eru fullunnin þurfa auðvitað að klárast,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þannig að mikil vinna nefnda og umsagnaraðila fari ekki til spillis. En síðan eru það stóru málin sem munu vafalaust taka drjúgan tíma í umræðum á Alþingi. „Augljóslega erum við með gjaldeyrishöftin. Við erum mögulega með einhverjar aðgerðir í húsnæðismálum, þótt þær gætu mögulega komið fram í haust. Við erum með frumvarp um opinber fjármál. Ég er með nokkur mál sem tengjast fjármálamarkaðnum. Aðrir ráðherrar eru með sín mál allt frá Þróunarsamvinnustofnun yfir í ólík önnur ráðuneyti, menntamál og annað þess háttar,“ segir Bjarni. En þótt stund sé milli stríða á Alþingi segir Bjarni virkjanamálunum ekki lokið þótt vonandi náist sátt um þau þannig að rammaáætlun haldi. „Þetta er ákveðin spegilmynd af því sem gerðist á síðasta kjörtímabili. Við þurfum flokkarnir í raun og veru að gera það upp við okkur hvort við ætlum að halda í þetta fyrirkomulag eða bara leggja það til hliðar. Því hafi ranglega verið haldið fram að meirihlutinn sé að rjúfa sátt. Það þurfi að taka grundvallarumræðuna upp á nýtt eins og tillaga meirihlutans feli í sér. Þannig að í þínum huga gæti alveg eins komið til greina að fara bara gömlu leiðina að Alþingi tæki ákvörðun um hverja virkjun fyrir sig? „Nei, ég er ekki tilbúinn til að mæla með því.Ég tel að við höfum einfaldlega náð það miklum árangri hingað til í að ná þverpólitískri sátt að við getum ekki látið þessa stöðu sem snýst um nokkra tiltekna kosti valda því að heildarsamkomulagið hrynji allt til grunna,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fjármálaráðherra vonar að sátt náist á Alþingi um afgreiðslu virkjanamálanna sem forseti tók af dagskrá þingsins í gærkvöldi til að skapa svigrúm til samninga. Stund skapaðist milli stríða þegar forseti Alþingis tók virkjanamálin af dagskrá í gærkvöldi. Fjöldi annarra mála bíður hins vegar afgreiðslu eins og sjá mátti á dagskrá þingsins í dag þegar þrjátíu og þrjú mál voru á dagskránni og önnur stór mál eru á leið til þings. „Mér finnst aðalatriðið við þessar aðstæður að það eru margir tugir mála sem hafa verið í vinnslu í þinginu í allan vetur sem hafa í raun verið lögð til hliðar.Þau mál sem eru fullunnin þurfa auðvitað að klárast,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þannig að mikil vinna nefnda og umsagnaraðila fari ekki til spillis. En síðan eru það stóru málin sem munu vafalaust taka drjúgan tíma í umræðum á Alþingi. „Augljóslega erum við með gjaldeyrishöftin. Við erum mögulega með einhverjar aðgerðir í húsnæðismálum, þótt þær gætu mögulega komið fram í haust. Við erum með frumvarp um opinber fjármál. Ég er með nokkur mál sem tengjast fjármálamarkaðnum. Aðrir ráðherrar eru með sín mál allt frá Þróunarsamvinnustofnun yfir í ólík önnur ráðuneyti, menntamál og annað þess háttar,“ segir Bjarni. En þótt stund sé milli stríða á Alþingi segir Bjarni virkjanamálunum ekki lokið þótt vonandi náist sátt um þau þannig að rammaáætlun haldi. „Þetta er ákveðin spegilmynd af því sem gerðist á síðasta kjörtímabili. Við þurfum flokkarnir í raun og veru að gera það upp við okkur hvort við ætlum að halda í þetta fyrirkomulag eða bara leggja það til hliðar. Því hafi ranglega verið haldið fram að meirihlutinn sé að rjúfa sátt. Það þurfi að taka grundvallarumræðuna upp á nýtt eins og tillaga meirihlutans feli í sér. Þannig að í þínum huga gæti alveg eins komið til greina að fara bara gömlu leiðina að Alþingi tæki ákvörðun um hverja virkjun fyrir sig? „Nei, ég er ekki tilbúinn til að mæla með því.Ég tel að við höfum einfaldlega náð það miklum árangri hingað til í að ná þverpólitískri sátt að við getum ekki látið þessa stöðu sem snýst um nokkra tiltekna kosti valda því að heildarsamkomulagið hrynji allt til grunna,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira