Bjarni segir nauðsynlegt að ná sátt um virkjanamálin Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 19:30 Fjármálaráðherra vonar að sátt náist á Alþingi um afgreiðslu virkjanamálanna sem forseti tók af dagskrá þingsins í gærkvöldi til að skapa svigrúm til samninga. Stund skapaðist milli stríða þegar forseti Alþingis tók virkjanamálin af dagskrá í gærkvöldi. Fjöldi annarra mála bíður hins vegar afgreiðslu eins og sjá mátti á dagskrá þingsins í dag þegar þrjátíu og þrjú mál voru á dagskránni og önnur stór mál eru á leið til þings. „Mér finnst aðalatriðið við þessar aðstæður að það eru margir tugir mála sem hafa verið í vinnslu í þinginu í allan vetur sem hafa í raun verið lögð til hliðar.Þau mál sem eru fullunnin þurfa auðvitað að klárast,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þannig að mikil vinna nefnda og umsagnaraðila fari ekki til spillis. En síðan eru það stóru málin sem munu vafalaust taka drjúgan tíma í umræðum á Alþingi. „Augljóslega erum við með gjaldeyrishöftin. Við erum mögulega með einhverjar aðgerðir í húsnæðismálum, þótt þær gætu mögulega komið fram í haust. Við erum með frumvarp um opinber fjármál. Ég er með nokkur mál sem tengjast fjármálamarkaðnum. Aðrir ráðherrar eru með sín mál allt frá Þróunarsamvinnustofnun yfir í ólík önnur ráðuneyti, menntamál og annað þess háttar,“ segir Bjarni. En þótt stund sé milli stríða á Alþingi segir Bjarni virkjanamálunum ekki lokið þótt vonandi náist sátt um þau þannig að rammaáætlun haldi. „Þetta er ákveðin spegilmynd af því sem gerðist á síðasta kjörtímabili. Við þurfum flokkarnir í raun og veru að gera það upp við okkur hvort við ætlum að halda í þetta fyrirkomulag eða bara leggja það til hliðar. Því hafi ranglega verið haldið fram að meirihlutinn sé að rjúfa sátt. Það þurfi að taka grundvallarumræðuna upp á nýtt eins og tillaga meirihlutans feli í sér. Þannig að í þínum huga gæti alveg eins komið til greina að fara bara gömlu leiðina að Alþingi tæki ákvörðun um hverja virkjun fyrir sig? „Nei, ég er ekki tilbúinn til að mæla með því.Ég tel að við höfum einfaldlega náð það miklum árangri hingað til í að ná þverpólitískri sátt að við getum ekki látið þessa stöðu sem snýst um nokkra tiltekna kosti valda því að heildarsamkomulagið hrynji allt til grunna,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Fjármálaráðherra vonar að sátt náist á Alþingi um afgreiðslu virkjanamálanna sem forseti tók af dagskrá þingsins í gærkvöldi til að skapa svigrúm til samninga. Stund skapaðist milli stríða þegar forseti Alþingis tók virkjanamálin af dagskrá í gærkvöldi. Fjöldi annarra mála bíður hins vegar afgreiðslu eins og sjá mátti á dagskrá þingsins í dag þegar þrjátíu og þrjú mál voru á dagskránni og önnur stór mál eru á leið til þings. „Mér finnst aðalatriðið við þessar aðstæður að það eru margir tugir mála sem hafa verið í vinnslu í þinginu í allan vetur sem hafa í raun verið lögð til hliðar.Þau mál sem eru fullunnin þurfa auðvitað að klárast,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þannig að mikil vinna nefnda og umsagnaraðila fari ekki til spillis. En síðan eru það stóru málin sem munu vafalaust taka drjúgan tíma í umræðum á Alþingi. „Augljóslega erum við með gjaldeyrishöftin. Við erum mögulega með einhverjar aðgerðir í húsnæðismálum, þótt þær gætu mögulega komið fram í haust. Við erum með frumvarp um opinber fjármál. Ég er með nokkur mál sem tengjast fjármálamarkaðnum. Aðrir ráðherrar eru með sín mál allt frá Þróunarsamvinnustofnun yfir í ólík önnur ráðuneyti, menntamál og annað þess háttar,“ segir Bjarni. En þótt stund sé milli stríða á Alþingi segir Bjarni virkjanamálunum ekki lokið þótt vonandi náist sátt um þau þannig að rammaáætlun haldi. „Þetta er ákveðin spegilmynd af því sem gerðist á síðasta kjörtímabili. Við þurfum flokkarnir í raun og veru að gera það upp við okkur hvort við ætlum að halda í þetta fyrirkomulag eða bara leggja það til hliðar. Því hafi ranglega verið haldið fram að meirihlutinn sé að rjúfa sátt. Það þurfi að taka grundvallarumræðuna upp á nýtt eins og tillaga meirihlutans feli í sér. Þannig að í þínum huga gæti alveg eins komið til greina að fara bara gömlu leiðina að Alþingi tæki ákvörðun um hverja virkjun fyrir sig? „Nei, ég er ekki tilbúinn til að mæla með því.Ég tel að við höfum einfaldlega náð það miklum árangri hingað til í að ná þverpólitískri sátt að við getum ekki látið þessa stöðu sem snýst um nokkra tiltekna kosti valda því að heildarsamkomulagið hrynji allt til grunna,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira