Fyrstir til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2015 15:46 Írska öldungadeildarþingkonan Katherine Zappone kyssir verðandi eiginkonu sína Ann Louise Gilligan fyrir utan Dyflinnarkastala fyrr í dag. Vísir/AFP Fyrstu niðurstöður benda til þess að meirihluti Íra hafi kosið með því að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Þetta er í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt mál er útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rúmlega 3,2 milljónir manna voru á kjörskrá þar sem kosið var um hvort breyta ætti stjórnarskrá landsins til að heimila mætti hjónabönd samkynhneigðra. Ráðherrar írsku ríkisstjórnarinnar segjast telja að málið verði samþykkt og margir frammámenn nei-hreyfingarinnar hafa þegar viðurkennt ósigur. Kosið var í gær og hófst talning atkvæða í morgun. Í frétt BBC segir að svo virðist sem kjörsókn hafi verið „óvenjulega há“. Búist er við að endanleg úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Verði úrslit á þá leið líkt og allt bendir til, verður Írland fyrsta ríkið til að lögleiða hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Heilbrigðismálaráðherrann Leo Varadkar, sem kom út úr skápnum fyrr á árinu, fyrstur írskra ráðherra, sagði kosningabaráttuna einna helst hafa líkst félagslegri byltingu í landinu, en landið þykir íhaldssamt þar sem ítök kaþólsku kirkjunnar hafa verið mikil í gegnum árin. Fréttamaður írsku sjónvarpsstöðvarinnar RTE sagði að svo virtist sem um 75 prósent Dyflinnarbúa hafi kosið með lögleiðingu. David Quinn, talsmaður hinnar kaþólsku Iona-stofnunar sem barðist gegn lögleiðingu, sagðist í samtali við fjölmiðla að þetta virtist augljóslega vera mjög tilkomumikill sigur já-manna. Tengdar fréttir Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu Jafnréttismálaráðherra landsins segir Já-ið hafa sigrað. 23. maí 2015 09:43 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fyrstu niðurstöður benda til þess að meirihluti Íra hafi kosið með því að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Þetta er í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt mál er útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rúmlega 3,2 milljónir manna voru á kjörskrá þar sem kosið var um hvort breyta ætti stjórnarskrá landsins til að heimila mætti hjónabönd samkynhneigðra. Ráðherrar írsku ríkisstjórnarinnar segjast telja að málið verði samþykkt og margir frammámenn nei-hreyfingarinnar hafa þegar viðurkennt ósigur. Kosið var í gær og hófst talning atkvæða í morgun. Í frétt BBC segir að svo virðist sem kjörsókn hafi verið „óvenjulega há“. Búist er við að endanleg úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Verði úrslit á þá leið líkt og allt bendir til, verður Írland fyrsta ríkið til að lögleiða hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Heilbrigðismálaráðherrann Leo Varadkar, sem kom út úr skápnum fyrr á árinu, fyrstur írskra ráðherra, sagði kosningabaráttuna einna helst hafa líkst félagslegri byltingu í landinu, en landið þykir íhaldssamt þar sem ítök kaþólsku kirkjunnar hafa verið mikil í gegnum árin. Fréttamaður írsku sjónvarpsstöðvarinnar RTE sagði að svo virtist sem um 75 prósent Dyflinnarbúa hafi kosið með lögleiðingu. David Quinn, talsmaður hinnar kaþólsku Iona-stofnunar sem barðist gegn lögleiðingu, sagðist í samtali við fjölmiðla að þetta virtist augljóslega vera mjög tilkomumikill sigur já-manna.
Tengdar fréttir Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu Jafnréttismálaráðherra landsins segir Já-ið hafa sigrað. 23. maí 2015 09:43 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu Jafnréttismálaráðherra landsins segir Já-ið hafa sigrað. 23. maí 2015 09:43