Körfubolti

Golden State komið í 2-0 | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harden átti flottan leik fyrir Houston en það dugði ekki til.
Harden átti flottan leik fyrir Houston en það dugði ekki til. vísir/getty
Golden State Warriors komst í 2-0 í einvíginu við Houston Rockets í úrslitum Vestudeildarinnar í NBA eftir eins stigs sigur, 99-98, í öðrum leik liðanna í Oakland í nótt.

Golden State hefur unnið alla sex leiki liðanna í vetur en það mátti ekki tæpara standa í nótt. Houston átti síðustu sóknina í leiknum en James Harden tapaði boltanum á lokasekúndunum.

Harden átti annars magnaðan leik fyrir Houston með 38 stig, 10 fráköst og níu stoðsendingar. Dwight Howard var einnig öflugur með 19 stig og 17 fráköst.

Stephen Curry var sem fyrr stigahæstur hjá Golden State með 33 stig og þá átti Draymond Green afbragðs leik með 12 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar.

NBA

Tengdar fréttir

Dóttir þess besta stal sviðsljósinu frá pabba sínum | Myndband

Leikmenn Houston Rockets náðu ekki mikið að trufla Stephen Curry í nótt en besti leikmaður tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta skoraði þá 34 stig þegar lið hans Golden State Warriors vann fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Þessi "leikaraskapur" kostaði Curry 665 þúsund krónur

Stephen Curry, mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur, átti stórleik í sigri Golden State Warriors í fyrsta leik í úrslitum Vesturdeildarinnar en forráðamenn NBA voru hinsvegar ekki nógu ánægðir með kappann.

Sex NBA-leikir í beinni á Stöð 2 Sport á næstu sjö dögum

Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er í fullum gangi og nú standa yfir úrslit í Austur- og Vestudeildinni. Stöð 2 Sport mun sýna þrjá af fyrstu fjórum leikjunum í hvoru einvígi fyrir sig og sá fyrsti er í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×