Körfubolti

Tveir Clippers-menn í varnarliði ársins í NBA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Paul og Kawhi Leonard eru báðir í fyrsta varnarliði ársins í NBA-deildinni.
Chris Paul og Kawhi Leonard eru báðir í fyrsta varnarliði ársins í NBA-deildinni. vísir/getty
Kawhi Leonard, leikmaður San Antonio Spurs, fékk flest atkvæði í valinu á varnarliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta.

Leonard, sem var á dögunum valinn varnarmaður ársins í NBA, er einn þriggja sem eru í varnarliðinu í fyrsta sinn. Hinir eru Draymond Green frá Golden State Warriors og DeAndre Jordan, miðherji Los Angeles Clippers.

Samherji Jordan í Clippers, leikstjórnandinn Chris Paul, er einnig í liðinu ásamt Tony Allen frá Memphis Grizzlies. Þetta er fjórða árið í röð sem Paul er í varnarliðinu en Allen var valinn í þriðja sinn á ferlinum.

Í öðru varnarliði ársins voru eftirtaldir leikmenn: Anthony Davis (New Orleans Pelicans), Jimmy Butler (Chicago Bulls), Tim Duncan (San Antonio), John Wall (Washington Wizards), Andrew Bogut (Golden State).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×