Óttast að tekjulægri borgi skattalækkanirnar Linda Blöndal skrifar 30. maí 2015 19:30 Fjármagn til skattalækkana og uppbyggingar félagslegs húsnæðis er ekki á fjárlögum en ríkisstjórnin kynnti áform þess efnis í gær að lækka skatta og byggja félagslegt húsnæði. Árni Páll Árnason, segist óttast að kostnaðurinn lendi á þjónustugjöldum í heilbrigðiskerfinu.Bótaþegar sitji eftirFormenn stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra kynntu í gær aðgerðir í tengslum við kjarasamninga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélögin. Tekjuskattur á kjörtímabilinu verður lækkaður um næstum 16 milljarða, sem svarar til tæpra þrettán prósenta af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður sagði að í svörum fjármálaráðherra í vikunni á Alþingi hefði komið fram að bótaþegum yrðu ekki tryggð lágmarkslaun. Efasemdir um að nóg sé gert„Stærsta spurningin er að sjálfsögðu sú, verður öllum tryggt að þeir náði þessum þrjú hundruð þúsund krónum í lok samningstímans sem stefnt er að því að tryggja. Því miður virðist það ljóst, eftir því sem ríkisstjórnin segir að það muni ekki gilda um aldraða, öryrkja og atvinnulausa. Svo er líka spurning hvort það sé nægjanlega vel í lag varðandi húsnæðismálin og ég hef miklar efasemdir um að svo sé", sagði Árni Páll í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það er margt eftir óljóst í þeim málaflokki", segir hann. Ekki í fjárlögumUm 2,5 milljarðar fara árlega næstu fjögur árin í uppbyggingu 2300 félagslegra íbúða og 2 milljarðar fara í annan kostnað vegna aukinna húsnæðis bóta. Aðgerðirnar munu kosta alls 34 milljarða króna á næstu fjórum árum. „Það er hvergi gert ráð fyrir þessu í fjárlögum og við höfum séð ríkisstjórnina hingað til fara mjög öfugsnúna leið þegar kemur að því loka gati eins og því sem blasir nú við að brúa. Það hefur ríkisstjórnin gert með því að auka almennar álögur á fólk, óháð því hvaða tekjur það hefur. Það væri auðvitað hræðilega niðurstaða að ef afleiðingin af þessari breytingu, sem vissulega mun nýtast vel millitekjufólki, að ef afleiðingin yrði að við myndum á endanum borga fyrir þetta allt sjálf með því að það verði bara dýrara að fara til læknis og kaupa lyf", segir Árni Páll og slíkt myndi bitna allra þyngst á þeim sem ríkisstjórnin ætlar að skilja eftir, það er að segja, öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum. Tillögur um bótakerfið kynntar í sumarStarfshópur sem vinnur að breytingum á bótakerfi öryrkja og aldraðra mun skila af sér tillögum til ríkisstjórnarinnar síðsumars en ekki er víst hvaða línur verða lagðar þá nema að lagt verður til að ellilífeyrisaldur muni hækka yfir langan tíma. Útfærslur á aðgerðunum í gær eru um margt óljósar enn en Árni Páll telur að svo virðist sem þær séu til þes fallnar að vinna gegn jöfnuði meðal tekjuhópa. Alþingi Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Fjármagn til skattalækkana og uppbyggingar félagslegs húsnæðis er ekki á fjárlögum en ríkisstjórnin kynnti áform þess efnis í gær að lækka skatta og byggja félagslegt húsnæði. Árni Páll Árnason, segist óttast að kostnaðurinn lendi á þjónustugjöldum í heilbrigðiskerfinu.Bótaþegar sitji eftirFormenn stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra kynntu í gær aðgerðir í tengslum við kjarasamninga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélögin. Tekjuskattur á kjörtímabilinu verður lækkaður um næstum 16 milljarða, sem svarar til tæpra þrettán prósenta af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður sagði að í svörum fjármálaráðherra í vikunni á Alþingi hefði komið fram að bótaþegum yrðu ekki tryggð lágmarkslaun. Efasemdir um að nóg sé gert„Stærsta spurningin er að sjálfsögðu sú, verður öllum tryggt að þeir náði þessum þrjú hundruð þúsund krónum í lok samningstímans sem stefnt er að því að tryggja. Því miður virðist það ljóst, eftir því sem ríkisstjórnin segir að það muni ekki gilda um aldraða, öryrkja og atvinnulausa. Svo er líka spurning hvort það sé nægjanlega vel í lag varðandi húsnæðismálin og ég hef miklar efasemdir um að svo sé", sagði Árni Páll í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það er margt eftir óljóst í þeim málaflokki", segir hann. Ekki í fjárlögumUm 2,5 milljarðar fara árlega næstu fjögur árin í uppbyggingu 2300 félagslegra íbúða og 2 milljarðar fara í annan kostnað vegna aukinna húsnæðis bóta. Aðgerðirnar munu kosta alls 34 milljarða króna á næstu fjórum árum. „Það er hvergi gert ráð fyrir þessu í fjárlögum og við höfum séð ríkisstjórnina hingað til fara mjög öfugsnúna leið þegar kemur að því loka gati eins og því sem blasir nú við að brúa. Það hefur ríkisstjórnin gert með því að auka almennar álögur á fólk, óháð því hvaða tekjur það hefur. Það væri auðvitað hræðilega niðurstaða að ef afleiðingin af þessari breytingu, sem vissulega mun nýtast vel millitekjufólki, að ef afleiðingin yrði að við myndum á endanum borga fyrir þetta allt sjálf með því að það verði bara dýrara að fara til læknis og kaupa lyf", segir Árni Páll og slíkt myndi bitna allra þyngst á þeim sem ríkisstjórnin ætlar að skilja eftir, það er að segja, öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum. Tillögur um bótakerfið kynntar í sumarStarfshópur sem vinnur að breytingum á bótakerfi öryrkja og aldraðra mun skila af sér tillögum til ríkisstjórnarinnar síðsumars en ekki er víst hvaða línur verða lagðar þá nema að lagt verður til að ellilífeyrisaldur muni hækka yfir langan tíma. Útfærslur á aðgerðunum í gær eru um margt óljósar enn en Árni Páll telur að svo virðist sem þær séu til þes fallnar að vinna gegn jöfnuði meðal tekjuhópa.
Alþingi Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira