Körfubolti

NBA gerir risasamning við Nike

Hér má sjá skóinn hjá LeBron James. Hann spilar í Nike.
Hér má sjá skóinn hjá LeBron James. Hann spilar í Nike. vísir/getty
NBA er að skipta um búningaframleiðanda en Nike mun taka við af Adidas leiktíðina 2017-18.

Þetta er risasamningur sem er talinn vera 133 milljarða virði. Það er þá hækkun upp á 245 prósent á ári frá síðasta samningi.

Adidas hefur verið íþróttavöruframleiðandi NBA frá 2006 en þá tók Adidas við af Reebok. Adidas vildi halda samstarfinu áfram en tapaði baráttunni fyrir Nike.

Í nýja samningnum er sérstakt ákvæði um að merki íþróttavöruframleiðandans verði á búningum liðanna. Það verður í fyrsta skipti í sögu NBA sem merkið framleiðandans verður á búningunum.

Nike er einnig með NFL-deildina á sínum snærum og er með samning við NFL til ársins 2019. Samningurinn við NBA er til átta ára.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×