„Lágkúra“ og „ódrengskapur“ á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júní 2015 14:56 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/GVA Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var vægast sagt ósáttur við ummæli sem Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lét falla í seinustu ræðunni undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Jón gerði þá að umtalsefni kísilverksmiðjuna á Bakka og lagði út af orðum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem hún hafði látið falla fyrr í umræðunni. Lilja talaði um mikilvægi þess að fylgja rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, ekki síst vegna þess sem hún sagði vera þrýsting frá fyrirtækjum og stóriðju um uppbyggingu. Þá nefndi hún einnig lög um ívilnanir í nýfjárfestingum og mikilvægi þess að fylgja þeim ramma. Formaður atvinnuveganefndar sagði Bakka langt út fyrir ívilnunarlögin sem Lilja Rafney nefndi: „Það hefði þurft sérákævði til þess að það verkefni færi í gegn til hliðar við ívilnunarlögin. [...] Þetta er tvískinnungshátturinn í málflutningnum í þessu máli hjá þessu fólki sem er tilbúinn að styðja það af því það hentar kjördæmi formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, sem kom með málið inn í þingið, þá er þetta allt í lagi. En þegar kemur að öðrum kjördæmum og öðrum málum þá fara menn að flækja sig í einhverjum forsendu [...] þannig að það rýkur úr hausnum á þeim sjálfum og þau skilja ekki sjálf um hvað þau eru að tala.“ Liðnum Störf þingsins lauk svo en Steingrímur J. kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Hann sagði að honum þætti það varla við hæfi að þingmenn gætu notað ræðutíma sinn í að nafngreina aðrar þingmenn og rægja þá út í eitt. Steingrímur sagði að honum fyndist að forseti mætti gera athugasemdir við slíkan málflutning. „Það er auðvitað ekki boðlegt að þingmenn þurfi að sæta því, og sitja undir því, dauðir eins og það er kallað í umræðu, og geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Auðvitað kippi ég mér ekki mikið upp við skítadreifarana frá háttvirtum þingmanni Jóni Gunnarssyni og ég mun hafa tækifæri síðar til að jafna þá reikninga ef svo ber undir. En mér er meira umhugað um það að svona lagað sé ekki látið líðast hérna í störfum þingsins. Að svona lágkúra og ódrengskapur að vega að mönnum sem ekki geta svarað og hafa ekki ræðurétt í umræðu sé látin viðgangast en auðvitað er skömmin háttvirts þingmanns.“ Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var vægast sagt ósáttur við ummæli sem Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lét falla í seinustu ræðunni undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Jón gerði þá að umtalsefni kísilverksmiðjuna á Bakka og lagði út af orðum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem hún hafði látið falla fyrr í umræðunni. Lilja talaði um mikilvægi þess að fylgja rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, ekki síst vegna þess sem hún sagði vera þrýsting frá fyrirtækjum og stóriðju um uppbyggingu. Þá nefndi hún einnig lög um ívilnanir í nýfjárfestingum og mikilvægi þess að fylgja þeim ramma. Formaður atvinnuveganefndar sagði Bakka langt út fyrir ívilnunarlögin sem Lilja Rafney nefndi: „Það hefði þurft sérákævði til þess að það verkefni færi í gegn til hliðar við ívilnunarlögin. [...] Þetta er tvískinnungshátturinn í málflutningnum í þessu máli hjá þessu fólki sem er tilbúinn að styðja það af því það hentar kjördæmi formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, sem kom með málið inn í þingið, þá er þetta allt í lagi. En þegar kemur að öðrum kjördæmum og öðrum málum þá fara menn að flækja sig í einhverjum forsendu [...] þannig að það rýkur úr hausnum á þeim sjálfum og þau skilja ekki sjálf um hvað þau eru að tala.“ Liðnum Störf þingsins lauk svo en Steingrímur J. kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Hann sagði að honum þætti það varla við hæfi að þingmenn gætu notað ræðutíma sinn í að nafngreina aðrar þingmenn og rægja þá út í eitt. Steingrímur sagði að honum fyndist að forseti mætti gera athugasemdir við slíkan málflutning. „Það er auðvitað ekki boðlegt að þingmenn þurfi að sæta því, og sitja undir því, dauðir eins og það er kallað í umræðu, og geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Auðvitað kippi ég mér ekki mikið upp við skítadreifarana frá háttvirtum þingmanni Jóni Gunnarssyni og ég mun hafa tækifæri síðar til að jafna þá reikninga ef svo ber undir. En mér er meira umhugað um það að svona lagað sé ekki látið líðast hérna í störfum þingsins. Að svona lágkúra og ódrengskapur að vega að mönnum sem ekki geta svarað og hafa ekki ræðurétt í umræðu sé látin viðgangast en auðvitað er skömmin háttvirts þingmanns.“
Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira