Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2015 18:30 Þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi eftir viku snýst um að Grikkir haldi virðingu sinni, voninni og lýðræðinu að mati forsætisráðherra landsins. Grikkir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgun á láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag og bankar í landinu verða lokaðir á morgun. Seðlabanki Evrópu ætlar að halda áfram að útvega Seðlabanka Grikklands lausafé en mun ekki fjármagna 1,6 milljarða evra afborgun á láni landsins til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag. Gríska þingið samþykkti með drjúgum meirihluta atkvæða s.l. nótt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldamál þjóðarinnar eftir slétta viku. Grikkir eru á barmi þjóðargjaldþrots eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra við lánadrottna í Brussel í gær. Gríska þingið kom saman til þingfundar í gærdag og stóð fundurinn fram á nótt. Stjórnarandstaðan sem aðallega eru vinstriflokkar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna glapræði þar sem hún muni ekki snúast um tiltekin lánapakka. „Gríska þjóðin hefur verið kölluð til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hún segi já eða nei við Evrópu og evruna. En ég hef sagt frá upphafi og vil ítreka það mjög ítarlega nú að Grikkir vilja tilheyra hjarta Evrópu,“ sagði Antonis Samaras formaður Nýja lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins á þingfundi í nótt. Þótt almenningur í Grikklandi sé fremur hlynntur Evrópusambandinu og evrunni eru margir sammála Alexis Tsapris forsætisráðherra um að skilyrði lánadrottna séu of ströng og niðurlægjandi fyrir þjóðina. Það ríkir hins vegar ótti um framhaldið og því hafa verið langar biðraðir við hraðbanka landsins af hræðslu við að bankarnir tæmist eða höft verði sett á hversu mikið má taka út úr þeim. Forsætisráðherrann segir landið þar sem lýðræðið fæddist ekki láta fjármálaráðherra Þýskalands eða framkvæmdastjóra evrusamstarfsins segja sér fyrir verkum. Þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram hvað sem félagar Grikklands í Evrópusambandinu segi og farið verði eftir niðurstöðu hennar. „Þetta snýst um að velja virðinguna, vonina og áframhald lýðræðis. Komandi kynslóðir eiga þetta inni hjá okkur og við skuldum grísku þjóðinni sem fært hefur miklar fórnir til að verja sjálfstæði þjóðarinnar að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Þetta er frjálst fólk. Til að við getum haldið áfram að vera stolt og lýðræðisleg munum við mæta áskorunum þessarar baráttu. Baráttu sögunnar og framtíðar fólksins í landinu sem á skilið að eiga sér von,“ sagði Tsapris og uppskar mikið lófaklapp stuðningsmanna sinna. Að lokum voru greidd atkvæði um tillögu forsætisráðherra um að setja nýjustu lánaskilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí og var hún samþykkt með 178 atkvæðum gegn 120. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi eftir viku snýst um að Grikkir haldi virðingu sinni, voninni og lýðræðinu að mati forsætisráðherra landsins. Grikkir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgun á láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag og bankar í landinu verða lokaðir á morgun. Seðlabanki Evrópu ætlar að halda áfram að útvega Seðlabanka Grikklands lausafé en mun ekki fjármagna 1,6 milljarða evra afborgun á láni landsins til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag. Gríska þingið samþykkti með drjúgum meirihluta atkvæða s.l. nótt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldamál þjóðarinnar eftir slétta viku. Grikkir eru á barmi þjóðargjaldþrots eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra við lánadrottna í Brussel í gær. Gríska þingið kom saman til þingfundar í gærdag og stóð fundurinn fram á nótt. Stjórnarandstaðan sem aðallega eru vinstriflokkar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna glapræði þar sem hún muni ekki snúast um tiltekin lánapakka. „Gríska þjóðin hefur verið kölluð til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hún segi já eða nei við Evrópu og evruna. En ég hef sagt frá upphafi og vil ítreka það mjög ítarlega nú að Grikkir vilja tilheyra hjarta Evrópu,“ sagði Antonis Samaras formaður Nýja lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins á þingfundi í nótt. Þótt almenningur í Grikklandi sé fremur hlynntur Evrópusambandinu og evrunni eru margir sammála Alexis Tsapris forsætisráðherra um að skilyrði lánadrottna séu of ströng og niðurlægjandi fyrir þjóðina. Það ríkir hins vegar ótti um framhaldið og því hafa verið langar biðraðir við hraðbanka landsins af hræðslu við að bankarnir tæmist eða höft verði sett á hversu mikið má taka út úr þeim. Forsætisráðherrann segir landið þar sem lýðræðið fæddist ekki láta fjármálaráðherra Þýskalands eða framkvæmdastjóra evrusamstarfsins segja sér fyrir verkum. Þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram hvað sem félagar Grikklands í Evrópusambandinu segi og farið verði eftir niðurstöðu hennar. „Þetta snýst um að velja virðinguna, vonina og áframhald lýðræðis. Komandi kynslóðir eiga þetta inni hjá okkur og við skuldum grísku þjóðinni sem fært hefur miklar fórnir til að verja sjálfstæði þjóðarinnar að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Þetta er frjálst fólk. Til að við getum haldið áfram að vera stolt og lýðræðisleg munum við mæta áskorunum þessarar baráttu. Baráttu sögunnar og framtíðar fólksins í landinu sem á skilið að eiga sér von,“ sagði Tsapris og uppskar mikið lófaklapp stuðningsmanna sinna. Að lokum voru greidd atkvæði um tillögu forsætisráðherra um að setja nýjustu lánaskilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí og var hún samþykkt með 178 atkvæðum gegn 120.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02
Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27