Skilur yfirlýsingar Sigmundar um fylgi Pírata Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. júní 2015 12:15 Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati segir að auðvitað þætti pólitískum andstæðingum það áhyggjuefni ef flokkurinn fengi 30-40 prósenta fylgi í kosningum. vísir/gva Þingflokksformaður Pírata skilur að forsætisráðherra hræðist það að fylgi Pírata haldi sér. Hann segist ekki vita hvaða gildum yrði stefnt í hættu nái Píratar 30 til 40 prósenta fylgi, líkt og ráðherrann segir að muni gerast. Allt önnur stefna hjá Pírötum Sigmundur Davíð segir í viðtali við DV í dag að ef Píratar fengju 30 til 40 prósenta fylgi í kosningum þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið. Hann segir það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt ef byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum. Hann telur það þó ekki muni gerast. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segist ekki vita hvaða gildi Sigmundur talar um. „Hann talar þarna um einhver gildi sem Íslendingar eiga að hafa verið að byggja upp síðustu áratugi og mér finnst óljóst hvað hann eigi við með þeim en alla vega þau gildi sem við höfum lagt höfuðáherslu á eru lýðræðisumbætur,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur engar líkur á að Píratar komist til valda. Það yrði mikið áhyggjuefni fyrir land og þjóð.vísir/vilhelm Skilur yfirlýsinguna Helgi segist ekki vera sammála Sigmundi Davíð um að það sé áhyggjuefni fyrir samfélagið ef Píratar ná áhrifum en skilur þó að hann skuli segja það. „Auðvitað þætti honum það áhyggjuefni og auðvitað þætti pólitískum andstæðingum okkur það áhyggjuefni og ég veit ekki hvers vegna hann ætti að segja eitthvað annað né hvernig ég ætti að svara því, ef ég segi alveg eins og er,“ segir hann.Óvíst með fylgisþróunina Sigmundur Davíð segir við DV að hann telji ekki líkur á að Píratar fái jafn mikið fylgi og þeir mælast með í skoðanakönnunum í næstu kosningum. Helgi Hrafn segir margt geti gerst á þeim tveimur árum sem eru til kosninga. „Ég þori bara ekkert að segja um það ef ég á að segja alveg eins og er. Það eru tvö ár í kosningar og það er ýmislegt sem getur gerst á þeim tíma, vissulega. Ég meina, ég veit ekki frekar en hver annar hvernig fylgið muni þróast. Auðvitað kemur þetta öllum á óvart held ég, þar á meðal okkur, þannig að ég veit ekki hvað ég geti sagt með neinni vissu um það hvernig fylgið muni þróast næstu tvö ár,“ segir hann. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata skilur að forsætisráðherra hræðist það að fylgi Pírata haldi sér. Hann segist ekki vita hvaða gildum yrði stefnt í hættu nái Píratar 30 til 40 prósenta fylgi, líkt og ráðherrann segir að muni gerast. Allt önnur stefna hjá Pírötum Sigmundur Davíð segir í viðtali við DV í dag að ef Píratar fengju 30 til 40 prósenta fylgi í kosningum þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið. Hann segir það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt ef byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum. Hann telur það þó ekki muni gerast. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segist ekki vita hvaða gildi Sigmundur talar um. „Hann talar þarna um einhver gildi sem Íslendingar eiga að hafa verið að byggja upp síðustu áratugi og mér finnst óljóst hvað hann eigi við með þeim en alla vega þau gildi sem við höfum lagt höfuðáherslu á eru lýðræðisumbætur,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur engar líkur á að Píratar komist til valda. Það yrði mikið áhyggjuefni fyrir land og þjóð.vísir/vilhelm Skilur yfirlýsinguna Helgi segist ekki vera sammála Sigmundi Davíð um að það sé áhyggjuefni fyrir samfélagið ef Píratar ná áhrifum en skilur þó að hann skuli segja það. „Auðvitað þætti honum það áhyggjuefni og auðvitað þætti pólitískum andstæðingum okkur það áhyggjuefni og ég veit ekki hvers vegna hann ætti að segja eitthvað annað né hvernig ég ætti að svara því, ef ég segi alveg eins og er,“ segir hann.Óvíst með fylgisþróunina Sigmundur Davíð segir við DV að hann telji ekki líkur á að Píratar fái jafn mikið fylgi og þeir mælast með í skoðanakönnunum í næstu kosningum. Helgi Hrafn segir margt geti gerst á þeim tveimur árum sem eru til kosninga. „Ég þori bara ekkert að segja um það ef ég á að segja alveg eins og er. Það eru tvö ár í kosningar og það er ýmislegt sem getur gerst á þeim tíma, vissulega. Ég meina, ég veit ekki frekar en hver annar hvernig fylgið muni þróast. Auðvitað kemur þetta öllum á óvart held ég, þar á meðal okkur, þannig að ég veit ekki hvað ég geti sagt með neinni vissu um það hvernig fylgið muni þróast næstu tvö ár,“ segir hann.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06