Vilja öll afnema bann við guðlasti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. júní 2015 12:15 Unnur Brá er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Vilhelm Samstaða ríkir um afnám ákvæðis sem bannar guðlast í almennum hegningarlögum í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Skiptar skoðanir eru á afnáminu á meðal trúfélaga en þjóðkirkjan styður breytingarnar. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær. Rétti tíminn núna Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum Pírata í vetur en það fellst í því að fella á brott ákvæði hegningarlaga sem leggja bann við guðlasti. Í núgildandi lögum segir að hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið hafi verið afgreitt samhljóða úr nefndinni. „Það er alla vega niðurstaða nefndarinnar að þetta sé tímabært, að afnema þetta ákvæði,“ segir hún. Ekki allir sammála nefndinni Fjöldi gesta var boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir málið. Unnur Brá segir að skiptar skoðanir hafi verið á breytingunum en bendir á að önnur ákvæði hegningarlaga um hatursáróður haldi sér. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir hjá ýmsum en flestir voru sammála því að þetta mætti missa sín. Svo er auðvitað alveg ljós að ákvæði 233. greinar a í hegningarlögunum um hatursorðærðu og hatursorðræðu helst óbreytt og það er auðvitað ákvæði sem skiptir máli,“ segir þingkonan. Unnur Brá segist ekki vita hvort það náist að afgreiða frumvarpið sem lög fyrir þinglok. Hún segir málið vera úr höndum nefndarinnar og nú taki við samningar þingflokksformanna um hvaða mál klárast fyrir þinglok. Hún segir ómögulegt að segja til um hvort átök verða um málið í þinginu þó að samstaða hafi verið um frumvarpið í nefndinni. Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Samstaða ríkir um afnám ákvæðis sem bannar guðlast í almennum hegningarlögum í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Skiptar skoðanir eru á afnáminu á meðal trúfélaga en þjóðkirkjan styður breytingarnar. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær. Rétti tíminn núna Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum Pírata í vetur en það fellst í því að fella á brott ákvæði hegningarlaga sem leggja bann við guðlasti. Í núgildandi lögum segir að hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið hafi verið afgreitt samhljóða úr nefndinni. „Það er alla vega niðurstaða nefndarinnar að þetta sé tímabært, að afnema þetta ákvæði,“ segir hún. Ekki allir sammála nefndinni Fjöldi gesta var boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir málið. Unnur Brá segir að skiptar skoðanir hafi verið á breytingunum en bendir á að önnur ákvæði hegningarlaga um hatursáróður haldi sér. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir hjá ýmsum en flestir voru sammála því að þetta mætti missa sín. Svo er auðvitað alveg ljós að ákvæði 233. greinar a í hegningarlögunum um hatursorðærðu og hatursorðræðu helst óbreytt og það er auðvitað ákvæði sem skiptir máli,“ segir þingkonan. Unnur Brá segist ekki vita hvort það náist að afgreiða frumvarpið sem lög fyrir þinglok. Hún segir málið vera úr höndum nefndarinnar og nú taki við samningar þingflokksformanna um hvaða mál klárast fyrir þinglok. Hún segir ómögulegt að segja til um hvort átök verða um málið í þinginu þó að samstaða hafi verið um frumvarpið í nefndinni.
Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira