Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2015 15:38 Bjarni Benediktsson er ósáttur með stjórnarandstöðuna. Vísir „Herra forseti það er kominn 22. júní. Það þýðir að við erum búin að vera hér í meira en þrjár vikur í óvissuferð. Það fer að hafa áhrif á starfsanda hér á þinginu þegar hver dagur er meiri óvissuferð en sá sem á undan kom,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson benti á að ríkisstjórnin hefði fengið meirihluta atkvæða í síðustu Alþingiskosningum en orð hans reittu þingmenn stjórnarandstöðunnar til reiði. Þingmenn flokka í stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna þingstörf og hversu seint mál ríkisstjórnarinnar koma fram. Starfsáætlun fyrir sumarþing liggur ekki fyrir og hefur Alþingi starfað í þrjár vikur án starfsáætlunar. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, sagði að ríkisstjórnin yrði að gera áætlun um hver forgangsmál yrðu. „Ég hlýt að kalla eftir því að það sé rætt með hvaða hætti þinghald verður hér í sumar.“Guðmundur Steingrímsson er ósáttur við störf þingsins.vísir/vilhelmEnginn vilji til að ná samkomulagi „Forseti það eru nú þrjár vikur síðan að starfsáætlun lauk. Það er ljóst að meirihlutanum er fyrirmunað að leggja fram nokkra raunhæfa áætlun um þinglok,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún sagði engin merki um að von væri á starfsáætlun frá forseta þingsins. Hún óskaði eftir því fyrir hönd Vinstri grænna að lögð yrði fram starfsáætlun svo að þingmenn gætu sinnt störfum sínum. „Ég vil taka undir þessa beiðni um að það verði sett starfsáætlun fyrir sumarþingið,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Ég held reyndar að það væri vel hægt ef menn vildu að það væri vel hægt að setjast niður og ná samkomulagi um að ljúka þinginu. Það eru nokkur álitamál sem standa í fólki og það væri vel hægt að leysa þau ef vilji er fyrir hendi.“ Hann sagði þó að hann teldi engan vilja vera fyrir hendi.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/gvaMinnihlutinn á þingi stilli meirihlutanum upp við vegg Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, svaraði aðfinnslum stjórnarandstöðunnar á þann veg að stjórnarandstaðan hefði haldið þinginu í gíslingu með því að misnota fundarliði eins og fundarstjórn forseta til þess að beita málþófi. „Stjórnarandstaðan sendir skilaboð um að það megi ekki ljúka ákveðnum málum,“ sagði Bjarni. Hann nefndi andstöðu minnihlutans við makrílfrumvarpið, frumvarpi um rammaáætlun og fleiri mál. „Það eru takmörk fyrir því í hversu mörgum málum stjórnarandstaðan getur stillt ríkisstjórninni upp við vegg, meirihlutaviljanum á þinginu, og sagt þetta kemur ekki til greina.“ Bjarni benti þingmönnum á að öllum ætti að vera ljóst að hér hefðu verið kosningar og því hefði meirihluti Alþingis stuðning þjóðarinnar.Sagði skilgreiningu Bjarna lýsa grunnu lýðræði Ræða Bjarna féll ekki í kramið hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Jón Þór Ólason sagði Bjarna lýsa ákaflega grunnu lýðræði og að hann væri ekki sammála þeirri skilgreiningu. „Landsmenn vilja fá dýpra lýðræði.“ Hann benti á að um fimmtíu þúsund undirskriftir hefðu safnast gegn makrílfrumvarpi.Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, snöggreiddist yfir orðum Bjarna.VísirKatrín Júlíusdóttir lýsti yfir óánægju sinni með orð Bjarna. Hún sagði það þó alveg rétt hjá honum að stjórnarandstaðan myndi ekki hleypa í gegn málum sem ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar og lýðræðishugsjóninni. Hún sagði það ótækt að Bjarni kæmi upp í pontu og ysi reiðiorðum yfir þingheim.Guðbjartur spurði hver munurinn væri á einræðisríki og lýðræðisríki „Mikið er málflutningur hæstvirts fjármálaráðherra dapurlegur,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata. „Sér í lagi þegar horft er á hans verklag á síðasta þingi þegar hann var í stjórnarandstöðu. Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín,“ sagði Birgitta þegar hún gekk úr pontu. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hvort fjármálaráðherra væri kunnugt um hvað það væri sem skilur að einræðis- og lýðræðisríkja. „Það er tækifæri til að hafa skoðanir,“ sagði hann og bætti við að það sé ætlast til þess að stjórnarflokkar semji við flokka sem eru í minnihluta á þinginu. Alþingi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
„Herra forseti það er kominn 22. júní. Það þýðir að við erum búin að vera hér í meira en þrjár vikur í óvissuferð. Það fer að hafa áhrif á starfsanda hér á þinginu þegar hver dagur er meiri óvissuferð en sá sem á undan kom,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson benti á að ríkisstjórnin hefði fengið meirihluta atkvæða í síðustu Alþingiskosningum en orð hans reittu þingmenn stjórnarandstöðunnar til reiði. Þingmenn flokka í stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna þingstörf og hversu seint mál ríkisstjórnarinnar koma fram. Starfsáætlun fyrir sumarþing liggur ekki fyrir og hefur Alþingi starfað í þrjár vikur án starfsáætlunar. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, sagði að ríkisstjórnin yrði að gera áætlun um hver forgangsmál yrðu. „Ég hlýt að kalla eftir því að það sé rætt með hvaða hætti þinghald verður hér í sumar.“Guðmundur Steingrímsson er ósáttur við störf þingsins.vísir/vilhelmEnginn vilji til að ná samkomulagi „Forseti það eru nú þrjár vikur síðan að starfsáætlun lauk. Það er ljóst að meirihlutanum er fyrirmunað að leggja fram nokkra raunhæfa áætlun um þinglok,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún sagði engin merki um að von væri á starfsáætlun frá forseta þingsins. Hún óskaði eftir því fyrir hönd Vinstri grænna að lögð yrði fram starfsáætlun svo að þingmenn gætu sinnt störfum sínum. „Ég vil taka undir þessa beiðni um að það verði sett starfsáætlun fyrir sumarþingið,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Ég held reyndar að það væri vel hægt ef menn vildu að það væri vel hægt að setjast niður og ná samkomulagi um að ljúka þinginu. Það eru nokkur álitamál sem standa í fólki og það væri vel hægt að leysa þau ef vilji er fyrir hendi.“ Hann sagði þó að hann teldi engan vilja vera fyrir hendi.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/gvaMinnihlutinn á þingi stilli meirihlutanum upp við vegg Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, svaraði aðfinnslum stjórnarandstöðunnar á þann veg að stjórnarandstaðan hefði haldið þinginu í gíslingu með því að misnota fundarliði eins og fundarstjórn forseta til þess að beita málþófi. „Stjórnarandstaðan sendir skilaboð um að það megi ekki ljúka ákveðnum málum,“ sagði Bjarni. Hann nefndi andstöðu minnihlutans við makrílfrumvarpið, frumvarpi um rammaáætlun og fleiri mál. „Það eru takmörk fyrir því í hversu mörgum málum stjórnarandstaðan getur stillt ríkisstjórninni upp við vegg, meirihlutaviljanum á þinginu, og sagt þetta kemur ekki til greina.“ Bjarni benti þingmönnum á að öllum ætti að vera ljóst að hér hefðu verið kosningar og því hefði meirihluti Alþingis stuðning þjóðarinnar.Sagði skilgreiningu Bjarna lýsa grunnu lýðræði Ræða Bjarna féll ekki í kramið hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Jón Þór Ólason sagði Bjarna lýsa ákaflega grunnu lýðræði og að hann væri ekki sammála þeirri skilgreiningu. „Landsmenn vilja fá dýpra lýðræði.“ Hann benti á að um fimmtíu þúsund undirskriftir hefðu safnast gegn makrílfrumvarpi.Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, snöggreiddist yfir orðum Bjarna.VísirKatrín Júlíusdóttir lýsti yfir óánægju sinni með orð Bjarna. Hún sagði það þó alveg rétt hjá honum að stjórnarandstaðan myndi ekki hleypa í gegn málum sem ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar og lýðræðishugsjóninni. Hún sagði það ótækt að Bjarni kæmi upp í pontu og ysi reiðiorðum yfir þingheim.Guðbjartur spurði hver munurinn væri á einræðisríki og lýðræðisríki „Mikið er málflutningur hæstvirts fjármálaráðherra dapurlegur,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata. „Sér í lagi þegar horft er á hans verklag á síðasta þingi þegar hann var í stjórnarandstöðu. Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín,“ sagði Birgitta þegar hún gekk úr pontu. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hvort fjármálaráðherra væri kunnugt um hvað það væri sem skilur að einræðis- og lýðræðisríkja. „Það er tækifæri til að hafa skoðanir,“ sagði hann og bætti við að það sé ætlast til þess að stjórnarflokkar semji við flokka sem eru í minnihluta á þinginu.
Alþingi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent