Körfubolti

Korver í þriðju aðgerðina síðan í mars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyle Korver.
Kyle Korver. Vísir/EPA
Kyle Korver, stórskyttan Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta, hefur eytt dágóðum tíma á skurðarborðinu á síðustu mánuðum en kappinn er nú á leið í þriðju aðgerðina síðan í mars.

Nýjasta aðgerðin er á hægri olnboga skothandar hans en áður hafði Korver farið í aðgerð vegna nefbrots í mars og í aðgerð á ökkla fyrr í þessum mánuði.

Kyle Korver meiddist á hægri ökkla þegar Matthew Dellavedova, bakvörður Cleveland Cavaliers, lenti á honum í leik liðanna í úrslitakeppninni. Korver spilaði ekki meira með á tímabilinu.

Korver er orðinn 34 ára gamall en hann er sjálfur staðráðinn að verða orðinn góður þegar æfingar Atlanta Hawks hefjast í haust. Félagið sjálft er þó ekki búið að leggja fram neina tímaáætlun þegar kemur að endurkomu Korver.

Kyle Korver skoraði 12,1 stig að meðaltali í leik í NBA-deildinni á síðasta tímabili og var með bestu þriggja stiga nýtingu allra í deildinni (49,2 prósent) annað tímabilið í röð. Hann setti niður 2,9 þrista að meðaltali í leik.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×