Vísir mættur til Grikklands: „Óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2015 10:37 Þorbjörn Þórðarson mun flytja fréttir frá Grikklandi á Stöð 2 og Bylgjunni næstu daga. „Það er mikil reiði hjá almennum Grikkjum, í garð hinna ríkjanna á evrusvæðinu hér í Aþenu miðað við þá Grikki sem ég hef rætt við,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður 365 miðla. Þorbjörn er mættur til Aþenu þaðan sem hann mun flytja fréttir næstu daga. Þorbjörn segir mjög skiptar skoðanir meðal Grikkja hvort þjóðin eigi að vera áfram í myntsamstarfinu eða að kveðja evruna og taka upp nýja Drökmu. „Grikkir vita að með því að hætta í myntsamstarfinu tækju líklega við miklir erfiðleikar til skamms tíma en gæti um leið verið lausn á kreppunni til lengri tíma litið,“ segir Þorbjörn.Grikkir hafa til föstudagsmorguns til að leggja fram nýjar tillögur í viðræðum við leiðtoga Evrópusambandsríkja. Þorbjörn segir mikla spennu í loftinu yfir því hvernig tillögurnar muni líta út. Á sunnudag er svo talað um dómsdag þegar leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funda í Brussel.Fjöldi heimilislausra áberandi Þorbjörn mætti til Aþenu snemma í morgun. Hann segir sláandi að sjá með eigin augum hvernig niðurskurður síðustu ára hafi bitnað á grísku höfuðborginni. „Stærsta verslunargatan sem iðaði af lífi fyrir bankahrunið er hvorki svipur né sjón,“ segir fréttamaðurinn. Þriðjungi verslana hafi verið lokað og alþjóðlegum verslunum fækkað til muna þótt enn megi finna H&M. Þá hafi verið skorið mikið niður í félagslegum úrræðum og mikill eiturlyfjavandi sé við lýði í kjölfar kreppu. „Það er óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu og við hve slæmt ástand fólk býr,“ segir Þorbjörn. Ástandið sé nokkuð sláandi þótt vissulega sé það við lýði í flestum stórborgum heimsins.Þorbjörn verður í beinni útsendingu frá Aþenu í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan 12 í dag sem og næstu daga. Þá verður hann með fréttir og innslög í kvöldfréttatímum Stöðvar 2. Grikkland Tengdar fréttir Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00 Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
„Það er mikil reiði hjá almennum Grikkjum, í garð hinna ríkjanna á evrusvæðinu hér í Aþenu miðað við þá Grikki sem ég hef rætt við,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður 365 miðla. Þorbjörn er mættur til Aþenu þaðan sem hann mun flytja fréttir næstu daga. Þorbjörn segir mjög skiptar skoðanir meðal Grikkja hvort þjóðin eigi að vera áfram í myntsamstarfinu eða að kveðja evruna og taka upp nýja Drökmu. „Grikkir vita að með því að hætta í myntsamstarfinu tækju líklega við miklir erfiðleikar til skamms tíma en gæti um leið verið lausn á kreppunni til lengri tíma litið,“ segir Þorbjörn.Grikkir hafa til föstudagsmorguns til að leggja fram nýjar tillögur í viðræðum við leiðtoga Evrópusambandsríkja. Þorbjörn segir mikla spennu í loftinu yfir því hvernig tillögurnar muni líta út. Á sunnudag er svo talað um dómsdag þegar leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funda í Brussel.Fjöldi heimilislausra áberandi Þorbjörn mætti til Aþenu snemma í morgun. Hann segir sláandi að sjá með eigin augum hvernig niðurskurður síðustu ára hafi bitnað á grísku höfuðborginni. „Stærsta verslunargatan sem iðaði af lífi fyrir bankahrunið er hvorki svipur né sjón,“ segir fréttamaðurinn. Þriðjungi verslana hafi verið lokað og alþjóðlegum verslunum fækkað til muna þótt enn megi finna H&M. Þá hafi verið skorið mikið niður í félagslegum úrræðum og mikill eiturlyfjavandi sé við lýði í kjölfar kreppu. „Það er óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu og við hve slæmt ástand fólk býr,“ segir Þorbjörn. Ástandið sé nokkuð sláandi þótt vissulega sé það við lýði í flestum stórborgum heimsins.Þorbjörn verður í beinni útsendingu frá Aþenu í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan 12 í dag sem og næstu daga. Þá verður hann með fréttir og innslög í kvöldfréttatímum Stöðvar 2.
Grikkland Tengdar fréttir Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00 Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00
Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09
Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09