Ekki hægt að sætta sig við þolanlegt flugöryggi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. júlí 2015 19:30 VISIR/PJETUR Það er ekki hægt að sætta sig við þolanlegt öryggi í flugöryggismálum líkt og verður ef minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað. Þetta segir formaður Hjartans í Vatnsmýri sem gagnrýnir nýtt áhættumat Isavia harðlega. Innanríkisráðuneytið óskaði eftir því við Isavia þann 30. desember 2013 að hefja undirbúning fyrirhugaðrar lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Meðal annars átti Isavia að gera áhættumat en þar er komist að þeirri niðurstöðu að með lokun brautarinnar séu hverfandi líkur á því að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist. Isavia metur áhættuna af lokun brautarinnar þannig að hún sé þolanleg. Forsvarsmenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri, sem berst gegn því að brautinni verði lokað, gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Isavia. „Það er eiginlega á mörkunum að við trúum því að menn séu að tala í alvöru um það að láta sér detta í hug að eitthvað sé þolanlegt flugöryggi, sé það sem við erum að stefna að. Í mínum huga er ekki til að þú sættir þig við þolanlegt ástand í öryggismálum. Það er stanslaust verið að vinna að auknu öryggi, hvort sem það er á vegum landsins eða hvar sem er,“ segir Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýri.„Eins og að ráðast inn í flugvél" Hann segir að félagið sé ósammála Isavia um aðferðafræði áhættumatsins, til að mynda sé mörgum alvarlegum þáttum sleppt líkt og hliðarvindi og hálku, sem skipti verulegu máli. Áhrif lokunar á sjúkraflug hefðu ekki heldur verið skoðuð. Varðandi framtíð flugvallarins segir Friðrik að Reykjavíkurborg og ríkið þurfi að komast að niðurstöðu um framhaldið. Þá gagnrýnir hann harðlega að framkvæmdir Valsmanna hefðu hafist áður en slík niðurstaða liggur fyrir. „Og það að ráðast af stað með byggingarframkvæmdir við enda flugbrautar sem er í fullum gangi og hefur ekki verið lokað og hefur ekki verið tekin ákvörðun um að loka, og vera svo að væla að verið sé að stugga við mönnum í því sambandi. Það er bara eins og þú ætlir að ráðast inn í flugvél án þess að hafa farmiða og vera svo reiður yfir því að vera rekinn til baka og það sé einhverjum öðrum að kenna. Menn verða að fara að þeim leikreglum sem gilda í þjóðfélaginu,“ segir Friðrik. Fréttir af flugi Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Sjá meira
Það er ekki hægt að sætta sig við þolanlegt öryggi í flugöryggismálum líkt og verður ef minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað. Þetta segir formaður Hjartans í Vatnsmýri sem gagnrýnir nýtt áhættumat Isavia harðlega. Innanríkisráðuneytið óskaði eftir því við Isavia þann 30. desember 2013 að hefja undirbúning fyrirhugaðrar lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Meðal annars átti Isavia að gera áhættumat en þar er komist að þeirri niðurstöðu að með lokun brautarinnar séu hverfandi líkur á því að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist. Isavia metur áhættuna af lokun brautarinnar þannig að hún sé þolanleg. Forsvarsmenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri, sem berst gegn því að brautinni verði lokað, gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Isavia. „Það er eiginlega á mörkunum að við trúum því að menn séu að tala í alvöru um það að láta sér detta í hug að eitthvað sé þolanlegt flugöryggi, sé það sem við erum að stefna að. Í mínum huga er ekki til að þú sættir þig við þolanlegt ástand í öryggismálum. Það er stanslaust verið að vinna að auknu öryggi, hvort sem það er á vegum landsins eða hvar sem er,“ segir Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýri.„Eins og að ráðast inn í flugvél" Hann segir að félagið sé ósammála Isavia um aðferðafræði áhættumatsins, til að mynda sé mörgum alvarlegum þáttum sleppt líkt og hliðarvindi og hálku, sem skipti verulegu máli. Áhrif lokunar á sjúkraflug hefðu ekki heldur verið skoðuð. Varðandi framtíð flugvallarins segir Friðrik að Reykjavíkurborg og ríkið þurfi að komast að niðurstöðu um framhaldið. Þá gagnrýnir hann harðlega að framkvæmdir Valsmanna hefðu hafist áður en slík niðurstaða liggur fyrir. „Og það að ráðast af stað með byggingarframkvæmdir við enda flugbrautar sem er í fullum gangi og hefur ekki verið lokað og hefur ekki verið tekin ákvörðun um að loka, og vera svo að væla að verið sé að stugga við mönnum í því sambandi. Það er bara eins og þú ætlir að ráðast inn í flugvél án þess að hafa farmiða og vera svo reiður yfir því að vera rekinn til baka og það sé einhverjum öðrum að kenna. Menn verða að fara að þeim leikreglum sem gilda í þjóðfélaginu,“ segir Friðrik.
Fréttir af flugi Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Sjá meira