Gunnar Heiðar: Enginn þarf að hafa áhyggjur núna Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júlí 2015 16:00 Gunnar Heiðar fór til Norrköping eftir að hann samdi við ÍBV. mynd/norrköping „Það er bara kominn tími á þetta,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaðurinn úr Eyjum, sem hefur ákveðið að snúa aftur heim, en hann er búinn að semja við ÍBV og hefur leik með uppeldisfélagi sínu þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. „Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt,“ segir hann í samtali við Vísi. Gunnar Heiðar kemur til ÍBV frá Häcken í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur spilað undanfarið eitt og hálft ár. „Við ætluðum alltaf að flytjast heim. Fjölskyldan er nú þegar flutt og hefur verið heima á Íslandi í eitt og hálft ár. Það hefur því verið svolítið erfitt að vera einn úti, sérstaklega með nýtt barn á leiðinni. Þetta var því auðveld ákvörðun,“ segir Gunnar Heiðar.Verður góð saga á Þjóðhátíð Gunnar Heiðar samdi við Eyjamenn fyrir tímabilið 2011 en spilaði aldrei leik. Hann fór utan til Norrköping í Svíþjóð áður en tímabilið hófst. Eyjamenn hafa því grínast með það í dag, að þeir fagni ekki fyrr en Gunnar mætir í hvítu treyjunni út á völlinn. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær. „Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“ „Ég bað um að bíða með þetta fram í febrúar því það gæti verið lið sem kæmu á eftir mér í glugganum og svo gerðist það viku síðar að Norrköping vildi fá mig. Þetta er góð saga sem verður mikið hlegið að á Þjóðhátíðum næstu árin,“ segir Gunnar Heiðar. Gunnar Heiðar hefur engar áhyggjur af stöðu ÍBV í deildinni, en það er í næst neðsta sæti þegar mótið er einum leik frá því að vera hálfnað. „ÍBV er komið í undanúrslit bikarsins þannig það gæti vel verið að við vinnum bikar í ár þó þetta líti ekki vel út í deildinni,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson.Nánar verður rætt við Gunnar Heiðar í Fréttablaðinu á morgun. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
„Það er bara kominn tími á þetta,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaðurinn úr Eyjum, sem hefur ákveðið að snúa aftur heim, en hann er búinn að semja við ÍBV og hefur leik með uppeldisfélagi sínu þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. „Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt,“ segir hann í samtali við Vísi. Gunnar Heiðar kemur til ÍBV frá Häcken í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur spilað undanfarið eitt og hálft ár. „Við ætluðum alltaf að flytjast heim. Fjölskyldan er nú þegar flutt og hefur verið heima á Íslandi í eitt og hálft ár. Það hefur því verið svolítið erfitt að vera einn úti, sérstaklega með nýtt barn á leiðinni. Þetta var því auðveld ákvörðun,“ segir Gunnar Heiðar.Verður góð saga á Þjóðhátíð Gunnar Heiðar samdi við Eyjamenn fyrir tímabilið 2011 en spilaði aldrei leik. Hann fór utan til Norrköping í Svíþjóð áður en tímabilið hófst. Eyjamenn hafa því grínast með það í dag, að þeir fagni ekki fyrr en Gunnar mætir í hvítu treyjunni út á völlinn. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær. „Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“ „Ég bað um að bíða með þetta fram í febrúar því það gæti verið lið sem kæmu á eftir mér í glugganum og svo gerðist það viku síðar að Norrköping vildi fá mig. Þetta er góð saga sem verður mikið hlegið að á Þjóðhátíðum næstu árin,“ segir Gunnar Heiðar. Gunnar Heiðar hefur engar áhyggjur af stöðu ÍBV í deildinni, en það er í næst neðsta sæti þegar mótið er einum leik frá því að vera hálfnað. „ÍBV er komið í undanúrslit bikarsins þannig það gæti vel verið að við vinnum bikar í ár þó þetta líti ekki vel út í deildinni,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson.Nánar verður rætt við Gunnar Heiðar í Fréttablaðinu á morgun.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira