Körfubolti

Green áfram hjá meisturunum | Fær 85 milljónir dollara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Green var með þrefalda tvennu í leik sex gegn Cleveland þegar Golden State tryggði sér meistaratitilinn.
Green var með þrefalda tvennu í leik sex gegn Cleveland þegar Golden State tryggði sér meistaratitilinn. vísir/getty
Draymond Green hefur staðfest að hann verði áfram í herbúðum NBA-meistara Golden State Warriors.

Þetta staðfesti hann í myndbandi á vefsíðunni Bleacher Report sem má sjá hér að neðan.

Green var með lausan samning og talsverðar vangaveltur voru um hvort Golden State myndi bjóða honum svona risasamning.

Nú er ljóst að hann verður áfram í Oakland en Green gerir fimm ára samning við Golden State sem heldur honum hjá félaginu til ársins 2020. Samningurinn gefur framherjanum 85 milljónir dollara í aðra hönd á næstu fimm árum.

Green var valinn númer 35 í 2. umferð nýliðavalsins 2012 en hlutverk hans hjá Golden State hefur stækkað með hverju árinu.

Green blómstraði undir stjórn Steve Kerr hjá Golden State í vetur; skoraði 11,7 stig, tók 8,2 fráköst og gaf 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og stimplaði sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar. Hann var annar í valinu á varnarmanni ársins í NBA.

Hann varð svo meistari með Golden State í síðasta mánuði eftir 4-2 sigur á Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA. Green var með 13,7 stig, 10,1 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×