Ekkert íslenskt félag hefur beðið lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 12:00 Víkingar á æfingu í gær. Vísir/Andri Marinó Víkingar setja nýtt met í kvöld þegar þeir spila sinn fyrsta Evrópuleik frá árinu 1992 en ekkert íslenskt félag hefur þurft að bíða lengur á milli Evrópuleikja. Víkingar bæta nú sex ára gamalt met Framara frá 2009 sem þá spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik í 17 ár. Þegar Framarar settu metið höfðu KR (1984) og Keflavík (1994) þurft að bíða lengst eða í fimmtán ár hvort félag. Víkingar komust síðast í Evrópukeppni eftir að liðið varð Íslandsmeistari 1991 en það liðu alls 8.310 dagar á milli Evrópuleikja Víkinga eða nákvæmlega 22 ár, 9 mánuðir og 2 dagar. Á þeim tíma hafði Víkingsliðið fimm sinnum fallið úr deildinni og fimm sinnum komið upp aftur.Flest ár á milli Evrópuleikja 23 Víkingur (1992-2015) 17 Fram (1992-2009) 15 Keflavík (1979-1994) 15 KR (1969-1984) 13 KA (1990-2003) 13 Valur (1993-2006) 12 ÍBV (1984-1996)Engir Evrópudraumar hingað til Víkingar hafa ekki tekið þátt í Evrópukeppni í 23 ár en fá nú tækifæri til að gera það sem engu Víkingsliði hefur tekist í tíu Evrópuleikjum félagsins frá 1972 til 1992. Víkingur á nefnilega enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni þar sem allir þessir tíu Evrópuleikir félagsins hingað til hafa tapast. Víkingsliðið skoraði ekki í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum en fyrsta Evrópumarkið skoraði Jóhann Þorvarðarson strax á fyrstu mínútu í útileik á móti spænska Baskafélaginu Real Sociedad í september 1982. Jóhann skoraði líka í útileik á móti ungverska liðinu Gyor árið eftir og er markahæsti Víkingurinn í Evrópukeppni með tvö mörk. Síðasta mark Víkinga í Evrópukeppni skoraði Guðmundur Steinsson mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður í 2-4 tapi á móti CSKA Moskvu á Luzhniki-leikvanginum 30. september 1992. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ég veit nánast allt um þetta lið Víkingur spilar sinn fyrsta Evrópuleik í 23 ár í kvöld þegar liðið tekur á móti Koper frá Slóveníu. Hörður Theodórsson var einn af þeim sem spilaði síðasta Evrópuleik Víkinga gegn rússneska liðinu CSKA Mosvku haustið 1992 og segir hann það hafa verið mikla upplifun. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Víkingar setja nýtt met í kvöld þegar þeir spila sinn fyrsta Evrópuleik frá árinu 1992 en ekkert íslenskt félag hefur þurft að bíða lengur á milli Evrópuleikja. Víkingar bæta nú sex ára gamalt met Framara frá 2009 sem þá spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik í 17 ár. Þegar Framarar settu metið höfðu KR (1984) og Keflavík (1994) þurft að bíða lengst eða í fimmtán ár hvort félag. Víkingar komust síðast í Evrópukeppni eftir að liðið varð Íslandsmeistari 1991 en það liðu alls 8.310 dagar á milli Evrópuleikja Víkinga eða nákvæmlega 22 ár, 9 mánuðir og 2 dagar. Á þeim tíma hafði Víkingsliðið fimm sinnum fallið úr deildinni og fimm sinnum komið upp aftur.Flest ár á milli Evrópuleikja 23 Víkingur (1992-2015) 17 Fram (1992-2009) 15 Keflavík (1979-1994) 15 KR (1969-1984) 13 KA (1990-2003) 13 Valur (1993-2006) 12 ÍBV (1984-1996)Engir Evrópudraumar hingað til Víkingar hafa ekki tekið þátt í Evrópukeppni í 23 ár en fá nú tækifæri til að gera það sem engu Víkingsliði hefur tekist í tíu Evrópuleikjum félagsins frá 1972 til 1992. Víkingur á nefnilega enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni þar sem allir þessir tíu Evrópuleikir félagsins hingað til hafa tapast. Víkingsliðið skoraði ekki í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum en fyrsta Evrópumarkið skoraði Jóhann Þorvarðarson strax á fyrstu mínútu í útileik á móti spænska Baskafélaginu Real Sociedad í september 1982. Jóhann skoraði líka í útileik á móti ungverska liðinu Gyor árið eftir og er markahæsti Víkingurinn í Evrópukeppni með tvö mörk. Síðasta mark Víkinga í Evrópukeppni skoraði Guðmundur Steinsson mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður í 2-4 tapi á móti CSKA Moskvu á Luzhniki-leikvanginum 30. september 1992.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ég veit nánast allt um þetta lið Víkingur spilar sinn fyrsta Evrópuleik í 23 ár í kvöld þegar liðið tekur á móti Koper frá Slóveníu. Hörður Theodórsson var einn af þeim sem spilaði síðasta Evrópuleik Víkinga gegn rússneska liðinu CSKA Mosvku haustið 1992 og segir hann það hafa verið mikla upplifun. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Ég veit nánast allt um þetta lið Víkingur spilar sinn fyrsta Evrópuleik í 23 ár í kvöld þegar liðið tekur á móti Koper frá Slóveníu. Hörður Theodórsson var einn af þeim sem spilaði síðasta Evrópuleik Víkinga gegn rússneska liðinu CSKA Mosvku haustið 1992 og segir hann það hafa verið mikla upplifun. 2. júlí 2015 07:00