Körfubolti

211 sm NBA-leikmaður tróð yfir lítið barn | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nerlens Noel getur svo sannarlega stokkið.
Nerlens Noel getur svo sannarlega stokkið. Vísir/Getty
Nerlens Noel er einn af efnilegustu leikmönnum NBA-deildarinnar og er að fara að hefja sitt annað tímabil í NBA-deildinni með Philadelphia 76ers í haust.

Nerlens Noel verður hér ekki eftir þekktur fyrir sérstaka hárgreiðslu og góða takta inn á körfuboltavellinum heldur einnig fyrir að hika ekki við að troða yfir lítið barn.

Nerlens Noel var reyndar bara að leika sér við nokkra krakka í körfuboltabúðum í Kentucky þegar einn minnsti drengurinn í hópnum þóttist geta stoppað hann einn á einn. Noel er 211 sentímetrar á hæð og þekktur fyrir að búa yfir miklum stökkkrafti.

Noel var óhræddur við að sýna stráknum hversu litla möguleika hann átti á móti honum. Noel fór létt framhjá stráknum og tróð boltanum í körfuna.

Félagar stráksins höfðu gaman af þessu og hann sjálfur hló líka vandræðalega af vonlausum varnartilburðum sínum. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan.

Nerlens Noel var valinn sjötti af New Orleans Pelicansí nýliðavalinu 2013 en fór síðan skömmu síðar til Philadelphia 76ers eftir leikmannaskipti félaganna.

Noel gat ekkert spilað 2013-14 vegna meiðsla sem hann varð fyrir í háskóla en hann lék með Philadelphia 76ers á síðasta tímabili þar sem hann var með 9,9 stig, 8.1 frákast og 1,9 varin skot á meðaltali. Noel var síðan valinn í fimm manna úrvalslið nýliða deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×