Körfubolti

Leikstjórnandi Denver á leið í meðferð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lawson er á leið í meðferð.
Lawson er á leið í meðferð. vísir/getty
Ty Lawson, leikstjórnandi Denver Nuggets í NBA-deildinni, er á leið í áfengismeðferð.

Hinn 27 ára gamli Lawson var handtekinn í Los Angeles aðfaranótt þriðjudags fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Þetta var í annað sinn á árinu sem hann var tekinn fullur undir stýri.

Lawson fer í meðferð í Malibu í Kaliforníu en hún tekur 30 daga. Mál hans fer ekki fyrir rétt fyrr en hann hefur lokið meðferðinni.

Lawson, sem lék með North Carolina-háskólanum (þeim sama og Michael Jordan lék með), var valinn númer 18 í nýliðavalinu 2009 af Minnesota Timerwolves en var strax skipt til Denver þar sem hann hefur spilað allan sinn feril í NBA.

Hann var með 15,2 stig, 3,1 frákast og 9,6 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili en aðeins Chris Paul og John Wall gáfu fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×