Tregafullur Tsipras vinnur að stuðningi við frumvörp innan gríska þingsins Atli Ísleifsson skrifar 15. júlí 2015 10:58 Dagarnir hafa verið annasamnir hjá Alexis Tsipras síðustu daga. Vísir/AFP Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja stuðning við fjögur lagafrumvörp innan gríska þingsins til að tryggja frekari neyðarlán til grískra yfirvalda. Grískir þingmenn munu greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en samþykkt þeirra er forsenda þess að Evrópusambandið tryggi Grikkjum frekari lán til bjargar efnahag landsins. Frumvörpin miða meðal annars að því að hækka eftirlaunaaldur, hækka virðisaukaskatt og að tryggja sjálfstæði hagstofu landsins.Skrifaði undir til að forða Grikklandi frá stórslysiTsipras hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki trú á samkomulaginu sem náðist á mánudagsmorguninn í Brussel og hafa fjölmargir stjórnarþingmenn sagt að þeir ætli ekki að greiða atkvæði með frumvörpunum. Tsipras þarf því að öllum líkindum að treysta á stuðning stjórnarandstöðuþingmanna. Falli stjórnarmeirihluti Tsipras má búast við að boðað verði til þingkosninga í landinu.Skýrsla AGS flækir stöðunaNýbirt skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur enn bætt á óvissuna í kringum atkvæðagreiðsluna í gríska þinginu, en einnig þeirri í því þýska, sem einnig þarf að samþykkja samkomulag mánudagsins. Skýrslu AGS var gerð fyrir fund leiðtoga ESB um helgina þar sem rök eru færð fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið, nema skuldir gríska ríkisins verði afskrifaðar mun meira en ríkisstjórnir í Evrópu, sér í lagi sú þýska, séu tilbúnar að samþykkja.Ekki í aðstöðu til að taka upp drökmuna Tsipras sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið í gærkvöldi að þrátt fyrir að samkomulaginu við lánardrottna hafi verið þröngvað upp á Grikki, þá hafi það bjargað Grikklandi frá því að yfirgefa evrusamstarfið. Sagði hann að samkomulagið yrði að ná fram að ganga. Grikkland sé ekki í neinni aðstöðu til að taka upp drökmuna á ný. Ekki einungis muni bankarnir fara í þrot heldur myndi slíkt leiða til mikilla vandamála annars staðar í samfélaginu.Axlar fulla ábyrgðTsipras sagðist axla fulla ábyrgð á ýmsum þeim mistökum sem hafi verið gerð, auk þess að hafa skrifað undir samkomulag sem hann trúi ekki . Hann hafi hins vegar gert það til að koma í veg fyrir stórslys í Grikklandi – hrun fjármálakerfisins. „Nú ber mér skylda til að innleiða samkomulagið,“ sagði Tsipras. Grikkland Tengdar fréttir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Í skýrslu sem AGS gerði um skuldastöðu Grikklands eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið. 14. júlí 2015 23:54 Skiptar skoðanir um nýjan samning Grikkir eru eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB með nýjum samningi um neyðarlán. 14. júlí 2015 07:00 Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40 Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja stuðning við fjögur lagafrumvörp innan gríska þingsins til að tryggja frekari neyðarlán til grískra yfirvalda. Grískir þingmenn munu greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en samþykkt þeirra er forsenda þess að Evrópusambandið tryggi Grikkjum frekari lán til bjargar efnahag landsins. Frumvörpin miða meðal annars að því að hækka eftirlaunaaldur, hækka virðisaukaskatt og að tryggja sjálfstæði hagstofu landsins.Skrifaði undir til að forða Grikklandi frá stórslysiTsipras hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki trú á samkomulaginu sem náðist á mánudagsmorguninn í Brussel og hafa fjölmargir stjórnarþingmenn sagt að þeir ætli ekki að greiða atkvæði með frumvörpunum. Tsipras þarf því að öllum líkindum að treysta á stuðning stjórnarandstöðuþingmanna. Falli stjórnarmeirihluti Tsipras má búast við að boðað verði til þingkosninga í landinu.Skýrsla AGS flækir stöðunaNýbirt skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur enn bætt á óvissuna í kringum atkvæðagreiðsluna í gríska þinginu, en einnig þeirri í því þýska, sem einnig þarf að samþykkja samkomulag mánudagsins. Skýrslu AGS var gerð fyrir fund leiðtoga ESB um helgina þar sem rök eru færð fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið, nema skuldir gríska ríkisins verði afskrifaðar mun meira en ríkisstjórnir í Evrópu, sér í lagi sú þýska, séu tilbúnar að samþykkja.Ekki í aðstöðu til að taka upp drökmuna Tsipras sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið í gærkvöldi að þrátt fyrir að samkomulaginu við lánardrottna hafi verið þröngvað upp á Grikki, þá hafi það bjargað Grikklandi frá því að yfirgefa evrusamstarfið. Sagði hann að samkomulagið yrði að ná fram að ganga. Grikkland sé ekki í neinni aðstöðu til að taka upp drökmuna á ný. Ekki einungis muni bankarnir fara í þrot heldur myndi slíkt leiða til mikilla vandamála annars staðar í samfélaginu.Axlar fulla ábyrgðTsipras sagðist axla fulla ábyrgð á ýmsum þeim mistökum sem hafi verið gerð, auk þess að hafa skrifað undir samkomulag sem hann trúi ekki . Hann hafi hins vegar gert það til að koma í veg fyrir stórslys í Grikklandi – hrun fjármálakerfisins. „Nú ber mér skylda til að innleiða samkomulagið,“ sagði Tsipras.
Grikkland Tengdar fréttir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Í skýrslu sem AGS gerði um skuldastöðu Grikklands eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið. 14. júlí 2015 23:54 Skiptar skoðanir um nýjan samning Grikkir eru eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB með nýjum samningi um neyðarlán. 14. júlí 2015 07:00 Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40 Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Í skýrslu sem AGS gerði um skuldastöðu Grikklands eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið. 14. júlí 2015 23:54
Skiptar skoðanir um nýjan samning Grikkir eru eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB með nýjum samningi um neyðarlán. 14. júlí 2015 07:00
Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40
Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28