Mundi ekki hvaða ár var Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Þorvaldur kastaði upp í búningsklefanum í hálfleik. vísir/stefán „Ég man ekkert eftir þessum leik. Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa verið á KR-vellinum,“ segir dómarinn Þorvaldur Árnason en hann fékk heilahristing í leik KR og Breiðabliks á mánudag. „Það síðasta sem ég man fyrir leik var að hafa stoppað á bensínstöð á leið minni á leikinn. Þar fékk ég mér orkudrykk. Næst man ég eftir mér um miðnæturleytið á sjúkrahúsinu. Þegar ég kom upp á spítala gat ég sagt nafnið mitt en meira var það ekki. Ég mundi ekki einu sinni hvaða ár var.“Óskiljanlegt að ég hafi dæmt Atvikið átti sér stað á 32. mínútu leiksins en þrátt fyrir heilahristinginn kláraði hann að dæma fyrri hálfleikinn og fórst það vel úr hendi. - „Það er óskiljanlegt svona eftir á að hyggja að ég hafi getað dæmt síðasta korterið. Mér skilst að ég hafi gefið gult spjald sem ég man ekkert eftir. Mér finnst það ótrúlegt að ég hafi getað dæmt þessar mínútur,“ segir Þorvaldur en það á sér víst eðlilegar skýringar. „Sjúkraflutningamennirnir sögðu að þegar púlsinn er svona hátt uppi nái maður að halda sönsum. Um leið og hann dettur niður þá koma afleiðingarnar í ljós eins og gerðist þegar ég blés til hálfleiks.“Erlendur Eiríksson var á línunni í fyrri hálfleik en dæmdi þann seinni.vísir/stefánKastaði upp inni í klefa Þorvaldi var orðið óglatt áður en hann blés fyrri hálfleikinn af og hann var ekki fjarri því að kasta upp á leið sinni til búningsherbergja. „Ég var kominn með æluna upp í kok en ég náði inn á salerni áður en ég ældi. Svo datt ég í ruglið inni í klefanum. Ég spurði strákana hvaða kæruleysi þetta væri að við værum ekki farnir í sturtu. Ég hélt að leikurinn væri búinn í hálfleik. Ég spurði svo hvernig leikurinn hefði farið. Þó svo ég sé skrítinn að eðlisfari þá var ég orðinn enn undarlegri þarna,“ segir Þorvaldur og hlær við en hann er afar léttur yfir þessu öllu. „Það er oft talað um að menn sem eru í dómgæslu séu ruglaðir en þetta var kannski aðeins of mikið. Það er kostur á KR-vellinum að þar er bráðatæknir. Hann skoðaði mig og hringdi í kjölfarið á sjúkrabíl.“ Dómarinn á að taka því rólega næstu tvær vikurnar. Má helst ekkert hreyfa sig. Eftir þessar tvær vikur verður hann svo skoðaður aftur. „Ég verð nú að hryggja ykkur með því að það eru allar líkur á því að ég dæmi meira í sumar,“ segir Þorvaldur og hlær sem fyrr. Þó svo hann taki óhappinu vel er þetta nokkuð alvarlegt mál. Hann meiddist og engum datt í hug að grípa inn í og athuga hvort það væri í lagi með hann. „Það eru mjög sterkar verklagsreglur í fótboltanum um hvernig við eigum að snúa okkur ef leikmaður verður fyrir höfuðmeiðslum. Það gleymdist að hugsa fyrir slíku hjá dómurum,“ segir Þorvaldur og bendir á að það sé í raun lukka að leikurinn hafi ekki farið í tómt rugl með hann í þessu ástandi.Þorvaldur gefur Elfari Frey Helgasyni, miðverði Breiðabliks, gula spjaldið.vísir/stefánÞarf að skoða verklagsreglurnar „Hvað ef gula spjaldið sem ég gaf hefði verið algjörlega út úr korti? Hvað á að gera í því? Hvað ef ég hefði dæmt víti upp úr þurru sem enginn hefði skilið neitt í? Hvernig ætla menn að snúa sér í því? Þetta hlýtur að vera eitthvað sem menn verða að skoða núna.“ Ekki er vitað til þess að annar dómari í heiminum hafi dæmt leik með heilahristing eins og Þorvaldur. „Þetta vekur mann til umhugsunar um hvað skuli gera í þessum málum. Hver á að taka ákvörðun um að stöðva leikinn þegar dómarinn er ekki í neinu ástandi til þess að stöðva hann sjálfur? Hver á að meta þetta og taka í taumana? Þetta þarf að skoða úti um allan heim.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
„Ég man ekkert eftir þessum leik. Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa verið á KR-vellinum,“ segir dómarinn Þorvaldur Árnason en hann fékk heilahristing í leik KR og Breiðabliks á mánudag. „Það síðasta sem ég man fyrir leik var að hafa stoppað á bensínstöð á leið minni á leikinn. Þar fékk ég mér orkudrykk. Næst man ég eftir mér um miðnæturleytið á sjúkrahúsinu. Þegar ég kom upp á spítala gat ég sagt nafnið mitt en meira var það ekki. Ég mundi ekki einu sinni hvaða ár var.“Óskiljanlegt að ég hafi dæmt Atvikið átti sér stað á 32. mínútu leiksins en þrátt fyrir heilahristinginn kláraði hann að dæma fyrri hálfleikinn og fórst það vel úr hendi. - „Það er óskiljanlegt svona eftir á að hyggja að ég hafi getað dæmt síðasta korterið. Mér skilst að ég hafi gefið gult spjald sem ég man ekkert eftir. Mér finnst það ótrúlegt að ég hafi getað dæmt þessar mínútur,“ segir Þorvaldur en það á sér víst eðlilegar skýringar. „Sjúkraflutningamennirnir sögðu að þegar púlsinn er svona hátt uppi nái maður að halda sönsum. Um leið og hann dettur niður þá koma afleiðingarnar í ljós eins og gerðist þegar ég blés til hálfleiks.“Erlendur Eiríksson var á línunni í fyrri hálfleik en dæmdi þann seinni.vísir/stefánKastaði upp inni í klefa Þorvaldi var orðið óglatt áður en hann blés fyrri hálfleikinn af og hann var ekki fjarri því að kasta upp á leið sinni til búningsherbergja. „Ég var kominn með æluna upp í kok en ég náði inn á salerni áður en ég ældi. Svo datt ég í ruglið inni í klefanum. Ég spurði strákana hvaða kæruleysi þetta væri að við værum ekki farnir í sturtu. Ég hélt að leikurinn væri búinn í hálfleik. Ég spurði svo hvernig leikurinn hefði farið. Þó svo ég sé skrítinn að eðlisfari þá var ég orðinn enn undarlegri þarna,“ segir Þorvaldur og hlær við en hann er afar léttur yfir þessu öllu. „Það er oft talað um að menn sem eru í dómgæslu séu ruglaðir en þetta var kannski aðeins of mikið. Það er kostur á KR-vellinum að þar er bráðatæknir. Hann skoðaði mig og hringdi í kjölfarið á sjúkrabíl.“ Dómarinn á að taka því rólega næstu tvær vikurnar. Má helst ekkert hreyfa sig. Eftir þessar tvær vikur verður hann svo skoðaður aftur. „Ég verð nú að hryggja ykkur með því að það eru allar líkur á því að ég dæmi meira í sumar,“ segir Þorvaldur og hlær sem fyrr. Þó svo hann taki óhappinu vel er þetta nokkuð alvarlegt mál. Hann meiddist og engum datt í hug að grípa inn í og athuga hvort það væri í lagi með hann. „Það eru mjög sterkar verklagsreglur í fótboltanum um hvernig við eigum að snúa okkur ef leikmaður verður fyrir höfuðmeiðslum. Það gleymdist að hugsa fyrir slíku hjá dómurum,“ segir Þorvaldur og bendir á að það sé í raun lukka að leikurinn hafi ekki farið í tómt rugl með hann í þessu ástandi.Þorvaldur gefur Elfari Frey Helgasyni, miðverði Breiðabliks, gula spjaldið.vísir/stefánÞarf að skoða verklagsreglurnar „Hvað ef gula spjaldið sem ég gaf hefði verið algjörlega út úr korti? Hvað á að gera í því? Hvað ef ég hefði dæmt víti upp úr þurru sem enginn hefði skilið neitt í? Hvernig ætla menn að snúa sér í því? Þetta hlýtur að vera eitthvað sem menn verða að skoða núna.“ Ekki er vitað til þess að annar dómari í heiminum hafi dæmt leik með heilahristing eins og Þorvaldur. „Þetta vekur mann til umhugsunar um hvað skuli gera í þessum málum. Hver á að taka ákvörðun um að stöðva leikinn þegar dómarinn er ekki í neinu ástandi til þess að stöðva hann sjálfur? Hver á að meta þetta og taka í taumana? Þetta þarf að skoða úti um allan heim.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira