Ásmundur: Þetta verður smá púsluspil Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 18:22 „Það er bara mjög stutt síðan. Þetta gerðist á síðustu 2-3 dögum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, nýráðinn þjálfari ÍBV, í samtali við Akraborgina í dag aðspurður um aðdragandann að ráðningunni hjá Eyjamönnum. Ásmundur, sem var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum, var í dag ráðinn ÍBV út tímabilið. Jóhannes Harðarson verður í persónulegu leyfi út sumarið. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er búið að vera smá rússíbanareið síðustu vikur. Síðasti leikur sem ég stýrði Fylki var einmitt mér,“ sagði Ásmundur en hann var rekinn eftir 4-0 bikartap Fylkis á Hásteinsvelli. „Ekki óraði mig fyrir því í framhaldinu að þetta yrði niðurstaðan, en um leið og þessi möguleiki kom upp þá heillaði ahnn verulega.“ „Ég hef fylgst með Eyjaliðinu vaxa og dafna undanfarnar vikur. Það býr mikið í þessum hóp þannig það verður spennandi að byggja ofan á þetta góða starf sem unnið er hér.“Aldrei sáttur við að vera rekinn Ingi Sigurðsson hefur stýrt Eyjaliðinu í undanförnum leikjum, en undir hans stjórn vann liðið tvo deildarleiki og einn bikarleik með markatölunni 10-0. Það kom ekki til greina að hann yrði áfram. „Mér skylst að það var ekki möguleiki í stöðinni. Þeir vildu fá mann í brúnna til að stýra þessu,“ sagði Ásmundur sem er ekki sáttur við brottreksturinn frá Fylki. „Maður er aldrei sáttur við það, en þessi bolti er bara svona. Maður býr við þetta og áttar sig á því að enginn er eilífur í þessu. Ef mönnum finnst þurfa að gera breytingar verða þeir að gera þær og standa og falla með þeim.“Býr í Kópavogi Ásmundur verður á milli lands og Eyja nú eftir að hann gerðist þjálfari liðsins, en hann þarf að hagræða hlutum í kringum þjálfarastarfið. „Þetta verður smá púsluspil. Ég bý í Kópavogi og sinni einhverjum störfum í bænum. Ég sagði strax við Eyjamenn að þetta yrði púsluspil, en ég fann að hér var mikill hugur að láta þetta ganga upp. Ég mun njóta aðstoðar þeirra manna sem hafa látið þetta ganga undanfarið,“ sagði Ásmundur, en kemur til greina að hann verði áfram eftir tímabilið? „Það var bara sameiginleg ákvörðun að gera þetta svona núna og það er mjög skynsamlegt að horfa á þetta þannig fyrst. Svo kemur í ljós hvort það verði áhugi beggja aðila fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
„Það er bara mjög stutt síðan. Þetta gerðist á síðustu 2-3 dögum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, nýráðinn þjálfari ÍBV, í samtali við Akraborgina í dag aðspurður um aðdragandann að ráðningunni hjá Eyjamönnum. Ásmundur, sem var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum, var í dag ráðinn ÍBV út tímabilið. Jóhannes Harðarson verður í persónulegu leyfi út sumarið. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er búið að vera smá rússíbanareið síðustu vikur. Síðasti leikur sem ég stýrði Fylki var einmitt mér,“ sagði Ásmundur en hann var rekinn eftir 4-0 bikartap Fylkis á Hásteinsvelli. „Ekki óraði mig fyrir því í framhaldinu að þetta yrði niðurstaðan, en um leið og þessi möguleiki kom upp þá heillaði ahnn verulega.“ „Ég hef fylgst með Eyjaliðinu vaxa og dafna undanfarnar vikur. Það býr mikið í þessum hóp þannig það verður spennandi að byggja ofan á þetta góða starf sem unnið er hér.“Aldrei sáttur við að vera rekinn Ingi Sigurðsson hefur stýrt Eyjaliðinu í undanförnum leikjum, en undir hans stjórn vann liðið tvo deildarleiki og einn bikarleik með markatölunni 10-0. Það kom ekki til greina að hann yrði áfram. „Mér skylst að það var ekki möguleiki í stöðinni. Þeir vildu fá mann í brúnna til að stýra þessu,“ sagði Ásmundur sem er ekki sáttur við brottreksturinn frá Fylki. „Maður er aldrei sáttur við það, en þessi bolti er bara svona. Maður býr við þetta og áttar sig á því að enginn er eilífur í þessu. Ef mönnum finnst þurfa að gera breytingar verða þeir að gera þær og standa og falla með þeim.“Býr í Kópavogi Ásmundur verður á milli lands og Eyja nú eftir að hann gerðist þjálfari liðsins, en hann þarf að hagræða hlutum í kringum þjálfarastarfið. „Þetta verður smá púsluspil. Ég bý í Kópavogi og sinni einhverjum störfum í bænum. Ég sagði strax við Eyjamenn að þetta yrði púsluspil, en ég fann að hér var mikill hugur að láta þetta ganga upp. Ég mun njóta aðstoðar þeirra manna sem hafa látið þetta ganga undanfarið,“ sagði Ásmundur, en kemur til greina að hann verði áfram eftir tímabilið? „Það var bara sameiginleg ákvörðun að gera þetta svona núna og það er mjög skynsamlegt að horfa á þetta þannig fyrst. Svo kemur í ljós hvort það verði áhugi beggja aðila fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira