Vill að reynt verði að ná sátt um úrskurð gerðardóms Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. júlí 2015 19:48 Heilbrigðisráðherra vill að gerðardómur noti heimild í lögum til að ræða við samningsaðila áður en úrskurður verður kveðinn upp um miðjan ágúst. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir heilbrigðisyfirvöld halda niðri í sér andanum og aðhafast ekkert fyrr en úrskurður gerðardóms liggur fyrir í von um að málið leysist þar. Hún saknar þess að ráðherrann gefi afdráttarlausari skilaboð um að það verði að leysa málið. Velferðarnefnd Alþingis fékk heilbrigðisráðherra, landlækni og forstjóra Landlæknis á fund sinn í dag til að ræða uppsagnir á Landspítalanum og hvort verið sé að undirbúa aðgerðir til að bregðast við þeim.Vill nýta heimildir í lögumKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir gerðardóm hafa ýmsar heimildir í 3. grein verkfallslaganna til að koma á sáttum. Hann segist treysta því að þær verði nýttar. Þá sé að finna tækifæri í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þegar lögin voru sett sem hægt sé að styðjast við. Hann vill að deilendur verði kallaðir saman áður en úrskurður verður kveðinn upp. „Ég treysti því að við látum á það reyna að ná sameiginlegri sýn á þá niðurstöðu,“ segir ráðherrann og bætir við að uppsagnirnar séu til stórskaða fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.Nánast útilokað málHann sér ekki sömu tækifæri til einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu og flokkssystir hans, Sigríður Á. Andersen, viðraði í fréttum í gær. „Við erum 300 þúsund manna þjóðfélag sem viljum halda uppi mjög fullkominni þjónustu,“ segir hann. „Þessi viðkvæmasta, erfiðasta, þyngsta þjónusta innan Landspítalans, ég sé ekki að það sé hægt að halda henni uppi með sjálfstæðri verktöku. Ég held að það sé nánast útilokað mál.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að ef uppsagnirnar standi eftir að gerðardómur verði kveðinn upp verði gripið til viðeigandi ráðstafanna. Reynt verði að endurskipuleggja starfsemina, ráða í stöður þar sem því verður við komið og haft verði samband við starfsmannaleigur. Þær séu þó aðeins skammtímalausn. „Til að reka þunga og viðamikla starfsemi þarf að hafa öflugt velmenntað starfsfólk sem er í fastri vinnu,“ segir Páll Matthíasson. Alþingi Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Heilbrigðisráðherra vill að gerðardómur noti heimild í lögum til að ræða við samningsaðila áður en úrskurður verður kveðinn upp um miðjan ágúst. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir heilbrigðisyfirvöld halda niðri í sér andanum og aðhafast ekkert fyrr en úrskurður gerðardóms liggur fyrir í von um að málið leysist þar. Hún saknar þess að ráðherrann gefi afdráttarlausari skilaboð um að það verði að leysa málið. Velferðarnefnd Alþingis fékk heilbrigðisráðherra, landlækni og forstjóra Landlæknis á fund sinn í dag til að ræða uppsagnir á Landspítalanum og hvort verið sé að undirbúa aðgerðir til að bregðast við þeim.Vill nýta heimildir í lögumKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir gerðardóm hafa ýmsar heimildir í 3. grein verkfallslaganna til að koma á sáttum. Hann segist treysta því að þær verði nýttar. Þá sé að finna tækifæri í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þegar lögin voru sett sem hægt sé að styðjast við. Hann vill að deilendur verði kallaðir saman áður en úrskurður verður kveðinn upp. „Ég treysti því að við látum á það reyna að ná sameiginlegri sýn á þá niðurstöðu,“ segir ráðherrann og bætir við að uppsagnirnar séu til stórskaða fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.Nánast útilokað málHann sér ekki sömu tækifæri til einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu og flokkssystir hans, Sigríður Á. Andersen, viðraði í fréttum í gær. „Við erum 300 þúsund manna þjóðfélag sem viljum halda uppi mjög fullkominni þjónustu,“ segir hann. „Þessi viðkvæmasta, erfiðasta, þyngsta þjónusta innan Landspítalans, ég sé ekki að það sé hægt að halda henni uppi með sjálfstæðri verktöku. Ég held að það sé nánast útilokað mál.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að ef uppsagnirnar standi eftir að gerðardómur verði kveðinn upp verði gripið til viðeigandi ráðstafanna. Reynt verði að endurskipuleggja starfsemina, ráða í stöður þar sem því verður við komið og haft verði samband við starfsmannaleigur. Þær séu þó aðeins skammtímalausn. „Til að reka þunga og viðamikla starfsemi þarf að hafa öflugt velmenntað starfsfólk sem er í fastri vinnu,“ segir Páll Matthíasson.
Alþingi Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04
Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15