Hef kannski tekið vitlausar ákvarðanir með lið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2015 09:00 Óskar Örn er kominn með 10 mörk í öllum keppnum í sumar. vísir/andri marinó „Ég er búinn að skora meira en áður og er bara nokkuð ánægður með tímabilið hjá mér,“ segir Óskar Örn Hauksson KR-ingur en hann hefur verið einn af bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar í sumar. Hann hefur sem fyrr verið í lykilhlutverki hjá KR sem er komið í bikarúrslit og er einu marki frá toppsæti deildarinnar. Eins og hann bendir á hefur hann skorað meira en áður og er kominn með tíu mörk í öllum keppnum. Það stóð ekki til að Óskar Örn myndi spila með KR í sumar enda var hann lánaður til Kanada út árið. Þar spilaði hann með FC Edmonton. Sú dvöl varð styttri en til stóð og Óskar kom heim tíu dögum fyrir fyrsta leik.Gott að kúpla sig út „Ég held ég hafi haft gott af því að kúpla mig aðeins út úr íslenska boltanum í smá stund og koma ferskari til baka,“ segir Óskar en hvað klikkaði í Kanada? „Ég var ekki að passa vel inn í liðið og leikstílinn þeirra. Þetta var vinnulið og ekki mikið með boltann. Þetta var meira hlaup og djöfulgangur. Það hentaði mér ekki. Þjálfarinn hugsaði mig sem miðjumann og ég var þar meira og minna að elta boltann. Þá kemur lítið út úr mér. Þetta byrjaði vel og skemmtilega en það fjaraði undan þessu og var lítt gaman í lokin.“ Eins og íslenskir knattspyrnuunnendur vita mætavel hefur Óskar verið með betri leikmönnum deildarinnar undanfarin ár. Atvinnumennskutilraunir hans hafa þó ekki gengið upp. Hann fór til að mynda til Sandnes Ulf árið 2012 en kom aftur heim. „Ég hef oft pælt í af hverju þetta hefur ekki gengið. Sandnes var svipað og Edmonton. Lið sem er lítið með boltann. Ég hef ekki hentað í þannig bolta og kannski ekki fengið almennileg tækifæri til að spila. Á æfingum tel ég mig hafa sýnt hvað ég kann í fótbolta,“ segir Óskar og viðurkennir að vera svolítið svekktur yfir því að þessir hlutir hafi ekki gengið upp. „Það er auðvelt að segja þjálfarinn. Ég veit ég er nógu góður til að gera meira úr þessu en ég hef kannski tekið vitlausar ákvarðanir með lið. Svo meiðist ég um mitt tímabil 2011 þegar það var mikið í gangi. Þá var ég að eiga mitt besta tímabil. Það hefur ekki legið fyrir að mér að vera í atvinnumennsku.“ Í ágúst í fyrra var Óskar Örn á leiðinni til norska liðsins Vålerenga en það datt upp fyrir á elleftu stundu. „Það var rosalega svekkjandi því þá var ég að fara í lið sem er stórt í Noregi og í Evrópubaráttu. Lið sem er meira með boltann og hefði kannski hentað mér betur. Þetta dæmi var týpískt fyrir mig og minn atvinnumannsferil. Ég fékk tveggja daga frí til að jafna mig á svekkelsinu. Ég keyrði með konunni út á land til að kúpla mig út úr öllu. Ég var ekkert sérstaklega skemmtilegur þessa tvo daga.“Alltaf ágætur í sköllunum Óskar Örn er að verða 31 árs gamall og gerir sér grein fyrir því að atvinnumannstækifærin eru ekki þau sömu og áður. „Ég er ekkert að horfa á það núna. Ég held að lið séu ekki að horfa á mann sem er að verða 31 árs, hefur spilað á Íslandi nánast allan sinn feril og átt hálfmisheppnaðan atvinnumannsferil.“ Miðað við það hvernig Óskar er að spila í sumar má ekki útiloka neitt í framhaldinu. „Þetta er eitt af mínum bestu tímabilum þó svo það hafi verið hljótt um það. Nú er ég orðinn þekktur skallamaður líka. Ég hef alltaf verið ágætur í sköllunum og núna hefur það dottið. Ég náði kannski að styrkja mig aðeins í djöfulganginum í Kanada.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
„Ég er búinn að skora meira en áður og er bara nokkuð ánægður með tímabilið hjá mér,“ segir Óskar Örn Hauksson KR-ingur en hann hefur verið einn af bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar í sumar. Hann hefur sem fyrr verið í lykilhlutverki hjá KR sem er komið í bikarúrslit og er einu marki frá toppsæti deildarinnar. Eins og hann bendir á hefur hann skorað meira en áður og er kominn með tíu mörk í öllum keppnum. Það stóð ekki til að Óskar Örn myndi spila með KR í sumar enda var hann lánaður til Kanada út árið. Þar spilaði hann með FC Edmonton. Sú dvöl varð styttri en til stóð og Óskar kom heim tíu dögum fyrir fyrsta leik.Gott að kúpla sig út „Ég held ég hafi haft gott af því að kúpla mig aðeins út úr íslenska boltanum í smá stund og koma ferskari til baka,“ segir Óskar en hvað klikkaði í Kanada? „Ég var ekki að passa vel inn í liðið og leikstílinn þeirra. Þetta var vinnulið og ekki mikið með boltann. Þetta var meira hlaup og djöfulgangur. Það hentaði mér ekki. Þjálfarinn hugsaði mig sem miðjumann og ég var þar meira og minna að elta boltann. Þá kemur lítið út úr mér. Þetta byrjaði vel og skemmtilega en það fjaraði undan þessu og var lítt gaman í lokin.“ Eins og íslenskir knattspyrnuunnendur vita mætavel hefur Óskar verið með betri leikmönnum deildarinnar undanfarin ár. Atvinnumennskutilraunir hans hafa þó ekki gengið upp. Hann fór til að mynda til Sandnes Ulf árið 2012 en kom aftur heim. „Ég hef oft pælt í af hverju þetta hefur ekki gengið. Sandnes var svipað og Edmonton. Lið sem er lítið með boltann. Ég hef ekki hentað í þannig bolta og kannski ekki fengið almennileg tækifæri til að spila. Á æfingum tel ég mig hafa sýnt hvað ég kann í fótbolta,“ segir Óskar og viðurkennir að vera svolítið svekktur yfir því að þessir hlutir hafi ekki gengið upp. „Það er auðvelt að segja þjálfarinn. Ég veit ég er nógu góður til að gera meira úr þessu en ég hef kannski tekið vitlausar ákvarðanir með lið. Svo meiðist ég um mitt tímabil 2011 þegar það var mikið í gangi. Þá var ég að eiga mitt besta tímabil. Það hefur ekki legið fyrir að mér að vera í atvinnumennsku.“ Í ágúst í fyrra var Óskar Örn á leiðinni til norska liðsins Vålerenga en það datt upp fyrir á elleftu stundu. „Það var rosalega svekkjandi því þá var ég að fara í lið sem er stórt í Noregi og í Evrópubaráttu. Lið sem er meira með boltann og hefði kannski hentað mér betur. Þetta dæmi var týpískt fyrir mig og minn atvinnumannsferil. Ég fékk tveggja daga frí til að jafna mig á svekkelsinu. Ég keyrði með konunni út á land til að kúpla mig út úr öllu. Ég var ekkert sérstaklega skemmtilegur þessa tvo daga.“Alltaf ágætur í sköllunum Óskar Örn er að verða 31 árs gamall og gerir sér grein fyrir því að atvinnumannstækifærin eru ekki þau sömu og áður. „Ég er ekkert að horfa á það núna. Ég held að lið séu ekki að horfa á mann sem er að verða 31 árs, hefur spilað á Íslandi nánast allan sinn feril og átt hálfmisheppnaðan atvinnumannsferil.“ Miðað við það hvernig Óskar er að spila í sumar má ekki útiloka neitt í framhaldinu. „Þetta er eitt af mínum bestu tímabilum þó svo það hafi verið hljótt um það. Nú er ég orðinn þekktur skallamaður líka. Ég hef alltaf verið ágætur í sköllunum og núna hefur það dottið. Ég náði kannski að styrkja mig aðeins í djöfulganginum í Kanada.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21