Arngrímur Jóhannsson flugstjóri hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans. Hann liggur nú á lýtalækningadeild spítalans en hann hlaut alvarleg brunasár á öðrum handleggi og báðum fótleggjum. RÚV greinir frá og vísar í upplýsingar af Landspítalanum.
Arngrímur lenti sem kunnugt er í flugslysi á Tröllaskaga í síðustu viku þegar lítil flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak frá Akureyri. Félagi Arngríms í fluginu, Arthur Grant Wagstaff frá Kanada, lét lífið.
Rannsóknarnefnd flugslysa fer með rannsókn á því hvað miður fór í fluginu.
