Íslenski boltinn

Polina skaut Stjörnunni í 32-liða úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Polina heldur áfram að skora fyrir Stjörnuna.
Polina heldur áfram að skora fyrir Stjörnuna. Vísir/Andri Marinó
Stjarnan er komið í 32 liða úrslit Meistaradeildar kvenna eftir 2-0 sigur á Apollon Limassol í hreinum úrslitaleik um laust sæti í 32-liða úrslitunum.

Leikinn var fjögurra liða riðill á Kýpur, en fyrir leikinn voru bæði liðin búin að vinna báða sína leiki. Jafntefli dugði Apollon því þær höfðu unnið hina leikina tvo með stærri mun.

Mikið jafnræði var með liðunum, en hin brasilíska Poliana Barbosa Medeiros kom Stjörnunni yfir rétt fyrir hlé. Hún fékk boltann eftir darraðadans í teignum og kom boltanum framhjá markverði Apollon. Polina hefur skorað í öllum fjórum leikjum sínum fyrir Stjörnuna.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en í síðari hálfleik gerði Apollon allt hvað þeir gátu til þess að skora. Þær fengu þó fá dauðafæri, en Ana Cate skallaði meðal annars boltann í þverslánna fyrir Stjörnuna.

Það var hin brasilíska Polina sem gerði svo út um leikinn með öðru marki sínu og öðru marki Stjörnunnar stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hún slapp ein í gegn og lyfti boltanum yfir markvörð heimastúlkna.

Lokatölur 2-0 sigur Stjörnunanr sem er því komið í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en dregið verður í 32-liða úrslitin 20. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×