UNICEF: Nepölsk börn lýsa ótta og óöryggi á skjálftasvæðinu Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2015 10:07 Börn sem starfsmenn UNICEF ræddu við segjast kvíðin yfir því hvaða áhrif skortur á hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og læknisþjónustu hafi á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og eru áhyggjufull yfir því hvaða áhrif lokanir skóla í kjölfar skjálftans hafa á framtíð þeirra. Mynd/Unicef Mörg börn á jarðskjálftasvæðinu í Nepal upplifa ótta og óöryggi yfir að þurfa að búa í tjöldum og yfirfullum neyðarskýlum. Starfsmenn UNICEF og samstarfsaðila hafa rætt við nærri tvö þúsund börn á skjálftasvæðinu sem lifðu af jarðskjálftana í Nepal í vor. Segjast börnin kvíðin yfir því hvaða áhrif skortur á hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og læknisþjónustu hafi á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og eru áhyggjufull yfir því hvaða áhrif lokanir skóla í kjölfar skjálftans hafa á framtíð þeirra. Í tilkynningu frá UNICEF segir að börnin á skjálftasvæðinu hafi komið með nákvæmar og praktískar ráðleggingar varðandi uppbyggingarstarfið og meðal annars sagst vilja vera betur undirbúin fyrir jarðskjálfta í framtíðinni. „Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal er enn í fullum gangi og þegar hafa þúsundir landsmanna lagt henni lið. Fjölmargir hafa auk þess skráð sig í áheitahlaup fyrir UNICEF á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu í næstu viku. „Við erum ákaflega þakklát öllum þeim sem ætla að hlaupa fyrir UNICEF og öllum sem þegar hafa heitið á hlauparana. Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að bætast í hópinn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Börn berskjölduð fyrir misnotkunÍ tilkynningunni segir að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er þau varðar og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. „Skýrslan sem gefin var út í kjölfar samráðsins við börnin nefnist After the earthquake: Nepal´s children speak out. „Börnin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn – nokkuð sem fullorðnir gætu ekki hafa komið auga á,“ segir yfirmaður hjá UNICEF á svæðinu, Dr. Rownak Khan. UNICEF og samtökin fjögur sem stóðu að verkefninu undirstrika þörfina á því að gera samfélög í Nepal betur í stakk búin til að mæta meiriháttar áföllum sem þessum og vara einnig við því að án hjálpar sé heilsu barna, velferð og öryggi verulega ógnað nú þegar monsún-rigningarnar standa yfir. „Rigningarnar gera allt hjálparstarfið erfiðara. Börn á svæðinu hafa gengið í gegnum einstaklega ógnvekjandi reynslu sem orsakar mikla streitu hjá þeim. Þessi reynsla hefur kippt fótunum undan tilveru þeirra og haft veruleg áhrif á skólagöngu þeirra. Börnin þurfa margvíslega aðstoð og einnig sálrænan stuðning til að jafna sig. Veita þarf hjálp hratt og örugglega,“ segir Bergsteinn Jónsson. Tugþúsundir barna á jarðskjálftasvæðinu í Nepal búa við óviðunandi aðstæður í neyðarskýlum. Umfangsmikil hjálp hefur þegar verið veitt en þörfin er enn gríðarleg,“ segir í tilkynningunni. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira
Mörg börn á jarðskjálftasvæðinu í Nepal upplifa ótta og óöryggi yfir að þurfa að búa í tjöldum og yfirfullum neyðarskýlum. Starfsmenn UNICEF og samstarfsaðila hafa rætt við nærri tvö þúsund börn á skjálftasvæðinu sem lifðu af jarðskjálftana í Nepal í vor. Segjast börnin kvíðin yfir því hvaða áhrif skortur á hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og læknisþjónustu hafi á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og eru áhyggjufull yfir því hvaða áhrif lokanir skóla í kjölfar skjálftans hafa á framtíð þeirra. Í tilkynningu frá UNICEF segir að börnin á skjálftasvæðinu hafi komið með nákvæmar og praktískar ráðleggingar varðandi uppbyggingarstarfið og meðal annars sagst vilja vera betur undirbúin fyrir jarðskjálfta í framtíðinni. „Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal er enn í fullum gangi og þegar hafa þúsundir landsmanna lagt henni lið. Fjölmargir hafa auk þess skráð sig í áheitahlaup fyrir UNICEF á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu í næstu viku. „Við erum ákaflega þakklát öllum þeim sem ætla að hlaupa fyrir UNICEF og öllum sem þegar hafa heitið á hlauparana. Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að bætast í hópinn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Börn berskjölduð fyrir misnotkunÍ tilkynningunni segir að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er þau varðar og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. „Skýrslan sem gefin var út í kjölfar samráðsins við börnin nefnist After the earthquake: Nepal´s children speak out. „Börnin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn – nokkuð sem fullorðnir gætu ekki hafa komið auga á,“ segir yfirmaður hjá UNICEF á svæðinu, Dr. Rownak Khan. UNICEF og samtökin fjögur sem stóðu að verkefninu undirstrika þörfina á því að gera samfélög í Nepal betur í stakk búin til að mæta meiriháttar áföllum sem þessum og vara einnig við því að án hjálpar sé heilsu barna, velferð og öryggi verulega ógnað nú þegar monsún-rigningarnar standa yfir. „Rigningarnar gera allt hjálparstarfið erfiðara. Börn á svæðinu hafa gengið í gegnum einstaklega ógnvekjandi reynslu sem orsakar mikla streitu hjá þeim. Þessi reynsla hefur kippt fótunum undan tilveru þeirra og haft veruleg áhrif á skólagöngu þeirra. Börnin þurfa margvíslega aðstoð og einnig sálrænan stuðning til að jafna sig. Veita þarf hjálp hratt og örugglega,“ segir Bergsteinn Jónsson. Tugþúsundir barna á jarðskjálftasvæðinu í Nepal búa við óviðunandi aðstæður í neyðarskýlum. Umfangsmikil hjálp hefur þegar verið veitt en þörfin er enn gríðarleg,“ segir í tilkynningunni.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira