Íslenskur forritari hefur safnað sex milljónum fyrir sýrlenskan flóttamann Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2015 12:30 Vinstra megin sjást myndirnar af pennasölumanninum Abdul sem komu öllu af stað. Til hægri er hann ásamt fjölskyldu sinni. Sex milljónir hafa safnast til styrktar þeim. myndir/Joshua Abu al-Homsi „Þetta varð miklu, miklu stærra en ég átti von á,“ segir Gissur Símonarson íslenskur forritari búsettur í Noregi. Í gær hóf hann söfnun til styrktar flóttamanni í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, til að maðurinn gæti átt betra líf. Markið var sett á 5.000 dollara, rúmar sex hundruð þúsund krónur, en þegar þetta er skrifað hafa 47.000 dollarar safnast en það jafngildir rúmum sex milljónum króna. Yfir 1.500 manns hafa lagt verkefninu lið. „Ég sá mynd af manninum þar sem hann stóð úti á götu og reyndi að selja penna til að hafa í sig og á. Það var eitthvað við hana sem snart mig svo ég tísti henni sjálfur. Á stuttum tíma höfðu yfir þrjúþúsund endurtíst henni og margir voru að spyrja mig út í manninn á myndinni,“ segir Gissur. Gotten a lot of requests to help this man and his daughter. Anyone know people in Beirut able to locate him? #BuyPens pic.twitter.com/KOz4mjW1rd — Gissur Simonarson CN (@GissiSim) August 25, 2015Gissur býr í Noregi og starfar sem forritari hjá fyrirtæki sem heitir Puzzlepart. Með fram því heldur hann úti síðunni ConflictNews sem segir fréttir af stríðshrjáðum löndum. Í gegnum síðuna hefur hann kynnst fólki sem býr í Miðausturlöndum sem sendir honum öðru hvoru fréttir fyrir síðuna. „Ég ákvað að gá hvort ég gæti notað tengslanetið til að finna út hver maðurinn á myndinni er. Ég sendi frá mér tíst og innan þrjátíu mínútna var maður búinn að senda mér skeyti með nafninu á manninum.“ UPDATE: @aboyosha3homs has located the man and his daughter. We are looking to get his whatsapp number now! #BuyPens pic.twitter.com/wUpuPv5GRH — #BuyPens (@Buy_Pens) August 27, 2015Gissur segir að hann hafi ekki viljað gera neitt nema ganga úr skugga um að maðurinn væri í raun á vonarvöl og að barnið væri hans. Jessy El Mur, fréttaritari Sky News Arabic á svæðinu, fór og hitti manninn og komst að því að hann væri einstæður tveggja barna faðir sem hefðist við í Yarmouk flóttamannabúðunum í Damaskus. Hann á níu ára son og fjögurra og hálfs árs gamla dóttur. „Þetta var eiginlega alveg óvart. Fyrst þegar ég tísti þessu langaði mig bara að finna einhvern á svæðinu sem gæti hjálpað honum. Komið til hans smá mat og fötum en þetta varð allt svo miklu, miklu stærra,“ segir Gissur. Nú fer í hönd ferli til að reyna að afhenda manninum peninginn þegar söfnuninni er lokið. UNICEF ætlar aðstoða hann við ferlið. Ekki er talið skynsamlegt að láta hann fá alla peningana í einu heldur er til umræðu að stofna sjóð sem hann fengi mánaðarlega greitt úr. Abdul is a Palestinian Syrian from the notorious Yarmouk camp seen in this photo. He's a single dad with 2 children. pic.twitter.com/egFy2Bk3lX — Gissur Simonarson CN (@GissiSim) August 27, 2015 „Ég hef fengið mörg skeyti um að gera svipað fyrir aðra en ég veit ekki hvort ég geri það. Ég er enginn aktívisti,“ segir Gissur og bætir við að ef hann tæki upp á svipaðri söfnun myndi hann reyna að hjálpa fleirum. „Næst myndi ég reyna að hjálpa íbúum í heilum bæ eða borg. Það að aðstoða einn gerir lítið fyrir stóra samhengið því það er ekki bara einn maður sem stendur í þessu heldur hundruðir þúsunda. Þetta er ágætt til að vekja athygli á vandanum en það er hægt að gera svo miklu, miklu meira.“ Hann segir hópfjármögnunarsíður vera vannýttan vettvang fyrir safnanir á borð við þessa. „Stór regnhlífasamtök eru mjög góð og hjálpa mikið en þetta er önnur leið sem hægt er að nota til að aðstoða. Kosturinn við þetta er að þú sérð að mörgu leiti betur hvernig peningurinn er nýttur og sérð líka hvernig söfnunin gengur.“Gissur ásamt kærustu sinni.mynd/gissur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
„Þetta varð miklu, miklu stærra en ég átti von á,“ segir Gissur Símonarson íslenskur forritari búsettur í Noregi. Í gær hóf hann söfnun til styrktar flóttamanni í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, til að maðurinn gæti átt betra líf. Markið var sett á 5.000 dollara, rúmar sex hundruð þúsund krónur, en þegar þetta er skrifað hafa 47.000 dollarar safnast en það jafngildir rúmum sex milljónum króna. Yfir 1.500 manns hafa lagt verkefninu lið. „Ég sá mynd af manninum þar sem hann stóð úti á götu og reyndi að selja penna til að hafa í sig og á. Það var eitthvað við hana sem snart mig svo ég tísti henni sjálfur. Á stuttum tíma höfðu yfir þrjúþúsund endurtíst henni og margir voru að spyrja mig út í manninn á myndinni,“ segir Gissur. Gotten a lot of requests to help this man and his daughter. Anyone know people in Beirut able to locate him? #BuyPens pic.twitter.com/KOz4mjW1rd — Gissur Simonarson CN (@GissiSim) August 25, 2015Gissur býr í Noregi og starfar sem forritari hjá fyrirtæki sem heitir Puzzlepart. Með fram því heldur hann úti síðunni ConflictNews sem segir fréttir af stríðshrjáðum löndum. Í gegnum síðuna hefur hann kynnst fólki sem býr í Miðausturlöndum sem sendir honum öðru hvoru fréttir fyrir síðuna. „Ég ákvað að gá hvort ég gæti notað tengslanetið til að finna út hver maðurinn á myndinni er. Ég sendi frá mér tíst og innan þrjátíu mínútna var maður búinn að senda mér skeyti með nafninu á manninum.“ UPDATE: @aboyosha3homs has located the man and his daughter. We are looking to get his whatsapp number now! #BuyPens pic.twitter.com/wUpuPv5GRH — #BuyPens (@Buy_Pens) August 27, 2015Gissur segir að hann hafi ekki viljað gera neitt nema ganga úr skugga um að maðurinn væri í raun á vonarvöl og að barnið væri hans. Jessy El Mur, fréttaritari Sky News Arabic á svæðinu, fór og hitti manninn og komst að því að hann væri einstæður tveggja barna faðir sem hefðist við í Yarmouk flóttamannabúðunum í Damaskus. Hann á níu ára son og fjögurra og hálfs árs gamla dóttur. „Þetta var eiginlega alveg óvart. Fyrst þegar ég tísti þessu langaði mig bara að finna einhvern á svæðinu sem gæti hjálpað honum. Komið til hans smá mat og fötum en þetta varð allt svo miklu, miklu stærra,“ segir Gissur. Nú fer í hönd ferli til að reyna að afhenda manninum peninginn þegar söfnuninni er lokið. UNICEF ætlar aðstoða hann við ferlið. Ekki er talið skynsamlegt að láta hann fá alla peningana í einu heldur er til umræðu að stofna sjóð sem hann fengi mánaðarlega greitt úr. Abdul is a Palestinian Syrian from the notorious Yarmouk camp seen in this photo. He's a single dad with 2 children. pic.twitter.com/egFy2Bk3lX — Gissur Simonarson CN (@GissiSim) August 27, 2015 „Ég hef fengið mörg skeyti um að gera svipað fyrir aðra en ég veit ekki hvort ég geri það. Ég er enginn aktívisti,“ segir Gissur og bætir við að ef hann tæki upp á svipaðri söfnun myndi hann reyna að hjálpa fleirum. „Næst myndi ég reyna að hjálpa íbúum í heilum bæ eða borg. Það að aðstoða einn gerir lítið fyrir stóra samhengið því það er ekki bara einn maður sem stendur í þessu heldur hundruðir þúsunda. Þetta er ágætt til að vekja athygli á vandanum en það er hægt að gera svo miklu, miklu meira.“ Hann segir hópfjármögnunarsíður vera vannýttan vettvang fyrir safnanir á borð við þessa. „Stór regnhlífasamtök eru mjög góð og hjálpa mikið en þetta er önnur leið sem hægt er að nota til að aðstoða. Kosturinn við þetta er að þú sérð að mörgu leiti betur hvernig peningurinn er nýttur og sérð líka hvernig söfnunin gengur.“Gissur ásamt kærustu sinni.mynd/gissur
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent