Stefnuræða Juncker: 120 þúsund flóttamönnum deilt milli aðildarríkja Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2015 09:53 Jean-Claude Juncker gagnrýndi fjölda aðildarríkja í ræðu sinni fyrir að gera ekki nóg þegar kemur að móttöku flóttafólks. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sambandið muni ráðast í skjótar, staðfastar og umfangsmiklar aðgerðir til að bregðast við flóttamannavanda álfunnar. Juncker flutti árlega stefnuræðu sína í Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun og voru málefni flóttamanna mest áberandi. Sagði hann að önnur mikilvæg mál á borð við efnahagsmálin og ástandið í Úkraínu verði að vissu leyti útundan þegar staðan sé svona. Samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnarinnar stendur til að skipta 120 þúsund flóttamönnum til viðbótar milli aðildarríkja sambandsins og verði kvótarnir bindandi.Farage með frammíköllTugþúsundir flóttamanna, að stórum hluta Sýrlendingar, hafa lagt leið sína til aðildarríkja ESB á síðustu vikum, og hafa stjórnvöld í Ungverjalandi meðal annars verið vöruð við að búast megi við um 40 þúsund flóttamönnum til viðbótar til landsins fyrir lok vikunnar.Í frétt BBC kemur fram að breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage hafi verið með frammíköll þegar Juncker flutti ræðu sína, en Juncker þá svarað því til að athugasemdir hans væru einskis virði.Ráðherrar innflytjendamála funda á mánudagStjórnvöld í Þýskalandi hafa lýst yfir stuðningi við að sérstöku kvótakerfi varðandi móttöku flóttamanna verði komið á, en nokkur aðildarríki sambandsins eru því andsnúin. Á mánudaginn munu ráðherrar innflytjendamála sambandins funda og ákveða hvernig til standi að skipta þeim flóttamönnum sem nú hafast við í Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi milli aðildarríkjanna. Fyrri tillaga, sem lögð var fram í júní, var felld. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Póllandi og Bretlandi hafa lýst yfir mótmælum með að þessi leið verði farin. „Ég vona virkilega að allir verði með í þetta skiptið. Við erum að ræða um manneskjur – ekki tölur. Nú styttist í veturinn. Viljum við virkilega sjá fólk sofandi á lestarstöðum og í köldum tjöldum,“ spurði Juncker. Í ræðu sinni lagði Juncker einnig áherslu á að til standi að herða gæslu á ytri landamærum sambandsins og efla leit að ólöglegum flóttamönnum.Milljónir Evrópubúa hafa áður lagst á flóttaJuncker lagði áherslu á að milljónir Evrópubúa hafi áður lagst á flótta, þar á meðal vegna ofsókna nasista fyrir og í og seinna stríði og vegna aðgerða Sovétmanna í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Juncker hélt áfram og hrósaði Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon sérstaklega fyrir þátttöku sína í að taka á móti milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum ríkjum. Hann gagnrýndi hins vegar sum aðildarríki ESB sem hafa vísað á Brussel og hvert á annað og segja þau gera of lítið eða rangt. „Að kenna öðrum um gerir hins vegar lítið fyrir flóttafólkið, það er einungis sönnun þess að menn geta ekki tekist á við ástandið.“ Þingmenn ýmist klöppuðu eða mótmæltu þessum orðum Juncker. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sambandið muni ráðast í skjótar, staðfastar og umfangsmiklar aðgerðir til að bregðast við flóttamannavanda álfunnar. Juncker flutti árlega stefnuræðu sína í Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun og voru málefni flóttamanna mest áberandi. Sagði hann að önnur mikilvæg mál á borð við efnahagsmálin og ástandið í Úkraínu verði að vissu leyti útundan þegar staðan sé svona. Samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnarinnar stendur til að skipta 120 þúsund flóttamönnum til viðbótar milli aðildarríkja sambandsins og verði kvótarnir bindandi.Farage með frammíköllTugþúsundir flóttamanna, að stórum hluta Sýrlendingar, hafa lagt leið sína til aðildarríkja ESB á síðustu vikum, og hafa stjórnvöld í Ungverjalandi meðal annars verið vöruð við að búast megi við um 40 þúsund flóttamönnum til viðbótar til landsins fyrir lok vikunnar.Í frétt BBC kemur fram að breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage hafi verið með frammíköll þegar Juncker flutti ræðu sína, en Juncker þá svarað því til að athugasemdir hans væru einskis virði.Ráðherrar innflytjendamála funda á mánudagStjórnvöld í Þýskalandi hafa lýst yfir stuðningi við að sérstöku kvótakerfi varðandi móttöku flóttamanna verði komið á, en nokkur aðildarríki sambandsins eru því andsnúin. Á mánudaginn munu ráðherrar innflytjendamála sambandins funda og ákveða hvernig til standi að skipta þeim flóttamönnum sem nú hafast við í Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi milli aðildarríkjanna. Fyrri tillaga, sem lögð var fram í júní, var felld. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Póllandi og Bretlandi hafa lýst yfir mótmælum með að þessi leið verði farin. „Ég vona virkilega að allir verði með í þetta skiptið. Við erum að ræða um manneskjur – ekki tölur. Nú styttist í veturinn. Viljum við virkilega sjá fólk sofandi á lestarstöðum og í köldum tjöldum,“ spurði Juncker. Í ræðu sinni lagði Juncker einnig áherslu á að til standi að herða gæslu á ytri landamærum sambandsins og efla leit að ólöglegum flóttamönnum.Milljónir Evrópubúa hafa áður lagst á flóttaJuncker lagði áherslu á að milljónir Evrópubúa hafi áður lagst á flótta, þar á meðal vegna ofsókna nasista fyrir og í og seinna stríði og vegna aðgerða Sovétmanna í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Juncker hélt áfram og hrósaði Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon sérstaklega fyrir þátttöku sína í að taka á móti milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum ríkjum. Hann gagnrýndi hins vegar sum aðildarríki ESB sem hafa vísað á Brussel og hvert á annað og segja þau gera of lítið eða rangt. „Að kenna öðrum um gerir hins vegar lítið fyrir flóttafólkið, það er einungis sönnun þess að menn geta ekki tekist á við ástandið.“ Þingmenn ýmist klöppuðu eða mótmæltu þessum orðum Juncker.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira