Þingmaður Pírata gagnrýnir samkomulag rétthafa og fjarskiptafyrirtækja Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. september 2015 12:23 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið Íslenskir rétthafar í samstarfi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið og segir farið framhjá dómstólum við lokun þessara vefsíðna. „Mér lýst náttúrulega bara mjög illa á þetta. Þetta er bara ritskoðun og þarna á sér stað það sem heitir „public-private partnership“ á ensku þar sem einkafyrirtæki, sem sagt rétthafar, eru að gera með sér samning um eitthvað sem dómstólar og lögregluvaldið, eða framkvæmdavaldið, á að vera að sinna,“ segir hún. Lögbannið sem samkomulagið byggir á var sett í Hæstarétti þann 14. október í fyrra, en þá var aðgangi að síðunum Deildu.net og Pirate Bay lokað. „Þarna sýnist mér verið að nota dóm sem fordæmi fyrir því að það eigi að loka öðrum vefsíðum án þess að það fari fyrir dómara sérstaklega út af því að þær hafa einhverja meinta starfsemi, eins og að deila höfundarréttarvörðu efni,“ segir hún. Ásta bendir á að deilisíður séu í raun ekkert annað en leitarvélar og að niðurstöðurnar leiði fólk ekki bara að höfundaréttarvörðu efni. „Þarna er verið að auðvelda fólki að leita, þetta er svona svipað og Google og Yahoo, þannig að af hverju ekki bara að fara alla leið og loka bara öllum leitarsíðum?“ spyr hún. Ásta segist ekki eiga von á öðru en að málið komið til umræðu á Alþingi. „Þetta er náttúrulega bara algjörlega ótækt, í raun og veru, að þarna sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandsi. Og það hefur bara sýnt sig – og ítrekað – að það að loka svona síðum eins og er verið að gera þarna virkar ekki. Þarna er ekki verið að taka niður það efni sem er verið að deila, sem er brotið, heldur er verið að búa til svona grunnan vegg sem auðvelt er að fara framhjá,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Íslenskir rétthafar í samstarfi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið og segir farið framhjá dómstólum við lokun þessara vefsíðna. „Mér lýst náttúrulega bara mjög illa á þetta. Þetta er bara ritskoðun og þarna á sér stað það sem heitir „public-private partnership“ á ensku þar sem einkafyrirtæki, sem sagt rétthafar, eru að gera með sér samning um eitthvað sem dómstólar og lögregluvaldið, eða framkvæmdavaldið, á að vera að sinna,“ segir hún. Lögbannið sem samkomulagið byggir á var sett í Hæstarétti þann 14. október í fyrra, en þá var aðgangi að síðunum Deildu.net og Pirate Bay lokað. „Þarna sýnist mér verið að nota dóm sem fordæmi fyrir því að það eigi að loka öðrum vefsíðum án þess að það fari fyrir dómara sérstaklega út af því að þær hafa einhverja meinta starfsemi, eins og að deila höfundarréttarvörðu efni,“ segir hún. Ásta bendir á að deilisíður séu í raun ekkert annað en leitarvélar og að niðurstöðurnar leiði fólk ekki bara að höfundaréttarvörðu efni. „Þarna er verið að auðvelda fólki að leita, þetta er svona svipað og Google og Yahoo, þannig að af hverju ekki bara að fara alla leið og loka bara öllum leitarsíðum?“ spyr hún. Ásta segist ekki eiga von á öðru en að málið komið til umræðu á Alþingi. „Þetta er náttúrulega bara algjörlega ótækt, í raun og veru, að þarna sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandsi. Og það hefur bara sýnt sig – og ítrekað – að það að loka svona síðum eins og er verið að gera þarna virkar ekki. Þarna er ekki verið að taka niður það efni sem er verið að deila, sem er brotið, heldur er verið að búa til svona grunnan vegg sem auðvelt er að fara framhjá,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00