„Trúið ekki þessari áróðursvél“ Agnar Már Másson skrifar 7. janúar 2026 22:25 Ríkisstjóri Minnesota skellir skömminni á ICE og Trump-stjórnina. Samett/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur ICE, innflytjendaeftirliti Bandaríkjanna, til varnar eftir að fulltrúi ICE skaut í dag 37 ára bandarískan ríkisborgara til bana í Minneapolis í Minnesota. Ríkisstjóri Minnesota harmar atvikið en biðlar til íbúa að halda ró sinni, „bíta ekki á agnið“ og trúa ekki „áróðursvél“ Trump-stjórnarinnar. Ríkisstjórinn vill meina að aðgerðir ICE í borginni séu til þess fallnar að skapa óreiðu. Forsetinn tjáir sig um málið í færslu á samfélagsmiðlum. Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut í dag 37 ára konu, og bandarískan ríkisborgara, til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota þar sem hún sat í bílnum sínum, að sögn yfirvalda. Ráðuneytið gaf þær skýringar að „óeirðarseggur“ hefði „vopnvætt“ ökutæki sitt og ICE-liðinn, sem hefði óttast um líf sitt, svarað með „varnarskoti“. Trump vill meina að konan hafi ekið grimmlega yfir fulltrúa ICE en af myndskeiði af vettvangi að dæma er ekki að sjá að nokkur ICE-fulltrúi hafi hafnað undir bílnum. Sjónarvottar lýstu því við staðarmiðilinn MPR að konan hefði lagt bílnum á miðri götu til að mótmæla aðgerðum lögreglunnar. Þeir segja að atvikið hafi gerst um klukkan 9.30 að staðartíma við Portland Avenue. Trump regime ICE troops murdered a US citizen, a woman in Minneapolis. She was shot point blank in the face according to witnesses. Footage shows her drive away as an ICE trooper shoots into her car window, causing her car to lose control. pic.twitter.com/ASz7lWS9y2— Anonymous (@YourAnonCentral) January 7, 2026 Á myndskeiðum sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá að minnsta kosti þrjá vopnaða ICE-liða nálgast tækið, einn þeirra reyna að opna hurðina meðan annar nálgaðist bílinn að framanverðu. Þegar bílnum var síðan ekið örlítið aftur á bak og svo aftur fram hleypti annar ICE-fulltrúinn skotum í að bílnum er hann smeygði sér undan ökutækinu. Þá virðist hann einnig hafa reynt að skjóta í gegnum hliðarrúðu bílsins. Á ljósmyndum má sjá skotfar í framrúðu bílsins. ICE-fulltrúinn liggi upp á spítala „Þessi atvik eru að gerast vegna þess að öfgavinstrið er að ógna, ráðast á og beina spjótum sínum að lögreglumönnum og fulltrúum ICE á hverjum degi,“ segir Bandaríkjaforseti. Enn fremur kveðst Trump eiga erfitt með að trúa að ICE-fulltrúinn sé enn á lífi og forsetinn segir hann liggja á sjúkrahúsi. Úr færslu Trumps í kvöld.Skjáskot/Truth Social „Drullið ykkur út“ Borgarstjóri Minneapolis og ríkisstjóri Minnestora harma atvikið og gefa lítið fyrir skýringar ICE og Heimavarnaráðuneytisins. „Drullið ykkur út úr Minneapolis,“ beindi Jacob Frey borgarstjóri til fulltrúa ICE í borginni. Hann sagði aðgerðir stofnunarinnar í Minneapolis til þess fallnar að skapa óreiðu. „Trúið ekki þessari áróðursvél,“ sagði Tim Walz ríkisstjóri á X en í gær ræsti Trump-stjórnin út tvö þúsund ICE-fulltrúa til tvíburaborganna Saint Paul og Minneapolis í rækilegri óþökk stjórnvalda þar. Tim Walz er ríkisstjóri Minnesota og var varaforsetaefni Kamölu Harris í síðustu forsetakosningum.AP Í ræðu í kvöld mælti Walz gegn því við íbúa Minnesota „að bíta á agnið“ og biðlaði til íbúa að halda ró sinni. NBC hefur eftir heimildarmanni í ICE að fulltrúum eftirlitsins sé ráðlagt að nálgast ekki bifreiðar að framanverðu og skjóta aldrei á ökutæki á ferð. Íbúar í Minneapolis bera lögregluyfirvöldum ekki ávallt fagra söguna. Aðeins nokkrum götum frá var blökkumaðurinn George Floyd myrtur árið 2020 af hvítum lögreglumanni í borginni sem var að handtaka hann vegna gruns um að hafa borgað með fölsuðum seðli. Lögreglumaðurinn þrýsti hné sínu á háls Floyd þar til hann lést. Upp úr þessu spratt bylgja mótmæla víða um Bandaríkin sem kenndu sig við Black Lives Matter en víða spunnust mótmælin svo út í óeirðir, ekki síst í Minneapolis. Mótmæli brutust út við vettvang lögregluaðgerðarinnar í dag og einhver átök voru á svæðinu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Forsetinn tjáir sig um málið í færslu á samfélagsmiðlum. Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut í dag 37 ára konu, og bandarískan ríkisborgara, til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota þar sem hún sat í bílnum sínum, að sögn yfirvalda. Ráðuneytið gaf þær skýringar að „óeirðarseggur“ hefði „vopnvætt“ ökutæki sitt og ICE-liðinn, sem hefði óttast um líf sitt, svarað með „varnarskoti“. Trump vill meina að konan hafi ekið grimmlega yfir fulltrúa ICE en af myndskeiði af vettvangi að dæma er ekki að sjá að nokkur ICE-fulltrúi hafi hafnað undir bílnum. Sjónarvottar lýstu því við staðarmiðilinn MPR að konan hefði lagt bílnum á miðri götu til að mótmæla aðgerðum lögreglunnar. Þeir segja að atvikið hafi gerst um klukkan 9.30 að staðartíma við Portland Avenue. Trump regime ICE troops murdered a US citizen, a woman in Minneapolis. She was shot point blank in the face according to witnesses. Footage shows her drive away as an ICE trooper shoots into her car window, causing her car to lose control. pic.twitter.com/ASz7lWS9y2— Anonymous (@YourAnonCentral) January 7, 2026 Á myndskeiðum sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá að minnsta kosti þrjá vopnaða ICE-liða nálgast tækið, einn þeirra reyna að opna hurðina meðan annar nálgaðist bílinn að framanverðu. Þegar bílnum var síðan ekið örlítið aftur á bak og svo aftur fram hleypti annar ICE-fulltrúinn skotum í að bílnum er hann smeygði sér undan ökutækinu. Þá virðist hann einnig hafa reynt að skjóta í gegnum hliðarrúðu bílsins. Á ljósmyndum má sjá skotfar í framrúðu bílsins. ICE-fulltrúinn liggi upp á spítala „Þessi atvik eru að gerast vegna þess að öfgavinstrið er að ógna, ráðast á og beina spjótum sínum að lögreglumönnum og fulltrúum ICE á hverjum degi,“ segir Bandaríkjaforseti. Enn fremur kveðst Trump eiga erfitt með að trúa að ICE-fulltrúinn sé enn á lífi og forsetinn segir hann liggja á sjúkrahúsi. Úr færslu Trumps í kvöld.Skjáskot/Truth Social „Drullið ykkur út“ Borgarstjóri Minneapolis og ríkisstjóri Minnestora harma atvikið og gefa lítið fyrir skýringar ICE og Heimavarnaráðuneytisins. „Drullið ykkur út úr Minneapolis,“ beindi Jacob Frey borgarstjóri til fulltrúa ICE í borginni. Hann sagði aðgerðir stofnunarinnar í Minneapolis til þess fallnar að skapa óreiðu. „Trúið ekki þessari áróðursvél,“ sagði Tim Walz ríkisstjóri á X en í gær ræsti Trump-stjórnin út tvö þúsund ICE-fulltrúa til tvíburaborganna Saint Paul og Minneapolis í rækilegri óþökk stjórnvalda þar. Tim Walz er ríkisstjóri Minnesota og var varaforsetaefni Kamölu Harris í síðustu forsetakosningum.AP Í ræðu í kvöld mælti Walz gegn því við íbúa Minnesota „að bíta á agnið“ og biðlaði til íbúa að halda ró sinni. NBC hefur eftir heimildarmanni í ICE að fulltrúum eftirlitsins sé ráðlagt að nálgast ekki bifreiðar að framanverðu og skjóta aldrei á ökutæki á ferð. Íbúar í Minneapolis bera lögregluyfirvöldum ekki ávallt fagra söguna. Aðeins nokkrum götum frá var blökkumaðurinn George Floyd myrtur árið 2020 af hvítum lögreglumanni í borginni sem var að handtaka hann vegna gruns um að hafa borgað með fölsuðum seðli. Lögreglumaðurinn þrýsti hné sínu á háls Floyd þar til hann lést. Upp úr þessu spratt bylgja mótmæla víða um Bandaríkin sem kenndu sig við Black Lives Matter en víða spunnust mótmælin svo út í óeirðir, ekki síst í Minneapolis. Mótmæli brutust út við vettvang lögregluaðgerðarinnar í dag og einhver átök voru á svæðinu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira