Vilja efla samstarf Íslands og Grænlands Atli ísleifsson skrifar 11. september 2015 14:07 Frá Nuuk. Vísir/AFP Þingmenn úr fimm flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem felur í sér að efla samstarf Íslands og Grænlands á ýmsum sviðum. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Með henni lýsir Alþingi stuðningi við „söguleg skref sem vina- og nágrannaþjóð Íslendinga á Grænlandi hefur á síðustu áratugum tekið til aukinnar sjálfstjórnar og felur ríkisstjórninni að efla tengsl og samvinnu við Grænland.“ Í tillögunni segir að samstarf landanna skuli eflt meðal annars með gerð samkomulags sem tryggi fullt tollfrelsi varðandi sölu varnings og þjónustu, að örva tengsl milli yngstu kynslóða þjóðanna, að auka samstarf háskóla landanna, að koma á öflugu rannsóknasamstarfi, að bjóða til samstarfs á sviði sjávarútvegs, að taka frumkvæði að úttekt á mögulegri samvinnu á sviði læknis- og heilbrigðisþjónustu, að efla samstarf um ferðaþjónustu, að efla samstarf og ráðgjöf á sviði vatnsaflsverkefna á Grænlandi, að vinna að sameiginlegri framtíðarsýn um nýjar skipaleiðir á norðurslóðum, að efla samvinnu gegn loftslagsvá og taka upp formlegt samstarf á sviði umhverfisverndar og að efla á alla lund starfsemi Vestnorræna ráðsins. Í greinargerð með tillögunni segir að Íslendingar hafi margar og ríkar ástæður til að styrkja sambandið við Grænland. „Þær eru bæði landfræðilegar og sögulegar, en ekki síst pólitískar og efnahagslegar.“ Þá segir að nú séu Íslendingar og Grænlendingar nánar vina- og samstarfsþjóðir með vaxandi tengsl á öllum sviðum og eigi ríka sameiginlega hagsmuni varðandi loftslagsbreytingar, vernd norðurslóða og nýtingu auðlinda. „Í kjölfar hlýnunar andrúmsloftsins munu breytingar á umhverfi og atvinnuháttum í norðri kalla á aukið samstarf þjóðanna á fjölmörgum sviðum.“ Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Þingmenn úr fimm flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem felur í sér að efla samstarf Íslands og Grænlands á ýmsum sviðum. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Með henni lýsir Alþingi stuðningi við „söguleg skref sem vina- og nágrannaþjóð Íslendinga á Grænlandi hefur á síðustu áratugum tekið til aukinnar sjálfstjórnar og felur ríkisstjórninni að efla tengsl og samvinnu við Grænland.“ Í tillögunni segir að samstarf landanna skuli eflt meðal annars með gerð samkomulags sem tryggi fullt tollfrelsi varðandi sölu varnings og þjónustu, að örva tengsl milli yngstu kynslóða þjóðanna, að auka samstarf háskóla landanna, að koma á öflugu rannsóknasamstarfi, að bjóða til samstarfs á sviði sjávarútvegs, að taka frumkvæði að úttekt á mögulegri samvinnu á sviði læknis- og heilbrigðisþjónustu, að efla samstarf um ferðaþjónustu, að efla samstarf og ráðgjöf á sviði vatnsaflsverkefna á Grænlandi, að vinna að sameiginlegri framtíðarsýn um nýjar skipaleiðir á norðurslóðum, að efla samvinnu gegn loftslagsvá og taka upp formlegt samstarf á sviði umhverfisverndar og að efla á alla lund starfsemi Vestnorræna ráðsins. Í greinargerð með tillögunni segir að Íslendingar hafi margar og ríkar ástæður til að styrkja sambandið við Grænland. „Þær eru bæði landfræðilegar og sögulegar, en ekki síst pólitískar og efnahagslegar.“ Þá segir að nú séu Íslendingar og Grænlendingar nánar vina- og samstarfsþjóðir með vaxandi tengsl á öllum sviðum og eigi ríka sameiginlega hagsmuni varðandi loftslagsbreytingar, vernd norðurslóða og nýtingu auðlinda. „Í kjölfar hlýnunar andrúmsloftsins munu breytingar á umhverfi og atvinnuháttum í norðri kalla á aukið samstarf þjóðanna á fjölmörgum sviðum.“
Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira