Körfubolti

Sam Mitchell tekur tímabundið við Timberwolves

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Andrew Wiggins, framtíðarstjarna Timberwolves, ræðir hér við Mitchell.
Andrew Wiggins, framtíðarstjarna Timberwolves, ræðir hér við Mitchell. Vísir/Getty
Sam Mitchell mun þjálfa Minnesota Timberwolves fyrstu mánuði tímabilsins í NBA-deildinni á meðan núverandi þjálfari og yfirmaður körfuboltamála hjá félaginu, Flip Saunders, gengst undir krabbameinsmeðferð.

Líkt og greint var frá í sumar greindist Saunders með krabbamein í vor en hann hefur verið þjálfari í NBA-deildinni í sautján ár. Er hann með 52,5% sigurhlutfall sem þjálfari í NBA-deildinni eða alls 654 sigra.

Þjálfaði hann lið Timberwolves á árunum 1995-2005, Detroit Pistons og Washington Wizards áður en hann sneri aftur sem þjálfari Timberwolves á síðasta ári þegar þáverandi þjálfari liðsins, Rick Adelman, hætti störfum sem þjálfari.

Mitchell lék á sínum tíma í tíu ár með Timberwolves en hann þreytti frumraun sína sem þjálfari þegar hann tók við liði Toronto Raptors árið 2004. Entist hann í fjögur ár með kanadíska félagið og var hann m.a. valinn þjálfari ársins í deildinni árið 2007.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×