Körfubolti

Bennett snýr aftur til Toronto

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Anthony Bennett sem var á dögunum leystur undan samningi hjá Minnesota Timberwolves, skrifaði í dag undir samning hjá Toronto Raptors í NBA-deildinni.

Snýr hann því aftur til borgarinnar sem hann ólst upp í en Bennett var á sínum tíma fyrsti kanadíski leikmaðurinn sem var valinn með fyrsta valrétt í nýliðavalinu. Skrifaði hann undir eins árs saming hjá Raptors.

Það vakti mikla athygli þegar Bennett var valinn af Cleveland Cavaliers með fyrsta valrétt í nýliðavalinu 2013 í annars slökum nýliðaárgangi.

Bennett náði sér aldrei á strik hjá Cavaliers og var sendur til Minnesota Timberwolves sem hluti af leikmannaskiptum Kevin Love til Cleveland Cavaliers síðasta sumar.

Bætti hann leik sinn örlítið hjá Timberwolves en ekki nægilega mikið og var fyrir vikið leystur undan samningi á dögunum.

Bennett þótt sýndi nokkuð lipra takta á Pan America leikunum sem fóru fram í sumar en hann var hluti af kanadíska liðinu sem nældi í silfur í keppninni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×