Skipverjarnir allir heilir á húfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2015 18:57 Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar síga um borð í Sóleyju Sigurjóns. Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns í hádeginu í dag og er báturinn nú í togi á leið til hafnar á Akureyri. Áætlað er að hann verði kominn til hafnar um klukkan fjögur í nótt. Skipverjum tókst sjálfum að slökkva eldinn með því að loka vélarrýminu og setja slökkvikerfi þess í gang.Þessi mynd er tekin úr eftirlitskerfi TF-SIFJAR, flugvél Landhelgisgæslunnar, en á henni sést hvernig unnt var að greina hita umhverfis útblástursrör vélarrýmisins.mynd/lhg„Skipverjar eru allir heilir á húfi og voru þannig lagað séð ekki í hættu. Þeir höfðu aðstæður undir stjórn en það getur alltaf leitt til frekari hættu þegar eldur er um borð í skipum úti á sjó, því skipverjar komast ekki langt,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Kallaðar voru út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og með annarri þeirra voru sendir reykkafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði og Skagaströnd jafnframt kölluð út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar, en hún var í eftlirlitsflugi út af Austfjörðum. Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar og reykkafara þar sem þeir eru komnir um borð í Sóleyju Sigurjóns. Myndin er tekin úr TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.mynd/lhgAuk þess var ákveðið að senda varðskipið Þór áleiðis á vettvang en skipið var statt við Snæfellsnes. Haft var samband við nærliggjandi skip og báta og var afráðið að Tómas Þorvaldsson sem statt var í innan við klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju Sigurjóns héldi á staðinn. „Skemmdirnar voru það miklar að þeir komu aðalvél skipsins ekki í gang og ófært var að sigla af svæðinu, þannig að það var afráðið að Tómas Þorvaldsson dragi Sóleyju inn til Akureyrar, en aðrar björgunareiningar hafa verið afþakkaðar og eru farnar af svæðinu,“ segir Ásgrímur.Sóley Sigurjóns og TF-LIF.mynd/lhg Fréttir af flugi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns í hádeginu í dag og er báturinn nú í togi á leið til hafnar á Akureyri. Áætlað er að hann verði kominn til hafnar um klukkan fjögur í nótt. Skipverjum tókst sjálfum að slökkva eldinn með því að loka vélarrýminu og setja slökkvikerfi þess í gang.Þessi mynd er tekin úr eftirlitskerfi TF-SIFJAR, flugvél Landhelgisgæslunnar, en á henni sést hvernig unnt var að greina hita umhverfis útblástursrör vélarrýmisins.mynd/lhg„Skipverjar eru allir heilir á húfi og voru þannig lagað séð ekki í hættu. Þeir höfðu aðstæður undir stjórn en það getur alltaf leitt til frekari hættu þegar eldur er um borð í skipum úti á sjó, því skipverjar komast ekki langt,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Kallaðar voru út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og með annarri þeirra voru sendir reykkafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði og Skagaströnd jafnframt kölluð út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar, en hún var í eftlirlitsflugi út af Austfjörðum. Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar og reykkafara þar sem þeir eru komnir um borð í Sóleyju Sigurjóns. Myndin er tekin úr TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.mynd/lhgAuk þess var ákveðið að senda varðskipið Þór áleiðis á vettvang en skipið var statt við Snæfellsnes. Haft var samband við nærliggjandi skip og báta og var afráðið að Tómas Þorvaldsson sem statt var í innan við klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju Sigurjóns héldi á staðinn. „Skemmdirnar voru það miklar að þeir komu aðalvél skipsins ekki í gang og ófært var að sigla af svæðinu, þannig að það var afráðið að Tómas Þorvaldsson dragi Sóleyju inn til Akureyrar, en aðrar björgunareiningar hafa verið afþakkaðar og eru farnar af svæðinu,“ segir Ásgrímur.Sóley Sigurjóns og TF-LIF.mynd/lhg
Fréttir af flugi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira