30 milljónir í dagpeningagreiðslur Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2015 07:00 Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gegnt stöðu formanns utanríkismálanefndar. Það kostar mikla dvöl erlendis. vísir/stefán Þingmenn hafa farið til útlanda í 409 skipti á vegum þingsins það sem af er þessu kjörtímabili og hafa verið erlendis samtals í um 1.280 daga. Það jafngildir því að hver og einn þingmaður hafi verið erlendis í rúma 20 daga á kjörtímabilinu. Fimmtíu þingmenn alls hafa farið í ferðir á vegum þingsins það sem af er kjörtímabilinu. Kostnaður við dagpeningagreiðslur þingmanna nemur um 28,5 milljónum króna. Formenn nefnda í flestar ferðirBirgir Ármannsson, fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar þingsins, hefur farið utan í 30 skipti á þessu kjörtímabili og verið á fundum erlendis í samtals 86 daga. Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, kemur næstur með 29 ferðir og samtals 84 daga. Ögmundur Jónasson, sem einnig situr í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins hefur farið til útlanda 24 sinnum í samtals 70 daga. Ögmundur og Össur Skarphéðinsson eru einu stjórnarandstöðuþingmennirnir á topp tíu lista þeirra sem hafa verið lengst í útlöndum á þessu kjörtímabili. Mismunandi háar greiðslurÞingmenn fá greidda dagpeninga eftir reglum fjármálaráðuneytisins um dagpeninga opinberra starfsmanna. Mismunandi er eftir stöðum hversu háar dagpeningagreiðslurnar eru. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri þingsins, segir þingmenn venjulega fá greiddar hálfar dagpeningagreiðslur vegna ferða til útlanda og endurgreiddan kostnað vegna gistingar. Ef allar ferðir þingmanna utan eru greiddar á þá leið að þeir fái endurgreiddan kostnað vegna gistingar og hálfa dagpeninga ofan á það hafa verið lagðar út 28,5 milljónir króna í dagpeninga á þessu kjörtímabili til þingmanna. Þá er ferðakostnaður og gisting ótalin í þeirri upphæð. Í langflestum þessara ferða er einnig í för ritari þótt einnig séu dæmi um að enginn ritari fari með eða þá að þeir séu tveir talsins. Þessir starfsmenn þingsins fá einnig greidda dagpeninga eins og aðrir starfsmenn ríkisins. Frádráttur vanrækturSamkvæmt bréfi ferðakostnaðarnefndar frá því 2004 eiga styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði, sem starfsmenn njóta meðan á dvöl stendur, að koma til frádráttar dagpeningagreiðslum. Ef þingmenn njóta þess í heimsóknum sínum að vera í fríu fæði meðan á dvöl stendur, eða fá boð í veislur, er skylt samkvæmt þessu að draga það frá greiðslum dagpeninga. Samkvæmt Helga hefur þessari reglu hins vegar ekki verið fylgt og því fá þingmenn fulla dagpeninga hvort sem þeir þurfa að greiða fyrir eigið uppihald eða ekki. Greiðslurnar líklega hærriUpplýsingar um dagpeningagreiðslur til handa þingmönnum á þessu kjörtímabili fengust ekki frá skrifstofu Alþingis. Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt. þingmenn | Create infographics Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Þingmenn hafa farið til útlanda í 409 skipti á vegum þingsins það sem af er þessu kjörtímabili og hafa verið erlendis samtals í um 1.280 daga. Það jafngildir því að hver og einn þingmaður hafi verið erlendis í rúma 20 daga á kjörtímabilinu. Fimmtíu þingmenn alls hafa farið í ferðir á vegum þingsins það sem af er kjörtímabilinu. Kostnaður við dagpeningagreiðslur þingmanna nemur um 28,5 milljónum króna. Formenn nefnda í flestar ferðirBirgir Ármannsson, fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar þingsins, hefur farið utan í 30 skipti á þessu kjörtímabili og verið á fundum erlendis í samtals 86 daga. Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, kemur næstur með 29 ferðir og samtals 84 daga. Ögmundur Jónasson, sem einnig situr í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins hefur farið til útlanda 24 sinnum í samtals 70 daga. Ögmundur og Össur Skarphéðinsson eru einu stjórnarandstöðuþingmennirnir á topp tíu lista þeirra sem hafa verið lengst í útlöndum á þessu kjörtímabili. Mismunandi háar greiðslurÞingmenn fá greidda dagpeninga eftir reglum fjármálaráðuneytisins um dagpeninga opinberra starfsmanna. Mismunandi er eftir stöðum hversu háar dagpeningagreiðslurnar eru. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri þingsins, segir þingmenn venjulega fá greiddar hálfar dagpeningagreiðslur vegna ferða til útlanda og endurgreiddan kostnað vegna gistingar. Ef allar ferðir þingmanna utan eru greiddar á þá leið að þeir fái endurgreiddan kostnað vegna gistingar og hálfa dagpeninga ofan á það hafa verið lagðar út 28,5 milljónir króna í dagpeninga á þessu kjörtímabili til þingmanna. Þá er ferðakostnaður og gisting ótalin í þeirri upphæð. Í langflestum þessara ferða er einnig í för ritari þótt einnig séu dæmi um að enginn ritari fari með eða þá að þeir séu tveir talsins. Þessir starfsmenn þingsins fá einnig greidda dagpeninga eins og aðrir starfsmenn ríkisins. Frádráttur vanrækturSamkvæmt bréfi ferðakostnaðarnefndar frá því 2004 eiga styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði, sem starfsmenn njóta meðan á dvöl stendur, að koma til frádráttar dagpeningagreiðslum. Ef þingmenn njóta þess í heimsóknum sínum að vera í fríu fæði meðan á dvöl stendur, eða fá boð í veislur, er skylt samkvæmt þessu að draga það frá greiðslum dagpeninga. Samkvæmt Helga hefur þessari reglu hins vegar ekki verið fylgt og því fá þingmenn fulla dagpeninga hvort sem þeir þurfa að greiða fyrir eigið uppihald eða ekki. Greiðslurnar líklega hærriUpplýsingar um dagpeningagreiðslur til handa þingmönnum á þessu kjörtímabili fengust ekki frá skrifstofu Alþingis. Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt. þingmenn | Create infographics
Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira