Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2015 15:05 vísir/stefán Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz Air frá Gdansk til Keflavíkur í vikunni. Slegið hafði í brýnu milli tveggja karlmanna, sem gerðu sig líklega til að slá flugþjón, sem reyndi að róa þá. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til en þegar lögreglumenn mættu á staðinn var komin á ró í vélinni, en þeim tjáð að tveir úr tíu manna hópi farþega hefðu drukkið eigið áfengi, þrátt fyrir tilmæli um að gera það ekki og látið ófriðlega. Annar þeirra hefði verið mjög árásargjarn og búið sig undir að slá flugþjón sem gekk á milli tvímenninganna umræddu til að skakka leikinn. Voru þeir eftir það skildir að og færðir í önnur sæti í vélinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að annar mannanna, sem hafi verið sjáanlega undir miklum áhrifum áfengis, hafi verið verulega ósáttur við afskipti lögreglu og sýnt af sér ógnandi tilburði og leiðindi. Var honum því fylgt í gegnum flugstöðina og komið í hendur aðila, sem mættur var til að sækja hópinn, sem hverfur til starfa hér á landi.Flugköttur slapp úr búri Þá barst lögreglunni tilkynning frá öryggisgæslunni á Keflavíkurflugvelli um að köttur hefði sloppið úr búri við flugvél Icelandair á vellinum. Ekki varð úr frekari ferðalögum kisa á eigin vegum, því þegar lögreglumaður mætti á staðinn höfðu starfsmenn hlaðdeildar flugfélagsins haft snarar hendur og gómað hann. Kötturinn var því kominn aftur í búrið sem starfsmennirnir lokuðu vel og vandlega, svo hann endurtæki ekki leikinn. Fréttir af flugi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz Air frá Gdansk til Keflavíkur í vikunni. Slegið hafði í brýnu milli tveggja karlmanna, sem gerðu sig líklega til að slá flugþjón, sem reyndi að róa þá. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til en þegar lögreglumenn mættu á staðinn var komin á ró í vélinni, en þeim tjáð að tveir úr tíu manna hópi farþega hefðu drukkið eigið áfengi, þrátt fyrir tilmæli um að gera það ekki og látið ófriðlega. Annar þeirra hefði verið mjög árásargjarn og búið sig undir að slá flugþjón sem gekk á milli tvímenninganna umræddu til að skakka leikinn. Voru þeir eftir það skildir að og færðir í önnur sæti í vélinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að annar mannanna, sem hafi verið sjáanlega undir miklum áhrifum áfengis, hafi verið verulega ósáttur við afskipti lögreglu og sýnt af sér ógnandi tilburði og leiðindi. Var honum því fylgt í gegnum flugstöðina og komið í hendur aðila, sem mættur var til að sækja hópinn, sem hverfur til starfa hér á landi.Flugköttur slapp úr búri Þá barst lögreglunni tilkynning frá öryggisgæslunni á Keflavíkurflugvelli um að köttur hefði sloppið úr búri við flugvél Icelandair á vellinum. Ekki varð úr frekari ferðalögum kisa á eigin vegum, því þegar lögreglumaður mætti á staðinn höfðu starfsmenn hlaðdeildar flugfélagsins haft snarar hendur og gómað hann. Kötturinn var því kominn aftur í búrið sem starfsmennirnir lokuðu vel og vandlega, svo hann endurtæki ekki leikinn.
Fréttir af flugi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira