Körfubolti

Hlynur með tvennu í tapleik í nágrannaslagnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. vísir/daníel
Sundsvall Dragons tapaði fyrir Jämtland Basket, 91-81, í nágrannaslag í fjórðu umferð sænsku úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld.

Hlynur Bæringsson og félagar í Sundsvall byrjuðu vel og unnu fyrsta leikhlutann, 24-19, en staðan var 46-45 í hálfleik.

Gestirnir voru sterkari í seinni hálfleik og unnu þriðja leikhlutann með þremur stigum og þann síðasta með sex stigum. Lokatölur, 91-81.

Hynur átti flottan leik fyrir Drekana og skoraði 17 stig og tók 14 fráköst. Hann skoraði úr sjö af ellefu skotum sínum í teignum en brenndi af öllum þremur þriggja stiga skotum sínum.

Hlynur er eini Íslendingurinn í Sundsvall þetta tímabilið, en Ægir Þór Steinarsson og Ragnar Nathanaelsson komu aftur heim og Jakob Örn Sigurðarsson fór í Borås Basket.

Drekarnir eru búnir að vinna tvo og tapa tveimur í fyrstu fjórum umferðunum í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×