311 hafa látið lífið vegna jarðskjálftans 27. október 2015 08:04 Skemmdir vegna jarðskjálftans eru víða miklar. Vísir/EPA Björgunarstörf eru nú í fullum gangi í Afganistan og í Pakistan eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gærmorgun. Að minnsta kosti 311 eru látnir og allt að tvöþúsund slasaðir. Vitað er til þess að 237 séu látnir í Pakistan og 74 í Afganistan og 2.500 heimili eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Björgunarsveitir eru nú enn á leið til afskekktra fjallahéraða þar sem enn er óljóst hver áhrif skjálftans hafa verið. Ekki er búist við að þeir komist á svæðið fyrr en síðar í dag. Skriður og lokaðir vegir gera björgunarmönnum erfitt fyrir. Skjálftinn, sem mældist sjö komma fimm stig, varð á miklu dýpi þannig að áhrif hans voru minni en ella hefði orðið. Á meðal hinna látnu eru tólf skólastúlkur sem tróðust undir þegar skelfing greip um sig í skólanum þeirra í Takhar héraði í Afganistan.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP frá því í gærkvöldi. Fregnir hafa borist af því að fólk á svæðinu hafi sofið undir berum himni í nótt í miklum kulda. Forseti Afganistan biðlaði til íbúa að hjálpa til við björgunarstörf. Ríkisstjóri Badakhshan héraðs segir matvæli og aðrar nauðsynjavörur tilbúnar til flutnings til bágt staddra, en að koma þeim þangað sé ekki auðvelt. Talibanar ráða yfir hlutum héraðsins. Indverjar, Íran og her Bandaríkjanna í Afganistan hafa boðið fram aðstoð sína, en ekki hefur verið farið fram á hana enn. Árið 2005 létust rúmlega 75 þúsund manns í kjölfar 7,6 stigs jarðskjálfta á milli Indlands og Pakistan og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund manns í Nepal.Upptök skjálftans voru á rúmlega 200 kílómetra dýpi í Hindu Kush fjöllunum. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti í Afganistan Skjálftinn er um 7,5 stig og fannst einnig í Indlandi og Pakistan. 26. október 2015 09:52 Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg. 27. október 2015 06:00 Tólf skólastúlkur fórust í troðningi Minnst tólf létu lífið í skóla í Afganistan þegar nemendur reyndu að komast út úr skólanum af ótta við jarðskjálfta. 26. október 2015 11:30 Fjöldi látinna kominn í 180 Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin. 26. október 2015 14:51 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin til taks vegna jarðskjálftans í Afganistan Sveitin er í viðbraðgsstöðu og reiðubúinn til þess að halda út berist neyðarkall. 26. október 2015 17:08 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Björgunarstörf eru nú í fullum gangi í Afganistan og í Pakistan eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gærmorgun. Að minnsta kosti 311 eru látnir og allt að tvöþúsund slasaðir. Vitað er til þess að 237 séu látnir í Pakistan og 74 í Afganistan og 2.500 heimili eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Björgunarsveitir eru nú enn á leið til afskekktra fjallahéraða þar sem enn er óljóst hver áhrif skjálftans hafa verið. Ekki er búist við að þeir komist á svæðið fyrr en síðar í dag. Skriður og lokaðir vegir gera björgunarmönnum erfitt fyrir. Skjálftinn, sem mældist sjö komma fimm stig, varð á miklu dýpi þannig að áhrif hans voru minni en ella hefði orðið. Á meðal hinna látnu eru tólf skólastúlkur sem tróðust undir þegar skelfing greip um sig í skólanum þeirra í Takhar héraði í Afganistan.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP frá því í gærkvöldi. Fregnir hafa borist af því að fólk á svæðinu hafi sofið undir berum himni í nótt í miklum kulda. Forseti Afganistan biðlaði til íbúa að hjálpa til við björgunarstörf. Ríkisstjóri Badakhshan héraðs segir matvæli og aðrar nauðsynjavörur tilbúnar til flutnings til bágt staddra, en að koma þeim þangað sé ekki auðvelt. Talibanar ráða yfir hlutum héraðsins. Indverjar, Íran og her Bandaríkjanna í Afganistan hafa boðið fram aðstoð sína, en ekki hefur verið farið fram á hana enn. Árið 2005 létust rúmlega 75 þúsund manns í kjölfar 7,6 stigs jarðskjálfta á milli Indlands og Pakistan og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund manns í Nepal.Upptök skjálftans voru á rúmlega 200 kílómetra dýpi í Hindu Kush fjöllunum.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti í Afganistan Skjálftinn er um 7,5 stig og fannst einnig í Indlandi og Pakistan. 26. október 2015 09:52 Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg. 27. október 2015 06:00 Tólf skólastúlkur fórust í troðningi Minnst tólf létu lífið í skóla í Afganistan þegar nemendur reyndu að komast út úr skólanum af ótta við jarðskjálfta. 26. október 2015 11:30 Fjöldi látinna kominn í 180 Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin. 26. október 2015 14:51 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin til taks vegna jarðskjálftans í Afganistan Sveitin er í viðbraðgsstöðu og reiðubúinn til þess að halda út berist neyðarkall. 26. október 2015 17:08 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Stór jarðskjálfti í Afganistan Skjálftinn er um 7,5 stig og fannst einnig í Indlandi og Pakistan. 26. október 2015 09:52
Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg. 27. október 2015 06:00
Tólf skólastúlkur fórust í troðningi Minnst tólf létu lífið í skóla í Afganistan þegar nemendur reyndu að komast út úr skólanum af ótta við jarðskjálfta. 26. október 2015 11:30
Fjöldi látinna kominn í 180 Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin. 26. október 2015 14:51
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin til taks vegna jarðskjálftans í Afganistan Sveitin er í viðbraðgsstöðu og reiðubúinn til þess að halda út berist neyðarkall. 26. október 2015 17:08