Sögðu slæmt veður nyrðra en athuguðu það ekki Sveinn Arnarsson skrifar 26. október 2015 17:58 Frá Akureyrarflugvelli. Vísir/Pjetur Flugstjóri flugvélar SmartLynx, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar fyrr í mánuðinum, hafði aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði nyrðra. Vélin fór aftur í loftið með 104 farþega níutíu mínútum eftir lendingu í Keflavík. 164 farþegar áttu bókað flug með vél SmartLynx flugfélagsins, sem var í leigu ferðaskrifstofunnar TransAtlantic, í beinu flugi milli Riga í Lettlandi og Akureyrar. Flugvélin lenti hinsvegar klukkan 21:06 á Keflavíkurflugvelli. Farþegar um borð fengu þær upplýsingar að ekki væri hægt að lenda vélinni á Akureyri vegna veðurs. ISAVIA staðfestir hinsvegar að veðrið umrætt kvöld hafi verið gott á Akureyri og skilyrði til lendingar ágætar. Einnig hafði flugstjóri flugvélar SmartLynx aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði. 90 mínútum seinna tók vélin á loft frá Keflavík með 104 farþega innanborðs á leið til Lettlands. Hefði vélin lent á Akureyri umrætt kvöld hefði sú tímaáætlun fyrirtækisins ekki getað staðist.ISAVIA látið vita átta klukkustundum fyrir lendingu Farþegar sem höfðu keypt flug frá TransAtlantic voru að vonum óánægð með breytta áætlun. Veðrið hafi verið gott á Akureyri þetta kvöld. Einnig fengu þau að vita af breyttri áætlun klukkutíma fyrir lendingu í Keflavík en flugfélagið hafði látið ISAVIA vita af breytingunni átta klukkustundum fyrir lendingu í Keflavík. Egill Örn Arnarson, forsvarsmaður TransAtlantic, segir ferðaskrifstofuna ekkert að gera með ákvörðun flugstjóra og að fyrirtækið geti ekkert gert í stöðunni. „Ferðaskrifstofan kom öllum upplýsingum sem hún fékk frá flugfélaginu til farþega þegar hún fékk þær og notaði sömu skýringar sem henni voru gefnar. Ferðaskrifstofan harmar auðvitað að ekki var lent á AEY og hefði undir öllum kringumstæðum kosið að upphaflegri flugáætlun hefði verið haldið.“Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli, farþegum til mikillar armæðu.Vísir/StefánHelena Sif Halldórsdóttir, farþegi í vélinni, er að vonum ósátt við þessi vinnubrögð. „Það er auðvitað stórskrýtið að við fáum að vita af breytingunni klukkustund áður en við lendum þegar Isavia fær að vita þetta klukkan þrjú um daginn,“ segir Helena. „Einnig voru margir farþegar búnir að greiða fyrir vörur í tolli á Akureyri sem biðu þeirra við komuna en þar sem við lentum í Keflavík fékk fólkið ekki vörurnar sínar afgreiddar. Það eru margir mjög reiðir og hafa sent ferðaskrifstofunni kvörtunarbréf vegna vinnubragðanna.“ Tímasetningar15:00 – Tilkynning berst frá SmartLynx flugfélaginu til ISAVIA um breyttan lendingarstað og að lent verði í Reykjavík.17:24 – Flugvélin fer í loftið frá Ríga í Lettlandi með 164 farþega um borð í beinu flugi til Akureyrar.20:00 – Farþegar í vélinni fá að heyra að vegna veðurs sé ekki unnt að lenda á Akureyri. Veður þar var með ágætum, 5 hnúta vindur, skyggni meira en 10km og hiti 5°.21:06 - Flugvél SmartLynx lendir í Keflavík og öllum farþegum skipað í rútur á leið til Akureyrar.21:32 – Flugvél SmartLynx fer í loftið frá Keflavík á leið sinni til Riga með 104 farþega innanborðs. Fréttir af flugi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Flugstjóri flugvélar SmartLynx, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar fyrr í mánuðinum, hafði aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði nyrðra. Vélin fór aftur í loftið með 104 farþega níutíu mínútum eftir lendingu í Keflavík. 164 farþegar áttu bókað flug með vél SmartLynx flugfélagsins, sem var í leigu ferðaskrifstofunnar TransAtlantic, í beinu flugi milli Riga í Lettlandi og Akureyrar. Flugvélin lenti hinsvegar klukkan 21:06 á Keflavíkurflugvelli. Farþegar um borð fengu þær upplýsingar að ekki væri hægt að lenda vélinni á Akureyri vegna veðurs. ISAVIA staðfestir hinsvegar að veðrið umrætt kvöld hafi verið gott á Akureyri og skilyrði til lendingar ágætar. Einnig hafði flugstjóri flugvélar SmartLynx aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði. 90 mínútum seinna tók vélin á loft frá Keflavík með 104 farþega innanborðs á leið til Lettlands. Hefði vélin lent á Akureyri umrætt kvöld hefði sú tímaáætlun fyrirtækisins ekki getað staðist.ISAVIA látið vita átta klukkustundum fyrir lendingu Farþegar sem höfðu keypt flug frá TransAtlantic voru að vonum óánægð með breytta áætlun. Veðrið hafi verið gott á Akureyri þetta kvöld. Einnig fengu þau að vita af breyttri áætlun klukkutíma fyrir lendingu í Keflavík en flugfélagið hafði látið ISAVIA vita af breytingunni átta klukkustundum fyrir lendingu í Keflavík. Egill Örn Arnarson, forsvarsmaður TransAtlantic, segir ferðaskrifstofuna ekkert að gera með ákvörðun flugstjóra og að fyrirtækið geti ekkert gert í stöðunni. „Ferðaskrifstofan kom öllum upplýsingum sem hún fékk frá flugfélaginu til farþega þegar hún fékk þær og notaði sömu skýringar sem henni voru gefnar. Ferðaskrifstofan harmar auðvitað að ekki var lent á AEY og hefði undir öllum kringumstæðum kosið að upphaflegri flugáætlun hefði verið haldið.“Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli, farþegum til mikillar armæðu.Vísir/StefánHelena Sif Halldórsdóttir, farþegi í vélinni, er að vonum ósátt við þessi vinnubrögð. „Það er auðvitað stórskrýtið að við fáum að vita af breytingunni klukkustund áður en við lendum þegar Isavia fær að vita þetta klukkan þrjú um daginn,“ segir Helena. „Einnig voru margir farþegar búnir að greiða fyrir vörur í tolli á Akureyri sem biðu þeirra við komuna en þar sem við lentum í Keflavík fékk fólkið ekki vörurnar sínar afgreiddar. Það eru margir mjög reiðir og hafa sent ferðaskrifstofunni kvörtunarbréf vegna vinnubragðanna.“ Tímasetningar15:00 – Tilkynning berst frá SmartLynx flugfélaginu til ISAVIA um breyttan lendingarstað og að lent verði í Reykjavík.17:24 – Flugvélin fer í loftið frá Ríga í Lettlandi með 164 farþega um borð í beinu flugi til Akureyrar.20:00 – Farþegar í vélinni fá að heyra að vegna veðurs sé ekki unnt að lenda á Akureyri. Veður þar var með ágætum, 5 hnúta vindur, skyggni meira en 10km og hiti 5°.21:06 - Flugvél SmartLynx lendir í Keflavík og öllum farþegum skipað í rútur á leið til Akureyrar.21:32 – Flugvél SmartLynx fer í loftið frá Keflavík á leið sinni til Riga með 104 farþega innanborðs.
Fréttir af flugi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira