Drap konur án þess að fatta það Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. október 2015 13:00 Hver seldi þér kaffið sem þú keyptir á leiðinni í vinnuna í morgun? Var það karl eða kona? Skiptir það máli? Skiptir máli hvort karl eða kona las Sjónvarpsfréttirnar í gær? Skiptir máli hvort það verður karl eða kona sem fær Íslandsbanka á silfurfati einhvern tímann á næstu misserum? Skiptir máli hvort það er karl eða kona sem skrifar þennan pistil? Árið 1935 voru risakörtur fluttar inn til Ástralíu frá Suður-Ameríku. Hundrað og tveimur var sleppt lausum í Queensland. Afleiðingarnar hefði enginn getað séð fyrir. Körtunum var ætlað að stemma stigu við pest, bjöllum sem herjuðu á sykurreyr og eyðilögðu uppskeru. En vistkerfi eru óútreiknanleg. Körturnar höfðu engin áhrif á bjöllurnar. Þær reyndust hins vegar dýra- og plöntulífi Ástralíu plága. Körturnar skipta nú hundruðum milljóna. Þær eru eitraðar og ef rándýr leggur sér þær til munns er því bráður bani búinn. Ein karta getur gert út af við heilan krókódíl. Svo óvænt og flókin var keðjuverkunin sem átti sér stað í vistkerfi Ástralíu með tilkomu risakörtunnar að líffræðingar skilja hana ekki enn til fulls. Fjöldi dýra- og plöntutegunda er í útrýmingarhættu á ákveðnum svæðum vegna hennar. Úps!Stundum virðast hlutir ekki skipta máli – hvaða skaða geta svo sem nokkrar körtur valdið? En friðsæll vængjaþytur fiðrildis á einum stað getur komið af stað stormi á öðrum. Um svipað leyti og risakörturnar tóku að dreifa sér um Ástralíu voru fyrstu bílaárekstraprófin gerð við Wayne State University í Detroit í Bandaríkjunum. Í upphafi var aðferðafræðin nokkuð frumstæð, mannslíki var hent niður lyftugöng. En árið 1949 var tilraunabrúða tekin í notkun. Fékk hún nafnið Sam. Þekkt er að langtum fleiri karlmenn en konur starfi í bílaiðnaðinum og almennt sem verkfræðingar. Það ætti svo sem ekki að skipta neinu máli í sjálfu sér. Það reyndist hins vegar gera það. Um síðustu aldamót tóku að renna tvær grímur á menn í bílaiðnaðinum. Einsleitur hópur hvítra karlmanna gerði uppgötvun. Farartæki þeirra voru mun hættulegri konum en körlum. Hvers vegna? Jú, öryggisprófanir höfðu einfaldlega ekki verið gerðar að neinu ráði með brúðum sem endurspegluðu kvenlíkama. Úps. Það var ekki fyrr en árið 2011 sem bandarísk yfirvöld tóku að krefjast þess að ákveðnir öryggisþættir bifreiða yrðu einnig prófaðir með kvenkyns tilraunabrúðum en ekki bara gamla góða Sam. Alveg eins og árið 930Fyrirhuguð skipun dómara í Hæstarétt Íslands hefur verið nokkuð í deiglunni síðustu vikur. Í dómnefnd sem meta átti hæfni umsækjenda sátu einungis karlmenn. Fimm jakkafataklæddir miðaldra karlar töldu jakkafataklæddan miðaldra karl hæfastan í stöðuna. Af tíu dómurum Hæstaréttar er aðeins ein kona. Það eru næstum því sömu kynjahlutföll og í fimmtardómi, hæstarétti þjóðveldisaldar, sem settur var á laggirnar við stofnun Alþingis árið 930. En skiptir það einhverju máli? Svo lengi sem allir dómararnir eru hæfir erum við þá ekki bara góð? Að nánast einungis karlmenn hafi starfað í bílabransanum alla 20. öldina hefði í raun ekki átt að skipta neinu máli í sjálfu sér. Þeir voru vafalaust flestir hæfir í störfin og unnu verk sín af vandvirkni og heilindum. En þetta er eins og með körturnar. Samfélagslegt vistkerfi mannsins er flókið. Erfitt er að spá um hvaða afleiðingar þáttur eins og einsleitni hefur í för með sér. Í tilfelli öryggisprófana í bílum kostaði einsleitnin fjölda kvenna lífið. Auðvitað á helmingur dómnefndar sem metur hæfni umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara að vera konur. Hæstiréttur sjálfur ætti að vera skipaður konum til hálfs. Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um. En sjálf vil ég ekki eiga mitt undir réttarkerfi sem lýtur sömu einsleitni og bílaiðnaður sem drap konur alla 20. öldina án þess að fatta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Hver seldi þér kaffið sem þú keyptir á leiðinni í vinnuna í morgun? Var það karl eða kona? Skiptir það máli? Skiptir máli hvort karl eða kona las Sjónvarpsfréttirnar í gær? Skiptir máli hvort það verður karl eða kona sem fær Íslandsbanka á silfurfati einhvern tímann á næstu misserum? Skiptir máli hvort það er karl eða kona sem skrifar þennan pistil? Árið 1935 voru risakörtur fluttar inn til Ástralíu frá Suður-Ameríku. Hundrað og tveimur var sleppt lausum í Queensland. Afleiðingarnar hefði enginn getað séð fyrir. Körtunum var ætlað að stemma stigu við pest, bjöllum sem herjuðu á sykurreyr og eyðilögðu uppskeru. En vistkerfi eru óútreiknanleg. Körturnar höfðu engin áhrif á bjöllurnar. Þær reyndust hins vegar dýra- og plöntulífi Ástralíu plága. Körturnar skipta nú hundruðum milljóna. Þær eru eitraðar og ef rándýr leggur sér þær til munns er því bráður bani búinn. Ein karta getur gert út af við heilan krókódíl. Svo óvænt og flókin var keðjuverkunin sem átti sér stað í vistkerfi Ástralíu með tilkomu risakörtunnar að líffræðingar skilja hana ekki enn til fulls. Fjöldi dýra- og plöntutegunda er í útrýmingarhættu á ákveðnum svæðum vegna hennar. Úps!Stundum virðast hlutir ekki skipta máli – hvaða skaða geta svo sem nokkrar körtur valdið? En friðsæll vængjaþytur fiðrildis á einum stað getur komið af stað stormi á öðrum. Um svipað leyti og risakörturnar tóku að dreifa sér um Ástralíu voru fyrstu bílaárekstraprófin gerð við Wayne State University í Detroit í Bandaríkjunum. Í upphafi var aðferðafræðin nokkuð frumstæð, mannslíki var hent niður lyftugöng. En árið 1949 var tilraunabrúða tekin í notkun. Fékk hún nafnið Sam. Þekkt er að langtum fleiri karlmenn en konur starfi í bílaiðnaðinum og almennt sem verkfræðingar. Það ætti svo sem ekki að skipta neinu máli í sjálfu sér. Það reyndist hins vegar gera það. Um síðustu aldamót tóku að renna tvær grímur á menn í bílaiðnaðinum. Einsleitur hópur hvítra karlmanna gerði uppgötvun. Farartæki þeirra voru mun hættulegri konum en körlum. Hvers vegna? Jú, öryggisprófanir höfðu einfaldlega ekki verið gerðar að neinu ráði með brúðum sem endurspegluðu kvenlíkama. Úps. Það var ekki fyrr en árið 2011 sem bandarísk yfirvöld tóku að krefjast þess að ákveðnir öryggisþættir bifreiða yrðu einnig prófaðir með kvenkyns tilraunabrúðum en ekki bara gamla góða Sam. Alveg eins og árið 930Fyrirhuguð skipun dómara í Hæstarétt Íslands hefur verið nokkuð í deiglunni síðustu vikur. Í dómnefnd sem meta átti hæfni umsækjenda sátu einungis karlmenn. Fimm jakkafataklæddir miðaldra karlar töldu jakkafataklæddan miðaldra karl hæfastan í stöðuna. Af tíu dómurum Hæstaréttar er aðeins ein kona. Það eru næstum því sömu kynjahlutföll og í fimmtardómi, hæstarétti þjóðveldisaldar, sem settur var á laggirnar við stofnun Alþingis árið 930. En skiptir það einhverju máli? Svo lengi sem allir dómararnir eru hæfir erum við þá ekki bara góð? Að nánast einungis karlmenn hafi starfað í bílabransanum alla 20. öldina hefði í raun ekki átt að skipta neinu máli í sjálfu sér. Þeir voru vafalaust flestir hæfir í störfin og unnu verk sín af vandvirkni og heilindum. En þetta er eins og með körturnar. Samfélagslegt vistkerfi mannsins er flókið. Erfitt er að spá um hvaða afleiðingar þáttur eins og einsleitni hefur í för með sér. Í tilfelli öryggisprófana í bílum kostaði einsleitnin fjölda kvenna lífið. Auðvitað á helmingur dómnefndar sem metur hæfni umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara að vera konur. Hæstiréttur sjálfur ætti að vera skipaður konum til hálfs. Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um. En sjálf vil ég ekki eiga mitt undir réttarkerfi sem lýtur sömu einsleitni og bílaiðnaður sem drap konur alla 20. öldina án þess að fatta það.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun